Loforð um bættar samgöngur á Suðurlandsvegi eru í uppnámi.
Það á ekki að fara í að tvöfalda akgreinar eins og búið var að lofa.
Það á að skoða málin einu sinni enn.
Og hræra í öllu kerfinu hérna Sunnanlands.
Það er allt niður njörvað á Norðurlandi og allt þar á áætlun í kjördæmi Ráðherrans í vegamálum og mannvirkjagerð.
Hvað þarf mörg dauðaslys á þessum Suðurlandsvegi til viðbótar svo Alþingismenn og sér í lagi Ráðherrar átti sig á alvarleika málsins, af hverju var þessum handónýta Samgönguráðherra ekki skipt út.
Þetta er bara grafalvarlegt.
Ég lýsi Ráðherra Samgöngumála ábyrgan fyrir dauðaslysum sem verða á veginum þar til loforð um endur bætur hafa verið gerðar í algjöri sátt við Sunlendinga og þá vegfarendur sem um veginn fara.
Þetta finnst mér.
Athugasemdir
Vegur tveir + einn er allt í lagi ef hann er hannaður sem slíkur og er að mínum mati alveg fullnægjandi í 10 ár ég var búin að seigja ráðherrum að það tæki 10 ár + að tvöfalda veiginn til Reykjavíkur og hvað kostar það mörg manslíf förum strax í 2+1 og síðan 2+2 á þeim köflum sem eru á þannig stöðum að þess verður þörf.
2+2 Selfoss Hveragerði er flott einnig frá Reykjavík að Geithálsi það er smá mál að breyta veiginum í 2+1 og hægt að framkvæma það á einu ári því sá vegur þarf ekki að fara í umhverfismat.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 15.2.2009 kl. 22:08
Sæll Jón.
Það má vel vera að þetta sé lausnin sem þú nefnir hér. En nú er bara komið á byrjunarreit og trúlega verður allt skoðað upp á nýtt.
Ætli hugmyndin verði ekki að leggja veginn í stokk.....
Guðmundur Óli Scheving, 15.2.2009 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.