Hver man ekki eftir því að það voru settar mölkúlur í fatarskápa og í ferðatöskur þar sem föt voru geymd.
Mölflugan eða Guli fatamölur eru alltaf að láta sjá sig annað kastið þó svo sannarlega að tilfellum um Möl hafi fækkað gríaðrlega á síðustu árum. Trúlega má þakka því að ullarteppi á íbúðum hafa horfið að mestu leiti og betur er loftræst og upphitað húsnæði er fyrir hendi.
Fatarmölurinn (Tineola bisselliella) er kallaður Guli fatamölur. Fremri vængir eru gulir og glitrandi,afturvængir eru líkagulir en dekkri.Vænghafið er 10-16 mm.Lifra mölflugunar er hvít með mógult höfuð og um 10 mm löng.
Kvennflugan verpir allt að 500 eggjum um ævina. Þar sem mölur er til staðar má búast við að á einu ári þroskist fjórara kynslóðir.
Það þarf að finna uppeldisstöðina og uppræta hana og eitra síðan, stundum finnst ekki uppeldisstöðin en það hefur samt mikið að segja að eitra til að slá á fiðrildin sem eru komin að varpi.
Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir 2004
Þetta finnst mér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.