Er Umhverfisráðherran í sínu eigin umboði ? Eða hvað ?

Það er dálítið hjákátlegt að verkstjórinn og yfirmaður Umhverfisráðherra, Geir H Haarde vill fara aðrara leiðir með öðrum áherslum en Umhverfisráðherran í umhverfismálum þjóðarinnar og vill fara að hugsa til þess að undirbúa beiðni um frekari undanþágur í mengun. Vegna fleiri virkjannaframkvæmda og Álvera í framtíðinni.

En fær ekki rönd við reist í baráttu sínni við þessa konu sem er Umhverfisráðherra. En hvern tíma hefði maður sagt hún er algjört skass og frekjudolla. En svona segir maður ekki um ráðherra.

Er það ?

Það er bara vel að einhver ætlar að standa á móti þessum yfirgangi Sjálfstæðisflokksins og Landsvirkjunar.

En hver er sameiginleg stefna ríkistjórnarflokkanna i mengunarmálum andrúmsloftsins ?

Það er líka mjög mkilvægt að vatnakerfismál þjórsár kemur til kasta Alþingis.

Við erum ein ríkasta þjóð í heimi og erum að menga lífríkið á jörðinni eins og stórþjóðir gera, og erum með hugmyndir um að gera það ennþá frekar. Og erum að hugleiða að sækja um frekari undanþágur til þess. Og helst ekki að borga neitt fyrir þessa eyðileggingu.

Við eigum að skammast okkar hvernig við förum með auðlindir okkar, við erum búin með fiskinn í sjónum, eftir 100 -150 ár vera öll álverin og virkjanir okkar ónýtar. Bara ömurlegar minjar um þessa hluti , eins og við sjáum t.d í Djúpuvík í dag.

Umhverfisráðherran er kanski að hugsa eitthvað til framtíðar vona ég með þessar afstöðu sinni.

Þetta finnst mér.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Ál er og verður ekki framleitt á umhverfisvænni hátt en á Íslandi. Og það er eins víst og sólin kemur upp á morgnana að það verður haldið áfram að framleiða ál, enda leitun að betri málmi í heimi sem þarf að draga úr losum á CO2. Þarf aðeins 5% af orku við endurvinnslu og álið tapar ekki gæðum þótt margsinnis sé endurunnið.

Set spurningamerki við hversu rík þjóð við erum. Ætli það finnist einhversstaðar þjóð sem er eins dugleg og okkar að lifa uppá krít?

Öll lón og veituskurðir Landsvirkjunar eru aðeins 0,25% af flatarmáli landsins(Kátrahnjúka kakkinn meðtalinn.

Nú þegar bakslag er komið í pappírs iðnaðinn er ekki ólíklegt að einhverjir átti sig á að virkjanir og stóriðja eru kjölfesta sem skynsamlegt er að byggja á.

Tryggvi L. Skjaldarson, 10.12.2007 kl. 13:32

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Tryggvi.

Þakka þér þítt innlegg.

Mér finnst þó hagkvæmt sé fyrir erlenda auðhringa að gera Ísland að ruslakistu heimsins og einn mesta mengunarvald heimsbyggðarinnar á komandi árum.

Að stoppa nú og athuga betur aðra möguleika í stóriðju.

Það finnst mér

Guðmundur Óli Scheving, 10.12.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband