Of seint í rassinn gripið !!!!

Guðbjartur Hannesson formaður fjálaganefndar finnst að það eigi að koma í veg fyrir að fólk flytjist úr landi. Um þetta er fjallað á vísir.is.

Úbs..en honum finnst samt sjálfsagt að leggja eins miklar álögur á heimilin og hægt er, hækkun á sköttum, hækkun á matvöru, hækkun á rafmagni, hækkun á eldsneyti,hækkun á heilbrigðisþjónustu,hækkun á öllum vörum er telja í vístölurnar.

Og hvað er á döfinni frekar:

Draga úr fjölskyldubótum, lækka bætur til öryrkja,skerða lífeyrir ellilífeyrisþega, skerða fæðingarorlof, skerða atvinnuleysisbætur, hækka skólagjöld,hækka leikskólagjöld og fl. og fl.

Það eru  sennilega 7000-9000 manns að fara eða farin úr landi. Vegna ástandsins.

Hversvegna er ekki tekið á vandamálunum á auðveldan hátt:

Hækkið rafmagnið á stóriðjufyrirtækin, fullvinnið allar vörur hérlendis og lokum framleiðslufyrirtækjum okkar erlendis, flytjum fyrirtækin heim, Lokum hermálastofnuninni, lokum öllum sendiráðum okkar og seljum húsnæðið, nema í London, New york, Köben. Peking.

Náið í peningana sem þetta fólk stal og faldi, fólk sem sökina á á þessu ástandi í dag.

Það eru stöðugar fréttir af því að þetta fólk er að selja fasteignir, tæki og tól úr földum dótakössum  sínum.

Látum t.d. NATO borga fyrir öll afnot af Keflavík við borgum ekki neitt fyrir NATO. Við þurfum ekki að taka þátt í hernaðaræfingum NATO, herlaus þjóðin.

Drögum okkur úr þeim ráðum  sem okkur koma lítið við og snerta ekki hagsmuni okkar.

Stækkum efnahaggslögsöguna  í 500 mílur.

Afnemum biðlaunarétt hálaunastéttana, alþingismanna, ráðherra,bankastjóra,ráðuneytisstjóra, dómara, forstjóra stofnana og fl.og fl.

Ég sé að það er hægt að gera ennþá betur en bara þetta litla sem hér er nefnt . En þetta gæfi ríkissjóði til baka í kassan  8.000.000.000 biljarða.

Þessi Guðbjartur Hannesson og fleiri þingmenn Stjórnarflokkana ættu að byrja á því að stoppa þetta ríkisbruðl undanfarna áratuga og snúa þessu til baka.

En sennilega er bara of seint í rassinn gripið.

Þetta finnst mér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála þér... en þetta er of seint fyrir mig.. ég fer innan 8 vikna af landinu.. kem ekki aftur sem skattgreiðandi í þessu fávitalýðveldi :-/

Óskar Þorkelsson, 27.6.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Innstæðutryggingarkerfi EU Seðlabankakerfisins mun ekki þola svona þjóðernisrembu.

Tvískipting blátt og rautt er víst komin aftur. Sumir eru afætur og aðrir mega deyja drottni sínum. 

Í þýskalandi hefur þjóðinni með blá blóðið fjölgað, en sú sem brenndi miklu og stritaði er að deyja út.

Nýtt rautt blóð er komið frá stöðum þar sem hiti og lág líkamsbrennsla er arfgeng.

Þetta þýðir að brennslu kostnaður um 3800 fyrir 100 árum er komin niður í 1200.

Þörf fyrir góð[dýrari] viðhaldsprótín hefur líka lækkað.  Þannig að fleiri Eðalþegnar hafa stærri bita af kökunni en áður og verkföll heyra sögunni til.

Sama þróun hlýtur að vera í farveginum hér.

þið eruð ekki þjóðin!

Júlíus Björnsson, 28.6.2009 kl. 00:01

3 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Óskarþ

Góða ferð til fyrirheitna landsins , ég skil þig vel.

Guðmundur Óli Scheving, 28.6.2009 kl. 22:58

4 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Júlíus.

Þakka þér þitt innlegg

Guðmundur Óli Scheving, 28.6.2009 kl. 23:00

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég þakka þér Guðmundur! mitt fyrirheitna land er handan móðunnar miklu. Afætur endast illa í kreppu og ég fer ekki fet frá Íslandi. Spyrjum að leikslokum. 

Júlíus Björnsson, 28.6.2009 kl. 23:26

6 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Júlíus.

Ég fer ekki heldur frá þessu landi  öðruvísi en til fyrirheitna landsins sem þú minnist á,ég ætla ekki að láta einhverja stuttbuxnadrengi og pilsafléttur komast upp með að traðka á mér.

Eg spyr að leikslokum líka

Guðmundur Óli Scheving, 29.6.2009 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband