Húsflugan er meindýr !

Húsflugan er eitt af fjórum hættulegustu dýrum í heiminum samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðistofnunar.

Talið er að 1.4 miljónir manna hafi látist af hennar völdum í heiminum á síðasta ári.

Hún ber á milli bakteríur og sjúkdóma, þar má nefna mislinga,skarlatsótt,taugaveiki,berklaveiki,svartadauða, blóðkreppusótt,listeríu,campylobacter,salmonellu,cycospora,cryptospoidium,E.coli o.fl. 

Og er ástandið verst í löndum sem lítið hreinlæti er og mikil mannmergð þar einmitt grassera þessir sjúkdómar.

 Hér á landi eru til Stóra Húsfluga og Litla Húsfluga. Húsflugan telst til tvívængja 85 þúsund tegundir tvívængja eru til í heiminum og 360 hér á landi.

Og nokkrar tegundir skildar húsflugunni eru víða sjánlegar eins og í kirkjum og við sjávarsíðuna.

Húsflugan getur flogið allt að 20 km leið í einu.

Húsflugan verpir eggjum sínum í saur. Hún verpir 130-150 eggjum í goti.

Hún er með sograna sem hún notar við að sjúga efni af yfirborði því sem hún situr á. Og áður en hún flýgur af stað aftur skítur hún úrgangi frá síðasta viðveru stað.

Dæmi: Húsflugan situr á Kattarskítnum í Kattarkassanum inn í þvottahúsi hjá þér og flýgur síðan inn í eldhús þar, sem þú ert að borða brauðið þitt og hún sest á brauðið  og …ubs skítur á brauðið um leið og þú bentir hendinni að henni og fælir hana.

Það er afar mikilvægt að breiða alltaf yfir mat og matarafganga.

Mikið er til að búnaði til að eyða og fanga flugur og eru Flugnaljós einna áhrifamest í þeim tækjum, finnst mér.

En við þurfum í raun ekki að hafa áhyggjur af Húsflugunni hér á Íslandi er mikið hreinlæti , en mér finnst hún er bara ógeðslegt dýr.

Margir láta samt eitra fyrir henni í híbýlum sínum og á vinnustöðum.

Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir 2004

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sennilega hvimleiðasta kvikindi jarðar.. og þá er mosquito meðtalin en hún fylgir fast á hæla húsflugunnar í örðu sæti.

Óskar Þorkelsson, 2.8.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Andsk, nú fórstu með kvöldið fyrir mér. Það eru 3 húsflugur búnar að vera sveimandi ofan í mér í allt kvöld..

hilmar jónsson, 2.8.2009 kl. 22:57

3 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Óskar.

Sammála þér.

Guðmundur Óli Scheving, 2.8.2009 kl. 23:52

4 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Hilmar.

Já einmitt það var leitt... áttu kött líka...

Guðmundur Óli Scheving, 2.8.2009 kl. 23:54

5 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Halldóra.

Ég hef aldrei á ævinni heyrt annað eins bull, þú ættir að lesa betur pistilinn.

Guðmundur Óli Scheving, 3.8.2009 kl. 02:00

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Oj, ég á þrjá ketti og stundum sveima húsflugur hérna í nokkra daga. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.8.2009 kl. 02:10

7 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Jóna Kolbrún.

Já ég tók nú bara frekar algengt dæmi.

Hún verpir í skít.

Þakka þér innlitið.

Guðmundur Óli Scheving, 5.8.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 84373

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband