Ósættið, framapotið, óheilindin,baktjaldamakkið og lygavefirnir í kringum Sjálfstæðismenn og Íslandshreyfinguna eru með eindæmum, því að Frjálslyndiflokkurinn stendur ekki að þessu borgarstjórnarsamstarfi lengur.
Fólk eins og Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ásta Þorleifsdóttir og réttlæta það að REI sé stjórnlaust og að lykilstarfs menn hætti og hverfi á braut.
Uppsagnir fjögurra lykilmanna hjá Reykjavík Energy Invest, REI, um mánaðamótin koma þeim sem til þekkja ekki á óvart. Einn viðmælandi segir að þeir hafi í raun dregið allt of lengi að segja upp. Félagið hafi byrjað vel en stöðug ágjöf hafi verið síðan í október og enginn vinnufriður.
Orkuveita Reykjavíkur og þar með REI er í eigu Reykjavíkurborgar, sem á 93,5%, Akraneskaupstaðar með 5,5% og Borgarbyggðar, sem á 1%. Ljóst er að framtíð REI og verkefna félagsins er í höndum eigenda fyrirtækisins, stjórnmálamannanna, sem stjórna því fyrir hönd eigenda.
Starfsmennirnir eru orðnir þreyttir á samstöðuleysi þeirra um framtíð verkefna REI og segja að erfitt sé að vinna að framgangi mála. Samskiptin við þá hafi nánast verið engin síðan í haust og einn vísar í viðtal við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, nýjan oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, í Morgunblaðinu fyrir skömmu, þar sem hún sagði að stjórnmálamenn ættu ekki að vera uppteknir við það að velta fyrir sér fjárfestingartækifærum í öðrum löndum. Þetta fer auðvitað óþægilega í starfsfólkið sem er að reyna að vinna vinnuna sína eins vel og það getur, segir hann.
REI var stofnað fyrir rúmu ári um útrásarverkefni OR erlendis. Starfið hefur fyrst og fremst falist í því að safna og undirbúa jarðveginn, koma upp samböndum og tengslaneti. Fyrst þarf að fá rannsóknarleyfi, sem getur tekið eitt ár eða lengri tíma, og síðan vinnsluleyfi, en ekki er farið út í vinnslu nema fyrir liggi vitneskja um auðlind og orkusölusamningur.
Eina fyrirliggjandi rannsóknarleyfið er í Djíbútí í Afríku. Gunnar Örn Gunnarsson og Þorleifur Finnsson hafa borið hitann og þungann af því. Einnig er í bígerð að halda áfram niður eftir Austur-Afríkuhryggnum.
Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, og Guðmundur F. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri verkefna í Eyjaálfu og Asíu, auk þriggja sumarstarfsmanna. Enn fremur starfa nokkrir erlendir sérfræðingar í Indónesíu og fyrir félag sem REI og Geysir Green Energy, GGE, eiga 50% í á Filippseyjum.
Það hefði átt að láta Hjörleif Kvaran taka pokan sinn líka eins og var gert við Guðmund Þóroddson fyrrverandi forstjóra.
En siðblindumilla Kjartans Magnússonar,Ástu Þórleifsdóttur og núna Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er bara með ólíkendum.
Tapaðir peningar og endalaus fjáraustur í REI útrásarverkefnin sem ákveðið var að hætta eftir að REI skýrslan kom út, heldur bara áfram undir stjórn Kjartans Magnússonar.
Þetta fólk verður vonandi sótt til saka þegar kjörtímabilinu líkur.
Þetta finnst mér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.