Mér finnst það til háborinar skammar að Íslendingar eigi að borga fyrir það að að NATO -þjóðir sem vilja vera í hermannaleik borgi allan kostnað við slíkar æfingar.
Mér finnst að það eigi að banna allar æfingar á næstu árum meðan við erum að borga lánið til Alþjóðagjaldeyrirssjóðsins.
Það á ekki að leyfa Bretum eða Bandaríkjamönnum að stunda heræfingar hérlendis.
Þær þjóðir sem vilja vera í hermannaleik eiga að greiða allan kostnað sjálfar fyrir aðstöðuna.
Þessi skrípaleikur kostar Íslendinga 200 - 300 miljónir eða meira á ári.
Hættum þessari vitleysu og hættum að lána þessa aðstöðu.
Ef það verður ráðist á okkur verður flaugum skotið frá öðrum heimsálfum eða utan úr geimnum.
Einhverjar flugvélar staddar niður í Evrópu eða USA bjarga engu. Þetta er bara vitleysa.
Þetta finnst mér.
Athugasemdir
Já, ekki svo galin hugmynd.
Arinbjörn Kúld, 30.1.2009 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.