Sannfæring þingmanna á útsölu í sölum Alþingis !!!

Nú um hádegið vonandi kemur í ljós hvaða þingmenn hafa selt "eigin sannfæringu sína" sannfæringuna, sem þeim var svo tíðrætt um fyrir síðustu kosningar.

Nýir þingmenn komu sumir inn með miklum hvelli og ætluðu svo sannarlega að umbreyta þessu spillta samfélagi þingmanna og vinnubragða á Alþingi sem sumum fannst með sinni sannfæringu.

Þingmenn VG voru eitil harðir að ekki yrði farið í ESB og eru algjörlega á móti aðeild og seldu kjósendum það, því það er þeirra sannfæring sem nú gengur kaupum og sölu í sölum Alþingis.

Meira segja hefur forustusveitinn reynt að berja alla sína þingmenn til hlíðni og þar á meðal að breyta yfirlýstri sannfæringu sinni.

Með mikla möguleika á framabrautinni ef tillaga ríkistjórnarinnar um ESB verður samþykkt.

Sama er að segja um sigurvegara kosningana síðustu Borgarahreyfinguna, þar virðist alveg vera á huldu hvað eigin sannfæring þingmannanna er í dag og virðist mér sannfæring þeirrar hreyfingar aðallega snúast orðið um að fá meira vægi innan ríkistjórnarsamstarfs og jafnvel ráðherrastól þegar verður hrókerað næst á því heimili.

Farmsóknarmenn eru áberandi klofnir í afstöðu sinni og eru að breyta skoðunum sínum nær daglega, en enginn tekur mark á þeim flokki lengur, sanfæring þeirra hefur löngum verðið út úr korti.

Sjálfstæðismenn eru líka að tala út og suður, þar var samþykkt afgerandi á Landsfundi að ekki yfði farið í ESB nú i stjórnarandstöðu kemur annað upp á borðið og eru menn að skipta um skoðun og sannfæringu sína daglega.

Um Samfylkinguna þarf ekkert að ræða Jóhanna Sigurðardóttir ætlar í gegn með þetta og eru þingmenn hennar allir njörvaðir undir hæl hennar með að samþykkja aðeildarviðræður við ESB. Sannfæringin er látin róa fyrir flokksveldið.

Ég held að þetta verði ekki samþykkt.

En ef þetta verður samþykkt finnst mér að forsetinn ætti að skoða hver hans eigin sannfæring er í þessu máli og hafna að skrifa undir eitt eða neitt í sambandi við aðeild að ESB.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband