Afhverju er ekki þessum ráðuneytisstjórum skipt út ?

VG ráðherrarnir Steingrímur J Sigfússon Fjármálaráðherra og Katrín Jakopsdóttir Mentamálaráðherra vilja alveg ólm hafa  Sjálftæðisráðuneytisstjórana Baldur Guðlaugsson og Guðmund Árnasson (Bláu höndina), sér við hlið.

Sama er upp á teningnum í Sjávarútvegsráðuneytinu þar er ennþá ráðuneytisstjórinn sem vann myrkrana á milli  fyrir  stjórnarskipti minnihlutastjórnarinnar að koma reglugerðinni um hvalveiðarnar í gagnið sem bara í raun er óþverrabragð af ennþá.

Svona er alstaðar í öllum ráðuneytum þar eru gamlir jaxlar og gamalar konur, sem eitt sinn voru án efa kjarnakonur við völd og þurfa núna sem svo oft áður að beigja sig niður í duftið þegar ekki fara saman viðhorf þeirra og ráðherrana eða ríkistjórna.

Ekki svo að segja að þessir menn og konur séu ekki ágætir í störfum sínum, en þeir/þær eru bara í hinu liðinu og bera ábyrgð á fjölmörgum axarsköftum fyrri stjórnvalda í tíð frjálshyggju og útrásarfarsa.

Mér finnst að það eigi að breyta lögum þessir ráðuneytisstjórrar eiga bara að fylgja þeim ráðherrum sem eru í sama lit á hverjum tíma.

Þeir eiga ekki að hafa æviráðningu

Og eiga bara að sitja í 4 ár í einu.

Og fá að halda áfram ef þeirra maður nær kjöri í kosningum.

Mér finnst þetta ráðuneytastjórabull  núna eitthvað sem er mjög illa lyktandi.

Um þetta er fjallað á visir.is

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér finnst vera talsverður munur á í þessum málum og í sjálfu sér ekkert athugavert við það að ráðuneytisstjórarnir hafi annað flokkskírteini en ráðherrann.

Það sem er ótækt er að stjórnvöld hafa ekki svarað því hvort að það hafi farið fram rannsókn á rökstuddum grunsemdum um innherjaviðskipti næstæðsta ráðamanns menntamála í landinu.  Ráðuneytisstjórinn seldi hlut sinn í Landsbankans stuttu eftir að hann sat fund í krafti embættis síns sem ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins þar sem farið var yfir veika stöðu bankans. 

Með þessu er Vg að leggja blessun sína yfir framangreindan verknað.  Ég er sannfærður um að þetta gæti hvergi gerst nema að undangenginni nákvæmi rannsókn.

Hvaða skilaboð er Vg að senda út í samfélagið?

Sigurjón Þórðarson, 9.6.2009 kl. 22:06

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Sigurjón.

Mér finnst að ráðuneytisstjórarnir eigi að vera í framvarðarsveit ráðherrans.

Ekki einhver sem þarf að stykla á stórum skóm yfir allt og allt.

Þú tekur ekki með þér gegnum heilan Sjálfstæðismann inn á flokksráðsfund Frjálslyndra t.d. ?

Hitt er alveg rétt og ég er mjög hissa á því að ekki skuli vera búið að taka fyrir mál Baldur Guðlaugssonar og ég er alveg sammála þér hann á ekkert erindi í þessa stöðu fyrr en búið er að hreinsa hann af þessu grun um  þessi meintu innherjaviðskipti hans.

Skilaboðin já einmitt.....vonandi að Steingrímur athugi þau.

Þakka þér innlitið

Guðmundur Óli Scheving, 9.6.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 84371

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband