Ég er ekki frjálshyggjan, ég er hrært skyr !

Bjarni Benediktsson lýsir sjálfum sér sem hræðru skyri á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Nú segir hann líka að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki Frjálshyggjuflokkur…. Halló Halló Bjarni…

Sjálfstæðisflokkurinn hefur notað frjálshyggjuna í ýktrimynd sinni svo um munar. Því er komið sem komið er.

Hvað stendur frjálshyggjan fyrir hver eru hennar gildi athugum hvað Wikipedia segir um frjálshyggjuna.

Frjálshyggjumenn samtímans telja, að margvíslegar breytingar megi gera á velferðarkerfinu án þess að kjör lítilmagnans versni. Til dæmis þurfi ekki að styrkja efnafólk af þeirri ástæðu einni, að það eigi mörg börn, sé orðið aldrað eða eigi við örorku að stríða. Þótt ríkið kosti skóla og sjúkrahús, geti það leyft einkaaðilum að reka slík fyrirtæki og neytendum að velja um þau.

Frjálshyggjumenn samtímans telja, að rétta ráðið gegn fátækt í þriðja heiminum sé ekki að veita ríkjum þar svokallaða þróunaraðstoð,sem renni ósjaldan í bankareikninga valdsmanna, heldur stuðla þess í stað að frjálsum viðskiptum við fyrirtæki og alþýðu. Valið sé um þróun án aðstoðar eins og í Hong Kongeða aðstoð án þróunar eins og á Grænhöfðaeyjum

Frjálshyggjumenn samtímans telja, að vandann af mengun og sóun náttúruauðlinda megi leysa án víðtækra ríkisafskipta. Skilgreina með einkarétt á náttúrugæðum, og þá hætti menn að sóa þeim, en eigendurnir taki þess í stað að sér að gæta þeirra.

Frjálshyggjumenn samtímans telja reynsluna sýna, að minnihlutahópar geti betur treyst markaðnum en ríkinu. Markaðurinn spyrji ekki, hvernig bakarinn sé á litinn (eða hver stjórnmálaskoðun hans eða kynhneigð sé), heldur hvernig brauðið sé á bragðið.

Íslensk rit

Arnljótur Ólafsson: Auðfræði (1880, endurpr. 1988).

Atli Harðarsson Vafamál (1998).

Hannes H. Gissurarsson Fiskar undir steini (Kaflar um réttlætishugtök F.A.Hayeks og Roberts Nozicks (2001)

Hannes H. Gissurarsson  Frjálshyggjan er mannúðarstefna (1992)

Hannes H Gissurarsson  Hvar æa maðurinn heima ? (Kaflar um John Locke og John Stuart Mill (1994)

Hannes H Gissurarsson  Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi ( 2001)

Jónas H Haralz  Velferðarríki á villigötum (1981)

Lausnarorðið er frelsi (1994, bók með fyrirlestrum Friedemans, Hayeks og fleiri frjálslyndra gesta á Íslandi)

Ólafur Björnsson Frjálshyggja og alræðishyggja (1978)

Ólafur Björnsson Einstaklingsfrelsi og hagskipulag (1982)

Þið getið líka notað GOOGLE og þar kemur svo sannarlega uup upplýsingarbanki um frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina.

 Sjálftæðisflokkurinn er frjálshyggju- og tækifærisinnaður eiginhagsmunaflokkur.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband