Færsluflokkur: Umræðan

Nú skal hefna stjórnendur ,OR og REI sem ættu að axla ábyrð, stofna fyrirtæki til að stela öllu af OR og REI !

Það er dapurlegt til þess að vita að stjórnendur OR og REI hafi ekki gert trúnaðarasamninga við lykilstarfsmenn og trúnaðarstarfsmenn þessara fyrirtækja. Vegna uppsagna fólks hjá þessum fyrirtækjum.

Það er ömurlegt til þes að vita að í deiglunni er að stofna fyrirtæki sem mun stela öllum hugmyndum frá OR og REI og starfsfólki með þá þekkingu sem þarf til að geta spilað á þau sóknarfæri sem fjárfestar sáu í OR og REI á sínum tíma.

Það  þarf að tryggja OR og REI fyrir miskaföllum  þeirra óprútnu aðila sem á bakvið tjöldin róa öllu sínu í var og ætla sér að ná pappírslega peningum í miljarða tölum frá almenningi eins og græna orkufyrirtækið hefur hótað.

Það er mjög skiljanlegt því FL- fjárfestar eru sjálfir í djúpum skít með sína fjárfesta og afkomu. Sjáið bara afkomu þessa fyrirtækis hjá kauphöllinni.

Rosaleg mistök hjá Svandísi Svavarsdótur að fá ekki dæmt fyrir dómi að stjórnendur sem höfðu rangt við i OR og REI verði látnir sæta ábyrgð.

Það er rosalega hvimleitt að  í öllum athvæðagreiðslum um borgarmálefni sem  nú er kosið er um er stjórnarandstaða borgarstjórnar steindauð og vill ekki vera með eða axla neina ábyrgð, stjórnarandstaða, sem kom þessu spillungaferli í gang. Eins gott að þessir aðilar fóru frá stjórnun Borgarinnar, já Sjálfstæðisflokkurinn " já fuss um svei" eins og seigir í texta.

Bullið i kringum þetta OR og REI  er bara skandall áratugsins sem Reykvíkingar og fleiri tapa miljörðum á. Vegna græðgi og spillingar í röðum manna sem Reykvíkingar treystu.

Þetta finnst mér.


Borgarráð Reykjavíkur lítilsvirðir bæði kvennfólk og karlmenn í erotískumdönsum sem margir hverjir eru hámentaðir í dansi !

Borgarráð Reykjavíkur saman stóð af konum í dag og þá var tekið fyrir máefni skemmtistaða í borginni sem bjóða upp á Súlu - og nektardans.

Sem er í öllum tilfellum skilgreindur sem listdans þegar slíkir dansarar koma til landsins. Á þeim forsentum fá þessir erotískudansarar leyfisbréf til að starfa hér tímabundið.

Mér finnst svona mál eigi ekki að vera einhver foræðishyggja örfárra kvenna í pólitík.

Nema að þær hafi eithvað að skammast sín fyrir á líkömum annara kvenna og sinna. Sem vert er að banna að sýna.

Þetta eru bara ótrúlegir fordómar í garð erótískradansara. Það hafa líka verið karldansarar að dansa á svo kölluðum konu kvöldum. Eru þeir líka bannaðir ?

Veit ekki hvort þetta er mannréttindabrot gagnvart þeim sem koma hingað til að dansa.

Mér finnst þetta bara rosalega skrítið að taka svona mál fyrir á þessum degi þegar konur sitja einar í Borgarráði.

Ekki það að ég sækji svona staði, sem ég geri ekki. Mér finnst bara þetta ekki rétt ákvörðun. Mér finnst þetta pólískvaldníðsla.

Þetta finnst mér.


Seltjarnarnes útnári fyrir auðmenn ?

Auðmenn hafa sótt í það að kaupa einkalóðir í bæjarfélaginu Seltjarnarnesbæ.

Á mörgum þessara lóða standa hin ágætustu hús og hafa set mark sitt á götumyndina árum og áratugum saman.

En núna eru komnir á staðinn auðmenn og kaupa allt sem á hönd festir í þessum málum.

Og nú skal rifa þessa kumbalda og byggja stærri og meiri hallir. Það eru engin takmörk sem hægt er að gera, þar sem peningar eru eins og sandur.

Vonandi hafa bæjaryfirvöld í Seltjarnarnesbæ nægilega yfirsýn til að koma í veg fyrir að auðmenn kaupi bara smátt og smátt upp bæinn.

Það stendur til að rífa 6-8 hús á næstunni og á sumum er byrjað að rífa og mér finnst einhvernvegin að götuímyndin hljóti að breytast við það.

Þetta finnst mér.


Hvað ætlar Svandís Svavarsdóttir að gera við aðalstjórnendur OR og REI ?

Á maður virkilega að trúa því að Svandís Svavarsdóttir sé búin að sætta sig við framkomu stjórnendana OR vegna samruna við REI og fl., við kjörna borgarfulltrúa og aðra eigendur OR.

Henni finnst allt í lagi að þessir stjórnendur séu áfram og þurfi ekki að standa neina ábyrgð af gjörðum sínum.

Hver ber ábyrgðina á þessum gíkatísku launum og hlunnendum stjórnenda OR ?

Já það er svona stutt í kapitallistan í henni Svandísi Svavarsdóttur og bara gott að skola þessum ófögnuði niður með Coke Cole ekki satt. Þá er þetta bara fullkomin sigur mammons.

Nei það eru mér rosaleg vonbrigði að Svandísi Svavarsdóttur skuli ekki hafa gert upp þessi mál við stjórnendur  OR.

Það voru þeir sem höfðu betur Svandís, það voru þeir.

Þetta finnst mér.


Mjög alvarlegt ástand hjá framhaldsskólunum að skólameistarar kunni ekki að telja.

Í fréttablaðinu í dag er skýrt frá því að framtal fimm framhaldskóla á nemendafjölda sé vitlaust og skólarnir séu búnir að hafa miljónir af ríkinu í námskostnað af nemendum sem ekki eru til.

Halló hvað er að gerast. Þarna eru nefndir fimm skólar.

Og því  fimm skólameistarar sem ekki kunna að telja.

Þetta hefur skéð áður og er ekkert vandamál sagði Baldur Gíslasson skólameistari Iðnskólans í Reykjavík (faðir Gísla Marteins Baldurssonar). 

Þessir skólameistarar eru ríkistarfsmenn og fyrir svona misgjörðir eiga þeir svo sannarlega að fá skriflega áminningu.

Og strax í kjölfarið á að kæra þá til ríkislögreglustjóra efnahagsbrotadeild.

Mér finnst þetta mjög alvarlegur glæpur að menn í áhrifastöðum skuli draga til sín fé með þessum hætti. Þetta heitir að svindla og er svo augljóslega gert með ásetningi.

Og hefur verið gert áður og því ekki að reyna aftur.

Þetta finnst mér.


Borgarmeirihlutinn ræður ekki við OR öflin !

Nýr borgarmeirihluti ræður ekkert við OR stjórnunarhópinn eða við þau öfl sem virðast hafa skotið rótum í þeirri stofnun og öðrum henni tengdri.

Það er alveg magnað að fólk sem tengist fyrverandi ákvarðanatökum í OR og REI skuli ver beint og óbeint að rannsaka sjálft sig.

Og þetta fólk braut af sér trúnaðarlega í starfi, en halda sínu og bara hlægja að almenningi og sér í lagi hinum nýja borgarmeirihluta.

Ég segi rekið alla þessa aðila sem komu að þeim ákvarðatökum sem  kosta skattborgarana miljónir króna vegna launa og hlunninda.

Og þetta á að sjálfsögú við borgarfulltrúana líka.

Það er líka til marks um sýndarveruleikan á undan förnum misserum hvernig, núverandi borgarmeirihluti hefur komið að þessum OR og REI málum.

Það er verið að vinna þessi mál núna, raunar eins og fyrrverandi Borgarmeirihluti lagði upp meða að gera. En þá var þetta allt ómögulegt.

Þetta er nú orðið því líkur skrípaleikur og bull og bara versnar ef eitthvað er.

Það alvarlegasta er að þessir stjórnendur, sem hafa skamtað sér laun og fríðindi og tekið ákvarðanir sem hafa rennt stoðum undir ólöglegar ákvarðanir sem skiptu sköpum fyrir þessi fyrirtæki.

Fái bara að taka þátt í rannsóknum á málefnum OR og REI og þá á sér líka.

Og nú er svo komið að Svandís Svavarsdóttir ætlar að fara að gefa eftir málshöfðunina og semja við þessa aðila, sem reyndu að fá málinu vísað frá.

Var þetta bara svona ógeðfelt pólitíkst sjónarspil hjá Vindstri Grænum, ég held það við höfum orið vitni að því að  í eitt skiptið enn að valdastólar skipta öllu fyrir suma.

Þetta finnst mér


Svandís leggur niður skottið í dómsmálinu !

Það er alveg makalaust að Svandís Svavarsdóttir, sem allt setti á annan endan þjóðfélaginu með gjörnngi sínum í málefnum Orkuveitunnar, um lögmæti fundar í orkuveitunni sem hún taldi ólöglegan. Skuli bara hætta við allt í kringum þetta mál.

Nú er hún tilbúin að  sættast við Orkuveituna um hvað spyr ég ?Hún segir sig ekki lengur þurfa á halda lögvarða hagsmuni af dómsúrskurði. Hvað fyrir sjálfa sig, hvað með okkur hin ?

Hverskonar kjaftæði er þetta eigum við ekki rétt á að vita hvort þessi umræddi fundur hafi verið löglegur eða ekki.

Er nóg fyrir Svandísi Svavarsdóttur að vera sest í oddvitasæti Borgarstjórnar en leiða ekki mál sín til lykta, sem hún upphóf með kvelli og ásakaði forvaera sína um undirförulsemi.

Svandís kláraðu dæmið annað er þér ekki sæmandi.

þetta finnst mér.


Veggjalúsin....Grein mín í 24 stundum 12.nóv 2007

 Hér birtist grein mín í heild sinni, sem birtist í 24 stundum 12.nóv 2007. En þar féllu niður heimildir.

Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir  Veggjalús (Cimex lectularius)  Sníkjudýraættin Cimicidae telur rúmlega 30 tegundir sem finnast um allan heim og lifa sem sníkjudýr og blóðsugur á spendýrum. Einna skæðust þeirra er veggjalúsin (Cimex Lectularius). Veggjalús er sníkjudýr sem lifir á blóði og tekur sér venjulega bólfestu í rúmum manna og nærist á blóði þeirra á nóttinni. Hún hefur hægt um sig á daginn en getur þó verið á ferðinni í dagsbirtu. Hún finnur hitann frá fólki sem leggst í rúmið sé felustaður hennar þar og getur því hæglega stungið fólk á daginn líka. Hún sést vel og fólk ætti að reyna að ná sýnishorni af henni og fá það staðfest hjá t.d. Náttúrufræðistofnun eða Náttúrufræðistofu Kópavogs að um veggjalús sé að ræða áður en kallað er á meindýraeyði. Verði menn fyrir skordýrabiti er best að koma fyrir skordýragildrum svo hægt sé að greina dýrið. Veggjalýs þurfa raka og hita til að geta lifað og dýr eða menn til að nærast á. Mjög gott ráð er að ná herbergishita niður í  10-11 gráður °C. Þá hægir á allri starfsemi veggjalúsarinnar. Talið er að lúsin hafi borist hingað til lands með norskum hvalföngurum á seinnihluta 18. aldar og breiðst síðan út um landið á næstu árum og áratugum. Hér á landi var henni útrýmt fyrir nokkrum áratugum en skýtur þó upp kollinum öðru hvoru. Ekki er ólíklegt að hún berist hingað með ferðamönnum og verði algengari  vegna aukningar á ferðamönnum til landsins en vart hefur orðið  greinilegrar aukningar á tilfellum undanfarin ár. Íslendingar sem ferðast til útlanda geta borið þessa gesti með sér til landsins en vegna hreinlætis og góðs húsakosts á Íslandi er ekki mikil hætta á að hún nái að dreifa sér að ráði á ný. Þegar veggjalús hefur greinst er alltaf um einangruð tilfelli að ræða. Veggjalúsin er 4-5 mm löng. Hún er glær, stundum brúnleit, og verður rauð eftir að hafa sogið blóð úr fórnarlambi. Hún er vængjalaus og flöt og búkurinn hárlaus. Veggjalúsin byrjar líf sitt sem egg sem breytist í lirfu sem verður að fullvöxnu dýri. Eggin eru hvít u.þ.b. 1 mm löng. Kvendýrið verpir 1-5 eggjum á dag en hún verpir u.þ.b. 200 eggjum á lífstíma sínum. Egg klekjast út á 6 -17 dögum við 21-28 stiga hita en eru lengur að klekjast út á svalari stöðum. Fórnarlömb veggjalúsarinnar eru dýr með heitt blóð. Veggjalúsin felur sig í áklæði stóla, á  bak við myndir, undir rúmum, í rúmdýnum og veggfóðri og undir dyra- og gluggapóstum. Hún getur verið án fæðu í allt að 12 mánuði. Ummerki eftir veggjalús eru auðséð en hún kann sér ekki hóf og sýgur blóð úr fórnarlambinu þar til hún er bara bókstaflega að springa. Þá drattast hún af stað og er þá alltaf blóðdropi eða blóðrák eftir hana í laki eða á dýnu. Ekki hefur tekist að sanna að hún beri sjúkdóma á milli fólks eða dýra. Nokkrar aðferðir eru til að losna við veggjalúsina og verða þær nefndar hér: Það er best að byrja á að setja nýjan ryksugupoka í öfluga ryksugu og ryksuga með fram öllum gólflistum, alla veggi, loft, ljós, gardínur, rúm, dýnur, húsgögn, bækur og föt. Þá er nauðsynlegt að taka gólflista frá og ryksuga listana sjálfa og undan þeim.  Þá er að er komið að því að úða eitri í rúm og rúmgrindur, með fram öllum veggjum, á loft og gluggakistur. Um 8 klst þurfa að líða áður en hægt er að sofa í herberginu. Þá þarf að ryksuga og eitra allt aftur og er þá trúlega búið að komast í veg fyrir veggjalúsina. Það getur stundum tekið nokkurn tíma að losna við veggjalús það fer auðvitað eftir aðstæðum og best er að láta fagmenn sjá um það. Ekki er óalgengt að eitra þurfi oftar en einu sinni í slæmum tilfellum. Áratugum saman hafa skordýravarnarefni verið notuð með góðum árangri  til að útrýma veggjalús. Til eru sérstök efni sem hafa eingöngu verið þróuð í baráttunni við veggjalýs og hafa efni sem menn nota  hér á landi í dag reynst vel. Þegar úðað er fyrir veggjalús þarf að úða veggi, gólf, loft, glugga, hurðir, húsgögn, rúmföt og undir rúm og rúmgafla þannig að í rýminu verði mettað ský varnarefnis.Það er nóg að þvo sængurföt og sængur sér í lagi ef í þeim eru fuglafiður. Það þarf að gegnbleyta dýnur, fjarlægja þær úr rúmum og úða rúmbotna. Rúmföt, gardínur og rúmteppi þarf að þvo eða hreinsa eftir að búið er að úða. Oftast nær þarf ekki að henda rúmum eða húsgögnum en það kemur fyrir að það þurfi að henda dýnum t.d. ef þær eru lokaðar og ekki hægt að úða inn í þær. Dýnur skal úða fínlega og viðra síðan á svölum eða úti í garði.  Úðunarefnin, sem duga á veggjalýs hafa meindýraeyðar einir yfir að ráða svo og kunnáttu til að til að nota þau.Úðunarefnið sem notað er eyðir ekki eggjum veggjalúsarinnar en grípur inn í ferlið þegar lúsin skríður af stað úr egginu. Því getur þetta ferli tekið nokkurn tíma en er mjög árangursríkt og drepur lúsina. Önnur aðferð sem hefur verið notuð hér á landi og sýnd m.a. nýlega í sjónvarpsþætti er hin svo kallaða sænska leið. Svíar leyfa ekki innflutning á skordýraeitri og hafa því verið að þróa aðra aðferð með kolsýru. Það er skýringin á því að rúmum, dýnum og húsgögnum er hent því ekki er hægt að frysta þessa hluti með tækinu sem notað er nema rétt yfirborðið. Svíar tala um að það sé um  60 – 70 % árangur með þessari aðferð. Þá er oft að sýkt búslóð er sett í frostgám eða klefa og höfð í frosti til að drepa dýrin og eggin. Þegar búslóðin er síðan tekin úr frostinu er hún úðuð með skordýraeitri til öryggis. Fólk sem fær sér rúm eða dýnur ætti að spyrja seljandann hvort þær séu notaðar en sum fyrirtæki hafa auglýst að fólk geti skilað rúmum eftir viku ef þeim líkar ekki rúmin. Þar gæti  því verið um smitleið milli heimila að ræða. Fólk sem þarf að fá meindýraeyði skal óska eftir að fá að sjá starfsskírteini gefið út af Umhverfisstofnun og athuga hvort meindýraeyðirinn hafi starfsleyfi frá viðkomandi sveitarfélagi. Það er nauðsynlegt að óska eftir nótu fyrir þjónustu meindýraeyða svo hægt sé að hafa samband við hann ef með þarf.Ef viðkomandi er félagi í Félagi Meindýraeyða  þá er fagmaður á ferð. 

Lesendum 24 stunda er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið hér að neðan:

gudmunduroli@simnet.is

  Heimildir:  Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og Varnir,  2004

                   

  

RUV búið að opna einkavæðingarleiðina fyrir auðmennina !

Já þeir láta ekki deigan síga þessir auðmenn á Íslandi, ég held að það hafi verið afar misráðið að gera samning við Björgólf Guðmundsson um styrkjaveitingar til Sjónvarpsins.

Ég held að yfirmaður RUV og varaformaður Sjálfstæðisflokksins ætti að skammast sín að búa ekki RUV þann rekstrargrundvöll sem þarf, en senda menn út á örkina til að betla aura fyrir Íslenska þátta gerð.

Þetta er svo mikill “bisnesmaður” hann Björgólfur, að hann getur ekki verið að gefa neitt.

Er þetta kanski svona samningur sem ekki þolir dagsljósið.

Hvers vegna þora ekki forráðamenn RUV að birta eigendum RUV/Sjónvarpsins,þ.e.a.s. fólkinu í landinu þennan samning.

Þetta þarf að koma upp á borðið.

Ég treysti ekki þessum samningamönnum RUV eins og þeir komu fram við Spaugstofumennina, það segir mér allt um hugsanagang stjórnenda.

Þetta finnst mér.


Borgarstjórinn fyrrverandi er bara í öðrum heimi, eða algjörlega siðblindur.

Það gleður mig mjög mikið að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skuli ætla að standa í vegi fyrir uppyggingu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Það gleður mig innilega að Vilhjálmur skuli ætla að auka enn frekar á óánægjuna innan Borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins.

Hann skammast sín ekkert fyrir að klúðra einu besta tækifæri Sjálfstæðisflokksins í langan tíma í stjórnun Borgarinnar.

Hann tuðar bara um að þetta sé öðrum að kenna og það séu aðrir sem séu ömulegir.

Ja hérna þetta er sko dásamlegt að svona maður skuli nú leiða Sjálfstæðisflokkinn betur inn í myrkur ótrúverðuleika og undirferlis.

 þannig að verður mjög erfitt fyrir þann eða þau sem þurfa að leiða flokkin út úr myrki sjálfsblekkingar lýgi til trúverðuleika á ný.

Þessi sami Vilhjálmur náði því í prófkjöri með því að sigra Gísla Martein í að leiða Sjálfstæðisflokkinn í síðustu Borgarstjórnarkosningum.

Sjálfstæðismenn treystu honum frekar en Gísla Marteini til að leiða flokkinn.

En það að verða Borgarstjóri steig honum Vilhjálmi svo til höfuðs að hann hélt að hann væri bara einvaldur og ósnetranlegur.

Gæti bara hagað sér að vild eins og aðrir Borgarstjórar sjálfstæðisflokksins, með yfirgang og einstefnu.

Þetta finnst mér.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

 

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 85292

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband