Bananaflugan er fljót að láta sjá sig þegar eitthvað sætt hellist niður eða umbúiðir utan um sykraðar vöru rofnar. Bananaflugan er tvívængja. Hér á landi eru 360 tegundir tvívængja en 85 þusund í öllum heiminum.
Bananaflugan (Drosophila melanogaster) er sú flugutegund sem mest hefur verið rannsökuð undanfarin 90 ár og verið mikið notuð við erfðarannsóknir.( Ættli Kári viti um þetta ? )
Lífsferli flugunar eru 14 dagar við bestu skilyrði 25°C hita og 40-50% raka. Flugan finnur sér stað til að verpa á sem næg næring er til staðar t.d í mötuneytum og veitingarstöðum. Þar hefur flugan oft verpt í stúta djús- og gosvéla yfir helgar, þegar ekki verið að nota tækin. Möguleiki er á að ferlið fari af stað við slíkar aðstæður og hefur gert.
Bananaflugan makar sig á ákveðnum mökunarstöðum. Karlflugan er aðeins stærri en Kvennflugan. Karlflugan dansar í kringum Kvennfluguna á mjög flókinn hátt og besti dansarinn uppsker sitt, mjög sjaldgæft er að Karlflugan velji sér maka.
Bananaflugan berst hingað með ávöxtum og varningi.
Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir 2004
Þetta finnst mér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.