Stefnir allt í stjórnarslit !!

Íslandsvinurinn Robert Wade, prófessor við London School of Economics,Wade ritar grein sem birtist á vef breska fjármálablaðsins Financial Times. Þar segir hann að allt stefni í stjórnarslit á Íslandi.

Og mér finnst eins og strútarnir í ríkistjórninni sem eru með hausana ofaní sandinum, sem lugu að  þjóðinni í kosningabaráttunni fyrir síðustu kosningar eru bara með hausinn ofan í sandinum ennþá.

Eru búnir að tapa stuðningi fólksins.

Þetta sýnir ný könnun sem birt er á visir.is í gærkvöldi.

Þessir aðilar sem unnu fólk á sitt band með umhverfishjali og kjörorðum sem fólk vildi taka þátt í “Fagra Ísland” hafa snúið við blaðinu. Enda er þetta kjörorð að snúast í andhverfu sína.

Nú eiga að rísa álver á Norðurlandi og á Reykjanesi og áform um að virkja í Þjórsá.

En hvað var það sem “Fagra Ísland” ætlaði að gera t.d. í virkjanamálum ?

Í landsfundarályktun Samfylkingarinnar 2007 segir í 2.gr ” Slá ákvörðunum um frekari stóriðju á frest þangað til  fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð”

Ubs…allt í plati búið að skrifa undir álver fyrir Bakka og byrjað á álveri í Helguvík.

í  grein 3 í sömu landsfundarályktun er sagt “Að færa eigi heimild til að veita rannsóknar- og nýtingarleyfi vegna virkjanaáforma úr höndum Iðnaðarráðherra  til Alþingis á meðan unnið er að gerð áætlunnarinnar”.

Ubs… aftur allt í plati ekkert hægt að gera í þessum málum núna….

Og hvað segir hinn flokkurinn á landsfundi 2007 um virkjanamál og stóriðju ?

Ekkert er að finna um stóriðju eða virkjanamál. Ekkert….. Bara stefnuleysi..og einkavæðingu á öllum sviðum.

Það er von að fylgið hrynji af ríkistjórnarflokkunum.

En það að fylgið hrynji af Sjálfstæðisflokknum gefur Samfylkinguinni möguleika á að slíta  samstarfi flokkanna núna og efna til kosninga. Og það er trúlega það sem prófessor Wade sér líka.

Þá væri hægt fyrir Samfylkinguna að mynda stjórn með minni flokki og breyta leikreglunum . Meira segja erlendir ráðgjafar ríkistjórnarinnar eru sammála mér.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband