Brestir í ríkistjórninni út af ICESAVE !!!

Ríkisstjórnin er margsaga varðandi ICESAVE, sumir halda því fram að eignir LI dugi fyrir skuldum ICESAVE.

Aðrir  halda því fram að eignir LI séu bara litlar sem engar, en blekkiningin í þessu fjármálabulli séu í raun  að láta alla halda að þær séu miklar.

Þá er því haldið fram af ríkistjórninni  og fylgisveinum hennar án þó að sjá nokkrar sannanir eða skriflegar yfirlýsingar frá erlendum kröfuhöfum um að það sé okkar að borga allt þetta bull í erlendum fjárfestum sem tóku þessa áhættu heima hjá sér..

Það er grátlegt að heyra í “Kúlulánahöfðingjanum” Tryggva Þór Herbertsson verja gjörning Sjálfstæðismanna með samkomulaginu sem þeir gerðu með ICESAVE ásamt Samfylkingunni. Væri ekki rétt að hann skilaði  170.000 000 miljónum  sem hann hyrti úr bankahýtinni vegna misnotkunnar  á aðstöðu sinni sem bankastjóri forðum daga og ráðgjafi ríkistjórnar Geirs Hilmars Haarde, það finnst mér eins og altalað er.

Það hefur komið fram hjá nokkrum ráðherrum og þingmönnum stjórnarinnar að það sé vafamál hvort þeir styðji frumvarp ríkistjórnarinnar um ICESAVE.

Stjórnarandstaðan Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur styðja frumvarpið ekki, Borgarahreyfingin er með og á móti eftir hvaðan vindurinn blæs.

Og síðan er það alveg orðið ljóst að meirihluti þjóðarinnar er á móti þessu ICESAVEmáli.

Og ef ríkisstjórnin kemur núna fram með einhverjum bolbroððum sem nota á til að koma því með hraði í gegnum þingið,

Þá verða bara átök í þjóðfélaginu og ég vara ríkistjórnina og þingmenn einu sinni enn að hlusta ekki á raddir fólksins.

Það verðu þá sennilega Ólafur Ragnar Grímsson sem stoppar þessi ólög.

Það segja margir að ef lögin verða feld, þá verða þessar heimsveldissinnuðu þjóðir Bretland og Holland að semja upp á nýtt.

Þá eru þær ekki í neinni stöðu til að þvínga Íslendinga til einhverja nauðungarsamninga sem þeirra gróðafíklar eru tóku áhættu með.

Það dregur til tíðinda í þessum málum á næstu dögum gæti trúað að ríkistjórnin ætti eftir að liðast í sundur á næstu vikum.

Þetta finnst mér.


mbl.is Borgarafundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Guðmundur - Borgarahreyfingin hefur aldrei sagt annað en að hún vildi nýjan samning - veit ekki hvaðan þú færð það að við séum á með eða á móti eftir því hvaðan vindurinn blæs - það er eitthvað sem á við einn af fjórflokkunum sem þú veist mæta vel hvað heitir og stendur fyrir.

Borgarahreyfingin hefur unnið að því hörðum höndum að upplýsa þjóðina um brestina í þessum samning og ég hef persónulega mikið reynt að fá öll þau gögn sem tengjast þessu máli í utanríkismálanefnd - reyndar án mikils árangurs... en rétt skal vera rétt - við höfum aldrei gefið tvísýn svör með afstöðu okkar gagnvart ICESAVE... 

Birgitta Jónsdóttir, 29.6.2009 kl. 06:32

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Birgitta.

Ég efast ekki um trúverðuleika þinn í þessu stóra máli.

En með þér í för núna eru einmitt aðilar ekki ekki fengu brautargengi hjá þessum fjórflokkum.

Það er ekki í hendi hvernig þetta er hjá ykkur finnst mér.

Þegar kemur að atkvæðagreiðslu um þetta mál munu menn koma í pontu Alþingis til að gera grein fyrir atkvæði sínu, menn og konur sem hafa talað á þeim nótum að þessir samningr væri ekki ásættanlegur og ætti að hafna.

En lýsa síðan óánægju sinni með samninginn en styðja hann síðan.

Það er mikið af rökföstu og skemmtilegu fólki í forustusveit Borgarahreyfingarinnar en þar eru líka fólk sem mér sýnist vera hinir sönnu tækifærissinnar fjórflokkana. Og fældu mig frá þessari hreyfingu eins og svo marga aðra.

Þú mátt ekki gleyma því að stór hluti fylgis Borgarahreyfingarinnar er komið frá fjórflokkunum hitt er lausa óakveðna fylgið.

En gott og vel rétt skal vera rétt eins og þú segir og þú telur að ekki sé misvinda hjá ykkur, ég bíð bara spenntur eftir sjá ykkur við umræður og atkvæðagreiðslur um ekki bara þetta ICESAVE mál heldur bara öll þessi álagna og skerðingarmál sem verða afgreidd á næstunni.

Kveðja

Guðmundur Óli

Guðmundur Óli Scheving, 29.6.2009 kl. 07:36

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samtök Fullveldissinna vilja líka nýjan samning, þessi er glæpsamlegur! (Og já, ég er búinn að lesa hann, skilmálarnir eru strangari en á bílasamningi.)

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2009 kl. 14:22

4 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Guðmundur.

Þakka þér þitt innlegg.

Guðmundur Óli Scheving, 29.6.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband