Frjálslyndiflokkurinn niðurlægður af stofnendum hans !

Ég skil ekki alveg þau rök formans Frjálslyndaflokksins, um að hann treysti Ólafi F. Magnússyni og Sjálfstæðisflokknum að koma málefnum Frjálslyndaflokksins í höfn, en þeir eru núna í ólýðræðislegu  og umdeildu bandalagi í Borgarstjórn Reykjavíkur.

Blekið er varla þornað á bréfsnepli sem kallaður er málefnasamningur, þegar yfirlýsingar á borgarafundi Sjálfstæðisflokksins, frá Gísla Marteini, Hönnu Birnu og fleiri forkólfum Sjálfstæðisflokksins  sem tjá sig á öndverðum skoðunum við hið nýundirritaða málefnaplagg.

Ekki hefur Ólafur F. Magnússon heldur mótmælt aðgerðum og aðför HB-Granda að sjómönnum og fiskverkafólki. Frekar en hans varamaður.

Þá er það ótrúlegt að þingmenn Frjálslyndaflokksins skuli ekki leggja fram breytingar á kosningalögum eða þeim lögum sem snúa að stjórnmálaflokkum.

Að þegar menn bjóða sig fram fyrir Stjórnmálaflokk sem hefur listabókstaf starfi viðkomandi eingöngu fyrir þann listabókstaf og flokk. Kjósi viðkomandi að skipta um flokk og listabókstaf, þá afsalar viðkomandi aðili af sér öllum ábyrgðarstörfum setu í ráðum og nefndum fyrir viðkomandi flokk. Og næsti kjörni maður listans taki við.

Það er óhuggulegt að sjá að einn af stofnendum Frjálslyndaflokksins, Margrét Sverrisdóttir sem varð undir í valdabaráttu í Frjálslyndaflokknum skuli gera allt sem í hennar valdi stendur til að skrumskæla lýðræðið. Margrét Sverrisdóttir og líka Guðrún Ásmundsdóttir gengu úr Frjálslyndaflokknum  með látum og afsöluðu sér það að vera fulltrúar Frjálslyndaflokksins.

Margrét Sverrisdóttir stofnaði nýjan stjórnmálaflokk Íslandshreyfinguna með listabókstafinn I, sem hún er varaformaður fyrir. Og Guðrún Ásmundsdóttir  og Ólafur F. Magnússon gengu líka í þann flokk.

Hvenig geta þau verið fulltrúar fyrir Frjálslynda og óháða þegar þau eru öll yfirlýst í stjórnmálum fyrir Íslandshreyfinguna.

Hversvegna er þetta valdarán ekki kært til dómstóla að hálfu Frjálslyndaflokksins ?

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er sammála þér um þetta.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.1.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Jóhanna.

Þakka þér þitt innlegg.

Guðmundur Óli Scheving, 27.1.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 83917

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband