Upphaflega er talið að Húsamúsin hafi komið frá Norður-Indlandi og hafi í tímans rás borist um allan heim með manninum. Talið er að undirtegundir í Evrópu séu tvær (M.m. Musculus sem er í Skandinavíu og Nyrst á Jótlandsskaga og um alla Austanverða Evrópu.
Hin tegundin (M.m. Domesticus) er á Bretlandseyjum og víðar um Vestur- og Suður Evrópu og hún er sú tegund sem er á Íslandi.
Hún gengur með í 25 daga og gýtur 4 -13 ungum í einu.
Hún er kynþroska eftir @ 48 daga. Lífstími Húsamúsarinnar eru 6-8 mánuðir.
Talið er að Húsamúsin hafi borist til landsins með landnámsmönnunum.
Heimildir : Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir 2004
Þetta finnst mér.
Athugasemdir
Þakka þér fyrir fróðlega pistla undanfarið Guðmundur :)
Óskar Þorkelsson, 13.8.2009 kl. 11:05
Sæll Óskar.
Þakka þér.
Guðmundur Óli Scheving, 13.8.2009 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.