Þegar Húsamaur ( Hypoponera punctatissima) í daglegu tali kallaður (klóakmaur)lætur sjá sig í híbýlum manna er hann segja fólki frá því að ekki sé allt í lagi með skólplagnir hússins.
Húsamaur er þekktur um allan heim og aðeins litarmunur og fjöldi augna skilur á milli tegunda.
Hann lifir í húsagrunnum við inntakslagnir í húsum við og undir skólplögnum í búum. Talið er að allt að 5000 dýr séu í hverju búi.
Hann sést oftastnær í kringum niðurföll er þá í líki flugu en það er húsamaurs drotning sem kemst inn í skólprörið og kemur upp í gegnum niðurföll í baði eða vaski.
Húsamaurinn getur stungið þá mindast roði og fólki klæjar jafnvel í nokkra daga.
Húsamaur er vísbending um að eitthvað sé að skólplögnum og eina ráðið er þá ef hann greinist hjá ykkur er að mynda skólplagnirnar.
Það hefur lítið að segja að láta eitra inni hjá sér, því vandamálið er fyrir utan húsið. En það slær á þetta einhvern tíma ef eitrað er.
Ef ekkert er gert í málinu varðandi lagnir þá er ekki langt að bíða með að annar gestur reyni að heimsækja þig eða Rottan.
Húsamaurinn finnst líka í útihúsum og ámóta stöðum.
Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir 2004
Þetta finnst mér.
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðmundur Óli !
Þakka þér; áhugaverðar greinar, þessi síðustu dægur. Mjög góður fróðleikur; sem gott er að hafa í bakhöndinni, þá á þyrfti að halda, hverju sinni.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 22:44
Sæll Óskar Helgi.
Þakka þér.
Guðmundur Óli Scheving, 11.8.2009 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.