Svarttrottan (Rattus rattus) oft nefnd skiparotta hefur alveg tekið yfir Í nagdýrafánu Vestmannaeyja.
Áður fyrr var Brúnrottan (Rattus norvegicus) alsráðandi í Vestmannaeyjum en eftir gos breyttust aðstæður og Svarttrottan nam þar land og yfirtók og útrýmdi hinni sönnu Brúnrottu.
Í dag er að vísu mjög sjaldgjæft að Svarttrotta sýni sig en mikið er um afbrigði af svarttrotttum.
Hún lifir í húsagrunnum og í skólpræsinu. Henni fylgja snýkjudýr líkt og öðrum nagdýrum eins og t. d. flær og bandormurinn (Hymenolepis nana) sem getur líka lifað á og í mönnum.
Það er mjög mikilviðkoma hjá rottuni ef hún lifir við kjörskilyrði líða 21-24 dagar milli gota. Og í hverju goti 5-10 ungar.
Svarttrottan er með mjög beittar klær og á afar gott með að klifra.
Í Bandaríkjunum er Svarttrottan kölluð þakrotta ( roof rat) hún lifir þar villt úti við.
En Svarttrottan er ekki svört heldur dökk grá.
Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir 2004
Þetta finnst mér.
Athugasemdir
Þetta eru mjög fróðlegar upplýsingar hjá þér Guðmundur sem þú hefur verið að birta á síðunni þinni um meindýrin.
Fæst af þessu hafði ég ekki hugmynd um. Þessar upplýsingar ættu að nýtast fólki vel.
Takk fyrir þetta..
hilmar jónsson, 9.8.2009 kl. 20:25
Sæll Hilmar.
Þakka þér.
Guðmundur Óli Scheving, 9.8.2009 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.