Færsluflokkur: Umræðan
27.1.2008 | 12:28
Frjálslyndiflokkurinn niðurlægður af stofnendum hans !
Ég skil ekki alveg þau rök formans Frjálslyndaflokksins, um að hann treysti Ólafi F. Magnússyni og Sjálfstæðisflokknum að koma málefnum Frjálslyndaflokksins í höfn, en þeir eru núna í ólýðræðislegu og umdeildu bandalagi í Borgarstjórn Reykjavíkur.
Blekið er varla þornað á bréfsnepli sem kallaður er málefnasamningur, þegar yfirlýsingar á borgarafundi Sjálfstæðisflokksins, frá Gísla Marteini, Hönnu Birnu og fleiri forkólfum Sjálfstæðisflokksins sem tjá sig á öndverðum skoðunum við hið nýundirritaða málefnaplagg.
Ekki hefur Ólafur F. Magnússon heldur mótmælt aðgerðum og aðför HB-Granda að sjómönnum og fiskverkafólki. Frekar en hans varamaður.
Þá er það ótrúlegt að þingmenn Frjálslyndaflokksins skuli ekki leggja fram breytingar á kosningalögum eða þeim lögum sem snúa að stjórnmálaflokkum.
Að þegar menn bjóða sig fram fyrir Stjórnmálaflokk sem hefur listabókstaf starfi viðkomandi eingöngu fyrir þann listabókstaf og flokk. Kjósi viðkomandi að skipta um flokk og listabókstaf, þá afsalar viðkomandi aðili af sér öllum ábyrgðarstörfum setu í ráðum og nefndum fyrir viðkomandi flokk. Og næsti kjörni maður listans taki við.
Það er óhuggulegt að sjá að einn af stofnendum Frjálslyndaflokksins, Margrét Sverrisdóttir sem varð undir í valdabaráttu í Frjálslyndaflokknum skuli gera allt sem í hennar valdi stendur til að skrumskæla lýðræðið. Margrét Sverrisdóttir og líka Guðrún Ásmundsdóttir gengu úr Frjálslyndaflokknum með látum og afsöluðu sér það að vera fulltrúar Frjálslyndaflokksins.
Margrét Sverrisdóttir stofnaði nýjan stjórnmálaflokk Íslandshreyfinguna með listabókstafinn I, sem hún er varaformaður fyrir. Og Guðrún Ásmundsdóttir og Ólafur F. Magnússon gengu líka í þann flokk.
Hvenig geta þau verið fulltrúar fyrir Frjálslynda og óháða þegar þau eru öll yfirlýst í stjórnmálum fyrir Íslandshreyfinguna.
Hversvegna er þetta valdarán ekki kært til dómstóla að hálfu Frjálslyndaflokksins ?
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2008 | 17:51
Hnífastungufólkið búið að fá sér nýja hnífa til að stinga í bakið á Ólafi og Villa !
Það er varla þornað blekið á þessu málefnasamningi sem Sjálfstæðisflokkurnn og Ólafur F. Magnússon, í F listanum voru að skrifa undir.
Eftir valdaránið núna í vikunni.
Þegar sms-hópurinn svo kallaði fer á stjá aftur með yfirlýsingar í algjöru ósamræmi við málefnasamning þeirra sem stýra borginni núna. Og Þetta með flugvöllinn ,sem er prinsippmál fyrir Ólaf F.Magnússon, geta þau ekki gleypt þetta samningsákvæði í samstarfssamningnum.
Þetta er einmitt fólkið sem ég hef verið að blogga um, sem mun segja sig úr Sjálfstæðisflokknum og fella þetta samstarf úr gildi, sem passar Sjálfstæðisflokknum mjög illa sem stendur,
Meira að segja Varaformaður Sjálfstæðisflokkinn setur ofaní varðandi skipulagsmálin en þar er Hanna Birna í forsvari, að vísu var það um Laugarveginn. en það eru skiplagsmál engu að síður.
Þetta er bara rosalega gaman að fylgjast með, þetta eru eins og kálfar sem hleypt er út óvænt þá hlaupa þeir út og suður en þau Gísli og Hanna hlaupa norður og niður.
Þetta finnst mér.
![]() |
Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.1.2008 | 11:54
Fólki þröngvað í nefndir hjá valdaránshópnum.
Þeir oddvitar sem sátu sveittir við að skipa í nefndir og ráð hjá valdaránshópnum ,sem nú situr sem aumur meirihluti í Reykjavík eru bara aumkunnarverðir.
Það er sama upp á borðinu þar og var við valdaránið ekki tala við einn eða neinn bara þumbast áfram.
Fólk er skipað í nefndir og formenn nefnda, án þess að talað sé við fólkið. En það gerðist einmitt við skipun formanns barnaverndarnefndar Kristínar Edwald að henni forspurði.
Hún vill ekki starfa fyrir þennan valdaránshóp.
Svona er með mjög marga í hinum ýmsu ráðum og nefndum ,sem þýðir að nú kemur nýtt fólk inn og sumt mjög reynslulítið á þessum vettfangi.
Sem þýðir óvandaðri vinnu brögð og seinagang í meðförum ýmsra mála.
Þeta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2008 | 10:50
Fylgi Borgarstjórnar meirihlutans er 45,2% væri kosið í dag !
Samkvæmt könnun Fréttablaðsins 24 janúar 2008 kemur í ljós í því úrtaki sem þar er gert, en hringt var í 600 manns að 72,7% tóku afstöðu til spurninga Fréttablaðsins.
Þá var könnun á vísir.is, þar sem Reykjavík síðdegis hjá Bylgjunni spurði um afstöðu fólks til nýja Borgarstjórans þar voru 94,8 % sem vildu ekki Ólaf F.Magnússon sem borgarstjóra.
Síðan er komið í ljós að Ólafur F. Magnússon hefur ekki stuðning varaborgarfulltrúa F- listans.
Það er von að Reykvíkingar séu reiðir. Og mótmæli þessari Borgarstjórnar myndun.
Þá er því alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og Ólafur F, Magnússson hafa framið valdarán í Reykjavík.
Það er bara annað bakland flokkanna í Reykjavík í dag en var við kosningarnar forðum daga, Björn Ingi er hættur, og Íslandshreyfingin hefur tekið yfir það sem heitir Frjálslyndir og óháðir.
Það er enginn fulltrúi Frjálslyndra í stjórnunarstöðu fyrir F- listan í Borgarstjórn í dag.
Hvað sem formanni Frjálslyndra finnst um það en hann telur ennþá að Ólafur F Magnússon sé í Frjálslyndaflokknum þó hann sé í Íslandshreyfingunni.
Það eru liðs menn Íslandshreyfingarinnar sem hafa troðið sér í þessar stöður og í raun framið valdarán í nafni F- listans.
Þetta finnst mér.
![]() |
Ekki síðan í Gúttó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það hefur heyrst að ákveðnir Borgarfulltrúar Sjálfstæðisfloksins í Reykjavík íhugi mjög alvarlega að að fara úr flokknum.
Og mun þetta gerast mjög fljótlega.
Mikil gremja er meðal flesta Borgarfulltrúa Sjálfstæðiflokksin um málefnasamning þann ,sem Vilhjálmur, Ólafur og Kjartan gerðu og engin sátt í hópnum nema á yfirborðinu.
Þar náði Ólafur 70 % af stefnumálum flokksins síns. En Vilhjálmur 30% af stefnumálum flokk síns
Það hafi síðan fyllt mælin að Vilhjálmur og Ólafur hafi ákveðið tveir að kaupa ónýtu húsin á Laugarvegi 4-6 án verðtilboðs bara búnir að samþykkja óútfyllta ávísun. Verðið skipti ekki máli.
Og ekki var haft samband við hina Borgarfulltrúana og ekki lagt fyrir Borgarstjórn. Enn eitt klúðrið hjá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni.
Þegar einhverjir af Borgarfulltrúunum Sjálfstæðisflokksins segja sig frá flokknum eins og allar líkur eru á, en ætla að starfa undir sinni eigin samvisku út kjörtímabilið sem óháðir eða "Sjálfstæðisgrænir"
Slíkt bara flýtir fyrir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hætti í pólitík og Ólafur líka.
Það eru miklar sviftingar framundan.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.1.2008 | 16:29
Blindur og heyrnarlaus leiðir Blindan og heyrnarlausan !
Mér dettur ekkert annað í hug annað en bæði Ólafur F.Magnússson og Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson séu báðir orðnir endanlega siðblindir og eyrnalausir, því þeir hvorki heyra né sjá það sem er að gerast.
Það er ótrúlegt hvað Ólafur F. Magnússon er siðblindur. Því hann svíkur kjósendur sína með þeim gjörningi sem hann gerir núna.
Yfir 80% aðspurða í könnun á visir.is í gær vilja ekki Ólaf F. Magnússon fyrir nætsta Borgarstjóra.
Það söfnuðust nær sexþúsund undirskriftir á tveimur dögum, sem mótmæltu þessu valdaráni, næstum því eins margir og kusu Ólaf F. Magnússson til starfa í Reykjavík í síðustu kosningum.
En Ólafi F Magnússyni er alveg sama um óánægða borgarbúa, hann er orðin Borgarstjóri.
Er þetta lýræði að selja sjálfan sig í hendur Sjálfstæðisflokksins til að verða Borgarstjóri.
Það er til svona lýðræði, sem notað var við þetta valdrán í Reykjavík og er ættað frá Sikiley.
Já Ólafur F. Magnússon þetta er valdarán. Þú hefur ekkert á bak við þig til að verða Borgarstjóri. Annað en samþykki Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, sem er nú ekki upp á maraga fiskana.
Honum er líka sama um það, að nær enginn samflokksmaður hans vill vinna með honum.
Og hann bíður sig ekki fram oftar. Það er alveg klárt.
Sama er að segja um Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson honum er alveg sama þó að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé komið í sögulegt lámark 29% fylgi.
Hann er algjörlega siðblindur og það er ekki hægt fyrir hann að fela óánægjuna innan Borgarstjórnarhóps Sjálfstæðismanna. Það sést langar leiðir.
En honum er alveg sama hann hættir og verður ekki í framboði oftar
![]() |
Fundur hafinn á ný í Ráðhúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 08:59
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson laug að Ólafi F. Magnússyni og Ólafur F. Magnússon laug að Margréti Sverrisdóttur !
Lygar og ósvífni er það sem einkennir Borgarfulltrúa Reykvíkinga í dag. Engum er treystandi.
Það er alveg ótrúlegt að sjá Borgarstjórnarhóp Sjálfstæðismanna, þau Hönnu Birnu, Gísla Marteinn, Júlíus Vífill, Jórunni Ósk og Þorbjörgu Helgu þau eru hnípin og segja ekki orð yfir þessum óvænta sigri.
Brosa ekki einu sinni, það segir ansi mikið finnst mér. Er eins og þau séu öll með skeifu.
Og þeim hefur verið bannað að tala um þessa Borgarstjórnarmyndun.
Trúlega vita þau ekkert um þetta. Enda passað upp á það vegna möguleika á SMS sendingum frá þeim, meðan á plottinu stóð.
Kjartan Magnússon var gjörningsmaðurinn ásamt Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, og það var Kjartan Magnússon sem hafði samband við Svandísi og bauð henni gull og græna skóga og Borgarstjórastólinn.
En Svandís hafði ekki áhuga að vinna með þessu undirförla Sjálfstæðisliði.
Þetta var á sama tíma og var verið að tala við Ólaf F. Magnússon og honum boðið það sama. Og honum var sagt að hann yrði að taka ákvörðun strax um samstarf þar sem viðræður við VG væru á lokastigi.
Á þessum tímapunti hringdi Ólafur F. Magnússson í Svandísi Svavarsdóttur til að athuga hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft samband við VG og fékk það staðfest hjá Svandísi Svavarsdóttur.
En trúði því ekki að Svandís Svavarsdóttir, hafði þá afþakkað samstarfið.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Kjartan Magnússon sögðu honum að það væri núna eða ekki.
Þeir samþykktu síðan málefnasamninginn og kröfur Ólafs F. Magnússonar og innsigluðu síðan samninginn.
Þetta er bara þannig að sexmenningarnir sem fóru á bak við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson forðum daga, fengu ekki að vera með fyrr en þetta var í höfn.
Meginstefna Sjálfstæðisflokksins í öllum málum er sveigð til og sumstaðar er henni fórnað til að stefnumál Frjálslyndaflokksins í Reykjavík nái fram að ganga.
Flokki sem ekki náði 10% fylgi í síðustu kosningum í Reykjavík.
Ætla Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að láta þetta ganga yfir sig og Reykvíkinga ?
Ég bara trúi þessu ekki hvar er nú allur heiðarleikinn sem þessum hópi hefur verið svo tamt að tala um.
Þetta finnst mér.
![]() |
Töldu Margréti með |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2008 | 09:29
Ólafur F. Magnússon hljóp á sig í byrjun á hlaupári !
Mér finnst að Ólafur F. Magnússon hafi endanlega lokið sínum kafla sem stjórnmálamaður og félagshyggjumaður sem hann ýar að hann sé í tíma og ótíma.
Hann sannar enn og aftur að hann er ekkert annað en valdasjúkur kapitalsinni og rótækur hægri sinni sem svífst engis til að koma félagshyggjunni frá.
Um hvað snúast þessar breytingar í Borgarstjórn núna? Jú Ólafur F. Magnússon verður Borgarstjóri.
Mér finnst að ef menn skoða það hvað Sjálfstæðismennmenn hafa kallað Björn Inga í gegnum tíðina eftir að hann sleit samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, hljóti þeir að kalla Ólaf F. Magnússon sömu nöfnum.
í málefnasamningi nýs meirihluta er ekki eitt einasta atriði sem fyrrverandi meirihluti var ekki að vinna að.
Enginn ágreiningur var milli félagshyggjuflokkanna og hægri flokksins "F-listans" og unnið markvisst að því að uppfylla og móta framtíðarsýn og málefnalista,þar sem öll áherslu - og stefnumál flokkanna væru í fyrirrúmi.
Það er nú bara ótrúlegt að F - listin sem fékk tæp 10 % af greiddum atkvæðum í Reykjavík í síðustu Borgarstjórnarkostningum, skuli hafa verið að krefjast allt að 50 % vægi,gagnvart félagshyggjuflokkunum.
Þetta finnst Sjálfstæðisflokknum lýðræði og er tilbúinn að breyta % hlutföllum í valdapíramíta Borgarstjórnar.
Þetta er ekki í lagi Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Ólafur F. Magnússon eru bara siðlausir og óábyrgir stjórnmálaskúrkar, sem sjá ekkert annað en gott tilefni að rústa velferðarkerfinu með þesum gjörningi.
Ég treysti ekki þessu fólki fyrir OR og REI. Þessu fólki er ekki hægt að treysta.
Þetta finnst mér.
![]() |
Enginn aðdragandi og engin óánægja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 08:32
Ekki Birni Inga til framdráttar að Halldór Ásgrímsson bulli eitthvað !
Halldór Ásgrímsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og sá sem ber í raun ábyrgð á stöðunni innan Framsóknarflokksins og utan, ef hann veit þá sjálfur hvað ábyrgð er.
Er sá aðili sem er í raun einn mesti hnífakastari sem uppi hefur verið í Framsóknarflokknum, ef svo er hægt að orði komast.
Hann hefur forðast alla fréttamenn og hefur ekki skýrt eitt eða neitt frá því hann hljóp frá flokknum á sínum tíma. Hann heldur bara að menn gleymi framkomu hans innan Framsóknarflokksins við aðra Framsóknarmenn þvílikur "bömmer".
Það er sko ekki Birni Inga til framdráttar að maðurinn sem leiddi Framsóknarflokkinn í þá stöðu sem hann er í dag, gefi einhverja ómerkilegilega yfirlýsingu í þessu máli.
Björn Ingi er miklu sterkari en Halldór Ásgrímsson og ég held að Björn Ingi þurfi ekki á að halda einhverja loðni og ómerkilegri yfirlýsingu frá yfirsvikara Framsóknarflokksins.
Ég held að þessi mikli hnífakastari sé bara í sama hópi og yfirgjammarinn.
Þetta finnst mér.
![]() |
Ómakleg framganga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2008 | 14:15
Óformlegar þreifingar hafnar milli BINGA og annara stjórnmálaafla !
Björn Ingi Hrafnsson er búinn að opna allar dyr aftur í mögulegum breytingum á stjórnmálaferli sínum.
Hann ætlar að fara úr Framsóknarflokknum og þar með moka endanlega yfir drullupittinn sem framsóknarflokkurinn í Reykjavík er orðinn.
En hvert getur hann farið núna, Sjálfstæðisflokkurinn er ekki til viðræðna. En hinir flokkarnir nema VG eru komnir í startholurnar. Og nú eru sko SMS í gangi.
Ég spái því að það verði annaðhvort Samfylkingin eða Frjálslyndir sem BINGI fer í samstarf við undir þeirra merki.
En ef Samfylkingin tekur þennan uppgjafa framsóknarmann upp á sína arma, er hennar tími liðinn svo þetta lítur ekki vel út fyrir BINGA þar.
Það er helst Frjálslyndir og óháðir sem BINGI gæti komist að samkomulagi við, en ég held að hann eigi eftir að ganga í Íslandshreyfinguna fyrir næstu kostningar.
Þetta finnst mér.
![]() |
Björn Ingi úr Framsóknarflokki? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
-
annaeinars
-
arikuld
-
arndishauks
-
utvarpsaga
-
reykur
-
kaster
-
birgitta
-
gattin
-
brylli
-
dansige
-
danth
-
egvania
-
finni
-
gelin
-
gudbjorng
-
straumar
-
hallkri
-
heidistrand
-
hlf
-
heimssyn
-
snjolfur
-
don
-
fridust
-
jakobjonsson
-
jenje
-
jon-o-vilhjalmsson
-
prakkarinn
-
juliusbearsson
-
larahanna
-
veffari
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
svarthamar
-
skari60
-
fullvalda
-
nimbus
-
sigurjonth
-
tara
-
vga
-
thj41
-
heilsa
-
kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar