28.4.2009 | 00:06
Fjölmiðlar eru að reyna að stýra stjórnarmyndunarferlinu !
Fjölmiðlar hafa í þessari eindema "gúrkutíð" frétta, hjakkað og hjakkað í fari ESB drullupollsins. Endalaust sömu spurningarnar daglega og sömu svörin frá forustumönnunum dag eftir dag.
En nú er ekki unnið dag og nótt við stjórnarmyndun eða verið að lemja fram aðgerðir vegna heimilana og fyrirtækjana.
Nei núna er nægur tími.
Og fjölmiðlum finnst þau mál bara ómerkileg.
Það er í gildi ennþá verkefnaskrá minnihlutastjórnar Samfylkingarinnar og VG.
Og hvert er hún kominn ?
Í fyrsta lið verkefnaskráarinnar Um aukið lýðræði,jöfnuður og upplýsingar.
Þar hefur verið farið í alla undirliði verkefnalistans. En Sjálfstæðisflokkurinn stöðvaði samt þáttinn um aukið lýðræði landsmanna, með málþófi og dónaskap enda hafa þeir svo sannarlega uppskorið eftir því.
Í öðrum lið verkefnaskrárinnar Um endurskipulag í stjórnsýslu
Þar er búið að fara í alla undirliðina.
Í fjórða lið verkefnaskrárinnar Aðgerðir í þágu heimilana
Í þeim undirliðum er búið að gera ótal lagabreytingar og er sá listi tæmdur.
Í fimta lið verkefnaskrárinnar Aðgerðir í þágu atvinnulífsins
Þar er búið að gera ýmsar lagabreytingar á hinum ýmsu málaflokkum, en Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir að hægt var að leggja nokkur frumvörp fram vegna ,málþófs í Stjórnarskrárfrumvarpinu.
Í sjötta lið verkefnaskrárinnar Aðgerðir til að byggja upp fjármálakerfið og greiða úr vanda fyrirtækja
Hafa hlutirnir gengið hægar fyrir sig enda sitja í þessum skiptanefndum bankana menn og konur sem Sjálfstæðisflokkurinn valdi til verka úr smiðju sinni.
Að vísu er komin sérstakur saksóknari og alþjóðlegur ráðgjafi
Í sjöunda lið verkefnaskrárinnar Alþjóðasamningar og Evrópusamstarf
Þar var nefnd að störfum sem átti að standa skil á úttekt á Evrópumálum og viðhorfum hagsmunaaðila til Evrópusambandsins Nefndin átti að skila skýrslu um þessi mál 15.apríl 2009
Hefur einhver séð þessa skýrslu ?
Þar segir líka að stjórnarflokkarnir séu sammála um að aðeild að ESB verði aldrei ákveðin nema í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Og hvað eru fjölmiðlar þá að bulla um þessar gjár og ósamkomulag.
Þeir hinir sömu ættu að lesa verkefnaskrá ríkistjórnarinnar sem er í fullu gildi þar sem ekki er búið að leysa þessa minnihlutastjórn frá völdum.
Þetta finnst mér.
Ekki víst að langt sé í land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umræðan, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:05 | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
- annaeinars
- arikuld
- arndishauks
- utvarpsaga
- reykur
- kaster
- birgitta
- gattin
- brylli
- dansige
- danth
- egvania
- finni
- gelin
- gudbjorng
- straumar
- hallkri
- heidistrand
- hlf
- heimssyn
- snjolfur
- don
- fridust
- jakobjonsson
- jenje
- jon-o-vilhjalmsson
- prakkarinn
- juliusbearsson
- larahanna
- veffari
- olinathorv
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- fullvalda
- nimbus
- sigurjonth
- tara
- vga
- thj41
- heilsa
- kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar hrunið varð í haust var Steingrímur VG formaður á fundi erlendis. Hann flýtti för sinni heim sem mest hann mátti. Tók hús á Geir Haarde og bauð upp á þjóðstjórn. Haarde hafnaði hugmyndinni með þeim rökum að stjórnin hefði ríkulegan meirihluta og getu til að takast á við vandann. Annað kom á daginn. Síðar urðu margir til að taka undir með Steingrími að líklegast hefði verið best að mynda þjóðstjórn. Í þeim hópi var Geir Haarde. Nú er annað tækifæri.
Spyrja má: Er vandinn eitthvað minni nú en í haust? Af hverju heldur Steingrímur Sigfússon sig ekki við þjóðstjórnarhugmyndina? Vera Gylfa og Rögnu í núverandi stjórn hefur mælst vel fyrir.
Það mætti vel hugsa sér þjóðstjórn sem í sætu fulltrúar þingflokkanna fimm, auk jafn margra sérfræðinga úr þjóðlífinu, sem skipaðir væru á faglegum grunni.
Stjórnin yrði skipuð til tveggja ára. Síðan yrði kosið að nýju vorið 2011. Samhliða þingkosningum yrði hugur þjóðarinnar kannaður til Evrópumála með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það má svo sem vel vera að VG og Samfylking geti spriklað eitthvað í öllum þessum málum. En ég er bara svo hræddur um að andrúmsloftið í þinginu verði eins og þar sem saman koma hundar og kettir. Eilífur ófriður. Enginn vinnufriður. Það finnst mér fyrirkvíðanlegt. Með Þjóðstjórn skapast allt annað vinnulag og betri vinnufriður. Þjóðin þarf á því að halda. Ekki endalausu málþófi og pexi.
Ef stjórnmálamennirnir geta ekki komið þessu í kring, verður bóndinn á Bessastöðum að vakna til lífsins og gera eitthvað gott fyrir sína þjóð. Hún á það inni hjá honum.
Björn Birgisson, 28.4.2009 kl. 00:26
Verst finnst mér, þegar þingmenn og jafnvel ráðherrar eru að gaspra. Þeir virðast ekki treysta forystufólki sínu.
Kristbjörn Árnason, 28.4.2009 kl. 15:25
Sæll Björn.
Já ég er nokkuð viss að Sjálfstæðisflokkurinn sem ekkert hefur til málana að leggja.
Muni stunda málþóf eins og þeir hafa gert hingað til .
Þjóðstjórn er ekki til umræðu en Samfylkingin á ennþá tvo möguleika eftir í stjórnarmunstri.
Þeir semja sannaðu til.
Guðmundur Óli Scheving, 28.4.2009 kl. 22:30
Sæll Kristbjörn.
Ég er sammála þér félagi.
Guðmundur Óli Scheving, 28.4.2009 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.