1.8.2009 | 09:38
Er hægt að grilla Ánamaðka ?
Um daginn fékk ég fyrirspurn á netfangið mitt um hvort hægt væri að grilla Ánamaðka ?
Já eða bara að nota köngulónar til matargerðar og tína þær af húsunum.Í staðin fyrir að eitra fyrir þeim.
Ég hélt fyrst að það væri eitthvað grín á ferðinni en hringdi í viðkomandi þar sem símanúmer var uppgefið.
Svo var ekki, viðkomandi hafði lesið bókina mína sem ég gaf út 2004 og hafði áhuga á að kanna hvort einhver skordýr eða ormar væru æt á Íslandi.
Viðkomandi hafði búið í mörg á í annari heimsálfu þar, sem sjálfsagt var að borða orma og skordýr.
Meira segja sagði viðkomandi að á ákveðnum tíma hefði ein tegund af maurum fengið vængi um fengitíman og þá flykktist þusundir manna út að skógunum viða að, tilað ná þeim og stinga þeim síðan ofani súkkulaði eða síróp og borða þá. Og þeir eru bara rosalega góðir sagði viðkomandi.
Ég sagði að það væri ekki hefð fyrir svona hlutum hérna en það kynni að breytast með breyttri menningu og þrengingum.
Þó taldi ég að það væru þá helst Mývetningar sem hefðu smakkað orma, því ég hafði heyrt um að þeir frystu Fiskiflugulifrur til að beitu á vetrarmánuðum í dorgi létu þá síðan þiðna upp í sér og einn og ein lifra slippi þá ofan í þá.
En auðvitað eru þetta bara sögur ..
Fólk getur auðvitað prófað þetta ..nei ég held varla.
Þetta finnst mér.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
- annaeinars
- arikuld
- arndishauks
- utvarpsaga
- reykur
- kaster
- birgitta
- gattin
- brylli
- dansige
- danth
- egvania
- finni
- gelin
- gudbjorng
- straumar
- hallkri
- heidistrand
- hlf
- heimssyn
- snjolfur
- don
- fridust
- jakobjonsson
- jenje
- jon-o-vilhjalmsson
- prakkarinn
- juliusbearsson
- larahanna
- veffari
- olinathorv
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- fullvalda
- nimbus
- sigurjonth
- tara
- vga
- thj41
- heilsa
- kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 84372
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef étið maura og mauralirfur, engisprettur og orma.. Þetta var ágætt svosem en ég er ekkert að leita að þessu á matseðlinum :)
ánamðkar eru ætir ef þeir eru matreiddir á réttan hátt.. grill er ekki góð aðferð því þeir innihalda svo mikinn vökva að ekkert yrði eftir ;)
Óskar Þorkelsson, 1.8.2009 kl. 09:52
Sæll Óskar.
Þá vitum við það, þakka þér þetta innlegg.
Guðmundur Óli Scheving, 1.8.2009 kl. 17:19
Það væri sennilega betra að marinera þá upp úr ediki lauk salti og sykri. Og éta með hvítlaukssósu. Og ímynda sér að þetta eitthvað annað.
Kristbjörn Árnason, 1.8.2009 kl. 18:11
Sæll Kristbjörn.
Þetta er fín hugmynd.
Þakka þér þetta innlegg
Guðmundur Óli Scheving, 1.8.2009 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.