Hverjir bera ábyrgð á gjaldþroti Seðlabanka Íslands ?

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að stjórnendur Seðlabankans á undanförnum 30 árum hafa ekki haft hundsvit á að reka slíkan banka.

Þó hefur nú steininn tekið úr flóðgáttinni á síðustu árum þegar vanhæfustu menn Íslandssögunar hafa stjórnað Seðlabankanum.

Endalaust plott og hagsmuna vinatengsl Seðlabankastjórana við stjórnarmenn og eigendur annara Íslenskra banka gef byr undir hina viðfrægu samsæriskenningu.

Sjálfstæðismenn gáfu Björgólfsveldinu Landsbankan og Framsóknarflokkurinn  gaf S-hópnum Búnaðarbankan á sama tíma.

Þar skiptu stjórnmálaforingjar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á milli sín á milli vanhugsuðum útfærslum einkavæðingarinnar í anda ótímabærar frjálshyggju með sölu bankana til einkavinana.

Seðlabankastjórar þessara flokka viðhéldu síðan vinatengslunum og fyrirgreiðslunni til sinna manna í landsbankanum og síðar Kaupþingi.

Ekki datt þessum bankastjórum í hug að hafa einhver raunhæf samskipti við Seðlabanka t.d. á Norðurlöndunum.

Gjaldþrot Seðlabanka Íslands er ennþá stærra mál en ICESAVE en hefur farið mjög hljótt.

Hvar eru nú rannsóknarblaðamennirir.

Hvernig væri að fletta ofan af svínaríinu Í Seðlabankanum í gegnum tíðina og af þeim sem í raun bera ábyrgð á bankahruninu og óráðsíunni í bankaviðskiptum síðari ára.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta er hárrétt ábending, sem er alvarlega tímasprengjan sem tifar endalaust. Ekki er víst að hið íslenska samfélag þoli þá ágjöf ofaní allt annað.

Kristbjörn Árnason, 6.6.2009 kl. 19:57

2 Smámynd: Helga

og....og....  vantaði inn í greinina þína...  að samfylkingin var í stjórn þegar fyrstu teikn um  það að efnahagskerfið væri ekki alveg að virka....  Og gerðu hvað?  Þögguðu málið í hel....  Bankamálaráðherra  og utanríkisráðherra  sögðu bara allt í fína!  Gerðu ekkert! 

Samfylking hafði 2 ár til að bregðast við teiknum á lofti.  2 ár og þeir gerðu ekkert!

Helga , 6.6.2009 kl. 20:06

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tek undir hvert orð. Þar sem þú ert meyndýraeyðir vildi ég í leiðinni biðja þig um að taka góðan umgang í alþingishúsinu við austurvöll. Helst á morgun, því skemmdirnar eru að verða óafturkræfar á lýðveldinu, ef þær eru það bara ekki nú þegar.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 20:29

4 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Kristbjörn.

Ég er sammála þér þettaer bara tímaspursmál hvenær upplýsingar um Seðlabankastjórnina á undan förnum árum rústar þjóðfélaginu alveg.

Guðmundur Óli Scheving, 6.6.2009 kl. 21:21

5 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Helga.

Mér leiðist mjög fólk sem ekki les pistla mína en byrjar að þvæla um eitthvað sem ekki er verið að ræða um.

Það vantaði ekkert í pistilinn.

Samfylkingin og Vinstrigræn hafa aldrei stjórnað Seðlabankanum.

Og mér er alveg sama um þær hækjur sem Sjálfstæðiðflokkurinn misnotar.

Þakka þér innlitið

Guðmundur Óli Scheving, 6.6.2009 kl. 21:27

6 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Jón Steinar .

Ég sé nú til með  þessa ósk þína.

Fékk í vetur beiðni frá bloggara um að koma við í Seðlabankanum.... já ég notaði tækifærðirð og fór þangað og hlustaði á BUBBA.....og....

Þakka þér innlitið

Guðmundur Óli Scheving, 6.6.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband