Færsluflokkur: Umræðan

Ráðherra og Ráðherfa

Femínístar á Alþingi og víðar hafa verið að fara úr límingunm vegna þess að kvennrembu genið í þeim vill ekki vera í vinnu sem Ráðherra.

Mér finnst það að  ráðast í að breyta starfsheitum eins og í æðstu embættum er bara bull.

Ráðherra er bara gott heiti yfir stöðu sem bæði kyn geta unnið eftir.

Það að ætla að breyta einstökum starfsheitum gengur ekki það verður þá að fara niður allan stigan eins t.d.  Ráðherfa = Ráðherra, Héraðsdómsa= Héraðsdómari svo eitthvað  sé nefnt.

Þetta er bara bull og ótrúlegt að þingmenn skuli vera að ræða svona mál.

Annars þegar betur er að gætt finnst mér t.d. Menntamálaherfan, og Utanríkisherfan,  Umhverfisherfan og Félagsmálaherfan, bara koma vel út. Já drífið bara í þessu þessi nöfn fara ykkur vel.

Þetta finnst mér


Þarf nokkuð vísa kjaramálum bankastjóra til Sáttasemjara ?

Það er alveg ótrúlegt að á undanförnum mánuðum höfum við séð hvert fyrirtækið segja frá afkomu sinni . Og þá hefur verið tíunduð sultarlaun Bankastjóra og forstjóra ýmsra fyrirtækja.

Það er mjög líklegt að önnur fyrirtæki séu að sína góða afkomu, saman ber t.d HBGrandi. En fjöldi fyrirtækja sína afburða afkomu.

Því ætti nú að vera auðvelt að hækka laun hina lægstlaunuðu í landinu, um einhverja tugi þúsunda, þannig að lámarkslaun verði 150.000 til 180.000 kr á mánuði.

Ástandið í þjóðfélaginu hefur sjaldan verið eins gott.

Það þyrfti kanski að vísa kauptextum Bankastjóra og ýmsra forstjóra til sáttasemjara til að lækka laun þessara einstaklinga. Þessar tölur sem menn eru að sjá eru ekki í neinu samræmi við það sem er að gerast í launa málum almennt í Þjóðfelaginu.

þannig að samningar ættu ekki að taka langan tíma. Fyrirtækin í landinu standa öll mjög vel.

Þetta finnst mér.


mbl.is Fundað hjá ríkissáttasemjara í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Gísli Marteinn að verða næsti Borgarstjóri ?

Það er ekki hægt að neita því að Þorgerður Katrín var þung á brún og vandaði ekki hluta Borgarstjórnarflokksins "óbeint" kveðjurnar. Þar er átt við svokallaðan SMS hóp.

Ofan í göf frá æðstu stjórnendum Sjálfsæðisflokksins til Borgarstjórnaflokksins æ ofan í æ er að breikka bilið í sáttaviðleitni innbyrðis í flokknum.

Óformlegar þreyfingar eru nú innan, SMS hóps Sjálfstæðismanna og Borgarstjórnarminnihlutans um að fella þennan Borgarstjóra sem er í raun ekki neinn Borgarstjóri. Hann er bara leppur fyrir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson.

Og að Gísli Marteinn fái Borgarstjórastólinn út kjörtímabilið því áhugamál og stefna Gísla Marteins fer betur saman með fráfarandi meirihluta, en núverandi miðað við þær yfirlýsingar sem gengið hafa frá Gísla Marteini undanfarið. Um hin ýmsu mál.

Já það virðist vera að ekkert sé ómögulegt í henni pólitík.

Þetta finnst mér.


mbl.is Fundað í Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að setja lög um að fullvinna allan fisk hérlendis !

Meðan sú stefna er hjá Sjávrútvegsráðherranum að loka fiskvinnslum og leggja skipum um allt land. Er verið að styrkja fiskvinnslu í öðrum ríkjum ,með því að flytja fiskinn óunninn út.

Væri ekki hægt að nota þessar mórvægisaðgerðir, sem  mönnum er svo tíðrænt um í umræðunni, til þess að setja verð á þessum afurðum á sama plan og menn eru að fá fyrir þetta hráefni erlendis.

Það væri þá hægt að að halda úti vinnu á ýmsum sjávarbyggðum sem eru leggja upp laupana vegna hráefnisskorts.

Getum við ekki fullunnið þessar vörur í sósur og rasp eins og þeir sem við kaupum þetta síðan af  í neytendaumbúðum ? Ég er viss um það .

Þetta er bara eitthvað sem ríkistjórnin þarf að skoað og stoppa af þenan útflutning á óunnum fiski.

Þetta finnst mér.


mbl.is Fiskurinn óunninn úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HBGrandi með miljarða í hagnað notfærir sér niðurskurðinn til uppsagna á starfsfólki !

Maður hefur á tilfinningunni að stjórn HB Granda sé að misnota aðstöðu sína, fyrirtækið hefur yfir að ráða 11 % af aflahemildum og er því mjög stórt fyrirtæki í þessum geira.

En hvers vegna vill HB Grandi ferkar  fara austur á land með framkvæmdir .heldur en byggja betur upp á Akranesi og í Reykajvík. Gæti verið að með því að skrá sig þar eigi þeir möguleika á að komast yfir kvóta af því svæði. Svo hægt sé að loka fleiri fyritækjum í farmtíðinni.

Það er bara fyrirsláttur hjá HB Granda í Reykjavík að ekki sé áhugi Borgaryfirvalda og Faxaflóahafna að félagið fái ekki lóðir eða fyrirgreiðslu í Reykjavík.

Málið var að HB Grandi fór fram á hluti og fyrirgreiðsli með tíma afmörkunum , sem ekki var hægt að ganga að og á bak við óskir HB Granda var hótun um að ef ekki yrði gengið að óskum þeirra, færu þeir burt úr Reykjavík.

Það var á sínum tíma mikil blóðtaka í atvinnumálum á Suðurnesjum þegar HB keypti upp hvert fyrirtækið af öðru í fiskvinnslu og kvótan af suðurnesjum og flutti síðan smátt og smátt upp á Akranes. Og lokaði síðan smátt og smátt fyrirtæjunum á Suðurnesjum. Þetta var þá kölluð viðskipti.

Atvinnu var kippt undan hundruðum manna. Það fannst Akurnesingum allt í lagi þá. En nú er komið að þeim.

Risa fyrirtæki úr Reykjavík sem keypti HB á sínum tíma vill bara leggja HB niður.

Mér þykir vænt um HB ég starfaði á bát sem hét Skírnir AK 16 í mörg ár á loðnu og síld, og skil því vel þau viðbrögð sem Akurnesingar við hafa gagnvart HB. Það er aldrei gott að missa vinnuna.

Hins vegar hvernig er staðið að þessum uppsögnum það er bara forkastanlegt og gott að ASI er komið með málið á sínar herðar.

Þetta finnst mér.

 


mbl.is HB Grandi og Vinnumálastofnun í samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áminning er mjög væg refsing !

Skólastjórar tveggja framhaldsskóla voru ámintir fyrir að svindla á kerfinu.

Í einkarekstri hefðu þeir verið reknir með skömm. Þetta er bara óheiðarleiki.

Þessir skólastjórar náðu með lygum, svindi og ásetningi,  miljónum króna til sinna skóla sem hefði átt að fara til annara skóla.

Það er ekki hægt annað en taka ofan fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrir að gefa þó þessa ámynningu.

Að vísu er annar skólastjórinn í FA, ný tekinn við af öðrum skólameistara sem hefur haft sig mjög í frammi á undaförnum misserum eins og (faðir Gísla Marteins), Baldvin Gíslasson í IR og verið með yfirlýsingar um að ráðuneytið væri með rangar forsentur og fl.fl. Hann hefði samt sem áður átt að sjá að ekki var allt eins og átti að vera.

Þremur öðrum skólastjórum var veitt tiltal vegna svindls á  sama grunni í kerfinu.

Það er verðið að skoða það í ráðuneytinu að skólarnir endurgreiði þessar miljónir sem þeir eru búnir að stela af kerfinu.

Þetta finnst mér.


Sjálfstæðisflokkurinn rekur Bónus burt af Seltjarnarnesi !

Ótrúlegt var að hlusta á Bæjarstjóran á Seltjarnarnesi í fréttum eitt kvöldið í vikunni.

En þar sendi hann stjórnendum Baugs puttan, og sagði bara óbeint að Bónus væri bara óvelkomin verslun á Seltjarnarnesi.

Mikið er af eldra fólki á þessum slóðum og var verslun Bónus á þessu svæði kjarabót þusndir manna. 

Það hefur verið sagt að Kaupás fái aftur á móti góða lóð og fyrirgreiðslu í bæjarfélaginu Seltjarnarnes.

Gæti nokkuð verið að opnun Bónusarverslun á Fiskislóð í námunda við versluna Krónunar hafi gert úrslagið að Sjálfstæðisæðisflokkurinn losaði sig við Bónus á Seltjarnarnesi.

Jóhannes Jónsson sagði allt sem segja þurfti um aðkomu Sjálfstæðisflokksins að þessu máli bara vegna  fjansamlegs viðhorfs  Bæjarstjórans á Seltjarnarnesi.

Þetta finnst mér.


mbl.is Örtröð í Bónus á Seltjarnarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarútvegsstefna ríkistjórnarinar gerir fyrirtækjum kleift að misnota aðstöðu sína !

Hagnaður HB Granda á fyrstu  níu mánuðum 2007 var 2.605 miljónir. HB Grandi er með 11% af heildarþorskafla.

Og hagræðing vegna velgengni og gróða HB Granda er að segja  upp fólki á Akranesi og fleiri stöðum.

Það er auðséð að niðurskurður á aflaheimildum hefur ekki skaðað HB Granda neitt.

En stjórnendur HB Granda finnast núna tímamót, í ljósi sjávarútvegsstefnu ríkistjórnarinnar að leggja atvinnumál smærri sveitarfélaga í rúst.

Ég hefði getað skilið þetta ef HB Grandi hefði sýnt tap í sínu uppgjörum, en svo er ekki.

Eru kannski fleiri fyrirtæki sem hafa verið að segja upp fólki með bullandi gróða í sínum uppgjörum ?

Þetta finnst mér


mbl.is Fóru yfir stöðu mála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrsla úttektarnefndarinnar fyrir OR og REI er bara eitt bullið enn !

Ég hafði mkila trú á að Svandís Svavarsdóttir, mundi virkilega láta leiða fram sannleikan um svínaríið við OR og REI á sínum tíma.

En það gekk ekki stjórnin í OR og REI hafði alla sína hentusemi og skamtaði bara gögn  til nefndarinnar eftir sínum geðþótta.

Þeir voru nefnilega að rannsaka þetta mál líka og sjálfa sig.

Og sum gögn voru ekki afhent þar sem þau féllu undir trúnaðarmál. Viðskipatlega séð eins og það er orðað.

Og auðvitað var hún sammála að gera við þessa menn sátt, sem ég tel að hafi brotið af sér stjórnlagaséð.

Og þeir þurftu ekki einu sinni að víkja frá meðan rannsókn fór fram.

Hvers vegna var þetta ekki kært til lögreglu sem efnahagsbrot ákveðna einstaklinga ?

Í þessari skýrslu sem berst eftir nokkra daga kemur ekkert fram sem skýrir málin.

Það voru nefnilega Sjálfstæðismenn sem stjórnuðu þesari rannsókn á bak við tjöldin.

Þetta finnst mér.


Ólafur F. Magnússon gerir út á veikindi sín !

Ólafur F.Magnússon hefur margoft sagt það í fjölmiðlum, þegar hann kom til baka úr veikindafríi og eins þegar mestu lætin voru í kringum valdaránið, að hann sé heill heilsu.

Og því hef ég trúað hingað til og bjóst ekki við að hann léti undan þeim öflum sem dregið hafa upp hinu ýmsu myndir af honum og hans veikindum.

Hverjum kemur þetta við nema honum sjálfum.

Og hann hefur meira að segja verið niðurlægður af fyrrum samverkamönnum sínum þar sem þau kröfðust heilbrigðisvottorðs af Ólafi F. Magnússyni sem hann lét þeim í té.

Ólafur F. Magnússon  er samkvæmt þessu eini heilbrigði Borgarfulltrúinn í Reykajvík og með vottorð upp á það.

Það væri kanski ekki úr vegi að óska eftir heilbrigðisvottorðum frá öðrum Borgarfulltrúum.

 En núna bregður svo við að hann er tilbúinn að tala um veikindi sín við alla og er búinn að vera í Sjónvarpinu, og öðrum fjölmiðlum að tíunda þessi mál.

Og hvað var svo að honum ? jú andleg streita vegna stjórnmálaáreitis og skilnaðar.

Til hvers er hann að tala um þetta núna sem hann vildi ekki tala um áður ?

Er hann ekki að kaupa sér samúð fólks af því að hann er að brotna undan þessu mótlæti sem hann er búinn að koma sér í ? Ég held það.

Ég er á móti þessu valdaráni sem Ólafur F. Magnússon átti þátt í gera, en mér dettur ekki í hug að vorkenna honum, vegna þess andlega ástands sem hann er bersýnilega búinn að koma sér sjálfur í aftur.

Þetta finnst mér.


mbl.is Ólafur: Aðalatriði að ég starfi af heilindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

 

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband