Það vantaði bara tár og geislabaug !!!!

Davíð Oddsson var gestur hjá Sigmari í Kastljósinu í kvöld. Eða reyndar Sigmar var gestur Davíðs.

Það er ekki einleikið hvað Davíð Oddsson tuddaðist áfram með frekju og yfirgangi samt var eins og hann væri að bresta í grát, ég beið bara eftir því.

Og hvernig Davíð Oddsson mærði sig og "Bankan sinn " var bara pínlegt.

Allir eru fífl og enginn veit neitt nema hann Davíð Oddsson.

En ekki vildi hann upplýsa þjóðina um orsakir hrunsins en sagðist vita hverjar þær væru.

Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn og Geir Hilmar Haarde og ríkistjórnina ekki hafa hlustað á sig þegar hann var að vara við bankahruninu.

Og að hann sjálfur ætti engan þátt í þessu hruni.

 Hann hefði ekki gert nein mistök.

Og að til hans kæmu menn sem segðu að hann ætti traust allra og að hann væri búnin að vara við þessu.

En hvaða fólk var þetta, hann vildi ekki svara því.

Ég held að það séu þessir sem eru límdir við hann eins og Hannes Hólmsteinn, Kjartan Gunnarsson, Halldór Blöndal, Eiríkur Guðnasson svo einhverjir eru nefndir .

Þarna í Kastljósinu sá maður, gamlan mann bitran, saman bitin af heift, ásakandi allt og alla.

Bara aumkunnar verður ,að vera að láta reka sig frá Seðlabankanum með skít og skömm.

Og hótandi því  að þegar hann losnaði úr bankanum, mundi losna um málbeinið hjá sér.

Þetta eru bara spennandi tímar nú fær Sjálfstæðisflokkurinn aldeilis að kenna á því frá Davíð

Þetta finnst mér.


mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Mér finnst það svo alvarlegt sem hann sagði um fyrri ríkistjórn að það er þyngra en tárum taki að ekki var hlustað og ekkert gert síðan kemur erlendur sérfræðingur og seigir það sama þá seigir varaformaður Sjálfstæðisflokksins að hann þurfi að fara í endurmenntun. Stjórnarmenn ráðherrar sem gera ekkert með aðvaranir ættu að sjá sóma sinn í því að láta sig hverfa úr stjórnmálum nú þegar.

Þetta er glæpamennska vegna vanrækslu.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 24.2.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég er algjörlega sammála þér - algjörlega. Finnst ótrúlegt hvað meindýrin í Sjálfstæðisflokknum hér á blogginu geta lagst lágt við að snúa þessu á annan veg en nákvæmlega eins og þú lýsir - því þannig var þetta nákvæmlega.

Þór Jóhannesson, 24.2.2009 kl. 22:52

3 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Mikið er ég sammála. Mér liggur við að segja að hann sé meindýr. En hann er þá ekki það eina sinnar tegundar sem plagar pólítíkina og samfélagið.

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 24.2.2009 kl. 22:58

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband