Af hverju eru Silfurskottur heima hjá þér ?

Silfurskottan er ein algengasta rakapaddan á Íslandi, hún finnst um allt land.

Hún þrífst best þar sem raki og hiti eru og þar leggur hún út egg sín.

Því gæti verið að byrja að leka hjá þér eða að lagnir séu illa einangraðar.

Þvi skordýrin eru alltaf að segja okkur eitthvað þegar þau birtast okkur.

Silfurskottan er ljósfælið dýr og eru því kjörstaðir hennar  undir gólflistum, í sökklum og í dimmum og rökum rýmum.

Silfurskottan er skordýr með 6 fætur og hreifir sig eins og fiskur og getur skotist afar hratt yfir gólf eða flöt.

Hún er ljósgrá, eða ljósgulleit og eins og hún sé hreistrug. Stundum er hún dökk.

Hún getur orðið 5 ára gömul og á lífsleiðinni við bestu skilyrði getur hún verpt 600 eggjum.

Talið er að hún verði kynþroska 3 ára. Eingöngu hafa fundist kvenndýr svo um meyfæðingu er að ræða hjá henni.

Þegar Silfurskottur finnast í fjölbýlishúsi þarf að eitra fyrir henni í þeim stigagangi sem hún finnst í og í sameign og geymslum.

Hún fer auðveldlega á milli hæða með leiðslum og bara með fólki.

Vandaðu val þitt á meindýraeyðinum, spurðu hann eftir meindýraeyðisleyfinu frá Umhverfistofnun og eiturefnaleyfinu frá Sýslumanni/Lögreglustjóra og hvort hann hafi starfsleyfi frá því sveitarfélagi sem þú ert í.

Ef hann getur ekki sýnt þér þessi leyfi er hann ekki með réttindi. Skoðaðu líka hvort leyfin séu í gildi.

Bara svona fróðleikur og viðvörunarorð til ykkar.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Takk fyrir þetta fræðsluefni og einnig í fyrri færslum

Kristbjörn Árnason, 31.7.2009 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 84372

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband