Færsluflokkur: Umræðan
3.12.2007 | 21:12
Hvenær var Íslandshreyfingin, I listinn kosinn í Borgarstjórn ? Fyrir hvað stendur F listinn ?
Það er alveg ótrúlegt hvað menn eru ósvífnir eins og þeir sem sitja fyrir Frjálslyndaflokkinn í Borgarstjórn, ég verð að segja bara alveg eins og er að ég botna ekki lengur í þessu pólitíska litrófi í Borgarstjórnarflokki Frjálslyndaflokksins.
Þetta fólk sagði sig úr Frjálslyndaflokknum og tilkynnti um að það léti af trúnaðarstörfum fyrir þann flokk og gengi yfir í annan stjórnmálaflokk Íslandshreyfinguna.
Hvers vegna kærir ekki stjórn Frjálslyndaflokksins þetta valdarán til dómstóla og fær úr því skorið hvort þetta fólk sem situr sem fastast þarna í nafni Frjálslyndraflokksins hafi kjörgengi fyrir hann.
Það væri hægt að fá flýtimeðferð í þessu máli held ég.
Þetta er bara siðblinda hjá Ólafi, Margréti og fl. fólki, að sitja undir merkjum Frjálslyndaflokksins og vera ekki í honum einu sinni.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2007 | 17:52
Hróflað við Þjóðsöngnum !
Ég er alveg gáttaður á þesum gjörningi að breyta tónverki þjóðsöngsins,þetta er bara ekki í lagi.
Svona gera menn ekki þegar tónskáld semur lag í ákveðnum tónstiga, í ákveðnum dúr, þá breyta menn ekki slíkum hlutum.
Vill ekki ríkstjórnin láta breyta einhverju verki Mosarts eða Wagners ég bara spyr ? Mér finnst þetta svona heilagt.
Breyta menn ekki næst textanum og taka Guð út ?
Hvað er að þessum mönnum eiginlega er mönnum ekkert heilagt eða hvað.
Ætlar kanski söngfuglinn í ríkistjórninni , sem var að syngja inn á plötu að syngja þessa nýju útgáfu af þjóðsöngnum inn á plötu ?
Þetta er bara algjör skandall.
Það finnst mér
Umræðan | Breytt 3.12.2007 kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2007 | 22:23
Hver sér um að fylgjast með hvert Símapeningarnir fara ?
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað mikið sé eftir af andvirði símans og í hvað er búið að setja peninganna. Það voru markaðar mjög skýrar línur hjá ríkistjórninni 2005 þegar síminn var seldur.Hvert peningarnir ættu að fara. Hluti af þeirri ríkistjórn situr enn.
Lög voru sett um hvernig og hve mikilum fjármunum yrði eytt í uppbyggingu á ýmsum þáttum þjóðlífsins. Það var mjög gagnrýnt af t.d. Samfylkingunni þá að ekki hafi verið gerð ítarleg áætlun og forgangsverkefnin væru ekki í réttri röð og fleiri studdu þennan málatilbúnað.
Nú situr Samfylkingin í ríkistjórn. Og nú er verið að forgangsraða hlutunum upp á nýtt og fresta þessu og fresta hinu. Og trúlega þarf að breyta lögum um þessi mál fram og til baka enn og aftur.
Ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru vöruð við þessari þenslu sem yrði við það að þessir peningar færu í opinberar framkvæmdir við t.d. Sundabraut og Háskólasjúkrahúsið.
Þá skellti núverandi Seðlabankastjóri og þá forsætisráðherra skollaeyrum við þeim viðvörunum sem fram komu um allt þjóðfélagið. Og er alveg furðulostinn yfir þessari þenslu, já sem hann stuðlaði að m.a.
Það má því þakka honum og þessari ríkistjórn að hluta, að öllum stóru málunum verður frestað og frestað þar til að enginn man lengur eftir þessum síma aurum. Og þesir aurar hverfa bara í annað en þeim var ætlað.Ég er vissu um það.
Það er engin sem fylgist meða þessu held ég.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2007 | 22:25
Mjög gott að Borgarstjórnarfulltrúar þurfi að sýna vottorð um heilbrigði !
Þannig að ég óska Ólafi F. Magnússyni til hamingju að vera eini fulltrúi okkar Reykvíkinga sem getur sannað að hann sé heilbrigður. Frjálslyndiflokkurinn á allt sitt undir þessum heilbrigða manni.
Það væri kannski ekki úr vegi að hinir Borgarfulltrúarnir færu í svona heilbrigðisskoðun.
Það má með sanni segja að Ólafur F. Magnússon komi inn núna á hárréttum tíma í það umhverfi sem Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson, hafði af honum með óheilendum og refskák Vilhjálms eftir síðustu kosningar.
Vonandi að Ólafur F Magnússon standi fyrir sínu umboði F -lista og óháðra, en óháðir eru ekki lengur til, þeir eru allir gengnir i Íslandshreyfinguna.
Þannig að eftir mánudaginn n.k.hlýtur valdaránshópur Íslandshreyfingarinnar í Borgarstjórn að hverfa til sinna heima.
Það finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2007 | 21:43
Nú skal biðla til Frjálslyndraflokksins í Borgarstjórn, Sjálfstæðismenn hafa gjörbreytt stefnu sinni í Umhverfismálum !
Nú þegar heyrst hefur að Ólafur F. Magnússon sé á leið til baka í Borgarstjórn eftir veikindi ,er komin titringur og skjálfti í Sjálfstæðismenn og Íslandshreifinguna.
Ólafur F. Magnusson var Sjálfstæðismaður og sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum á sínum tíma vegna ágreinings um Umhverfisstefnu. Hann hefur hinsvegar aldrei gengið í Íslandshreyfinguna.
Hann gekk til liðs við Frjálslyndaflokkinn og situr undir merkjum hans og óháðra.
Nú hefur aftur á móti orðið mikil breyting á stefnu Borgarstjórnarlokks Sjálfstæðisflokksins og bara alveg á þeim nótum sem Ólafur F. Magnussons er fulltrúi fyrir. Heyrst hefur að næsti skandall Sjálfstæðismanna´í verði að reyna ná sáttum við Ólaf F. og fá hann í samstarf við sig.
Hvað eru menn barnalegir að hugsa svona ?
Eftir framkomu Sjálfsæðisflokksins í garð Ólafs F hér áður fyrr.
Þá er það alveg undarlegt að Margrét Sverrisdóttir varaformaður Íslandshreyfinarinnar,skuli sitja í Borgarstjórn fyrir Frjálslindaflokkinn og óháða.
Heyrst hefur að Ólafur F muni óska eftir að F lista menn taki sæti fyrir þessa sem sögðu sig úr Frjálslyndaflokknum og gengu í annan stjórnmálaflokk Íslandshreyfinguna. en sitja samt sem fastast í nefndum og ráðum fyrir F lsitan.
Þetta er bara siðleysi á hæsta stigi hjá I listafólkinu.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2007 | 20:49
Ekkert kauphækkana kjaftæði ?
Það liggur við að maður heyri hjárómatónin í atvinnurekendum vegna fyrirhugarða samninga við verkafólk á næstunni. Það vantar bara að þeir segi sættið ykkur bara við það sem útlendingunum er boðið.
Nú er eins og alltaf ekkert rými fyrir kauphækkanir að mati atvinnulífsins þó aldrei hafi verið önnur eins velmegun á Íslandi.
Ég segi við verkalýðshreyfinguna ,standið fast á rétti verkafólks, öryrkja og þeirra sem mega sín minnst.
Lámarkslaun ættu að fara strax í 150.000 kr og síðan hækkanir jafnt og þétt þar til þær ná 180.000 kr í lok samningstímabils.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.11.2007 | 22:05
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í heild sinni hefur stolið af þjóðinni með spillingu áratugum saman !
Spillingin í Sjálfstæðisflokknum kemur upp á yfirborðið ,alltaf annað kastið sér í lagi þegar lélegir stjórnendur eru við völd í flokknum. Eins og núna. Því Sjálfstæðisflokknum er stjórnað úr Seðlabankanum. En ekki úr stjórnarráðinu.
Það eru búnir að vera í gengnum tíðina margar fylkingar og klofningar í Sjálfstæðisflokknum, Það er hægt að byrja á spillingu í kringum Bjarna Benidiktsson,Geir Hallgrímsson,Gunnar Toroddsen, Albert Guðmundsson, Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson, Gísla Marteinn Baldursson,Júlíus Vífill Ingvarsson, svo eitthvað sé nefnt.
Þessir menn hafa sett svip sinn á allt þjóðlífið á sínum tíma og í nútíma og margt er ennþá verið að bíta úr nálinni með, sem þeir komu á.
Ég sleppi konunum í Sjálfstæðisflokknum því þær eru ekki femínistar, þær fylgja bara kallaveldinu eru bara samdauna þessari spillingu sem viðgengst og hefur viðgengist í gegnum tíðina.
Framsóknarflokkurinn er í niðurbroti eftir að fyrrverandi formanni tókst endanlega að eyðileggja flokkinn og flúði síðan land því ekki tókst honum að koma nóg og miklum valdaskúrkum í framlínu flokksins,hann hljóp í burtu frá öllu svínaríinu og lætur aðra um að þrifa og laga eftir sig.
Menn hljóta að muna hverskonar gjörningur varð uppi þegar Jón Sigurðsson komst til valda fyrir stutu síðan, með ásetningi ákveðins formans Framsóknarflokksins. Honum var bara afneitað hann komst ekki á þing. Það hefði betur skeð þegar annar formaður flutti sig til Reykjavíkur af Suðausturlandi. Hann sá sami var dreginn inn af öðrum manni þar.
Það hafa verið litríkir og magnaðir stjórnendur sem hafa komið frá Framsóknarflokknum eins og Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson. Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannson. það er samt mjög margt frá þeirra stjórnartíð sem þörf er á að breyta.
Ég ætla ekki langt aftur í tíma til að rifja upp.
Stoppum við myntbreytinguna þar var öllum sparnaði fólks og líferyrssjóðum stolið í talnaleik Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Þá var ekki gengið til samninga við verkafólk heldur sett lög og lög ofan.
Gengið fellt og fellt. En ekkert breyttist í hagkerfinu.
Þá voru allar vístölur fundnar og búnar til og við erum ennþá að bíta í skottið á okkur með lélegt hagkerfi. Víxlverkanda kerfi. Öll lán voru vísitölutryggð og eru ennþá.
Einkavæðingin og frjálshyggjan. Hvert er það að leiða okkur.
Bankarnir voru gefnir vildarvinum og vísitölutryggingarnar sem áttu að hjálpa ríkiskerfinu fylgu með og á því eru þessi bankar trygðir í dag þeir eru ekki í neinni áhættu.
Það sjónarspil með sölu Ríkisbankanna var allt fyrir luktum dyrum og í leynimakki stjórnmálamanna.
Sama með önnur fyrir tæki eins og Síman bara ógeðslegt sjónarspil með sölu þessa fyrirtækis til vildarvina.
Það var stoppað af ævintýrið sem átti að endurtaka með OR og REI. Guð sé lof.
En þá kemur bara eitthvað nýtt eins og á Keflavíkurflugvelli að vísu er aðeins og snemmt að draga einhverjar ályktanir núna , ríkisendurskoðun á að fara í málin.
Þessir flokkar kunna svo sannarlega að stjórna saman.
Ég veit að stiklað er á stóru.
En þetta finnst.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2007 | 21:00
Illa lesin þingmaður um öryggismál sjómanna !
Ragnheiður Ríkarðsdóttir er með fyrirspurn til Samgönguráðherra vegna þess að komið er að því að Evrópusambandið er að samþykkja lög um neyðarsenda í skipum og bátum.
Og vill ekki að við samþykkjum hana. Mikið er þessi kona græn í gegn. Auðvitað verðum við að samþykkja þessi lög svo við getum beitt okkur gegn þeim sem hingað koma með skráningu í ríkjum Evrópusambandsins og eru ekki með hlutina í lagi.
Þessi lög ná miklu skemur en Íslensk lög og það er ekki verið að afnema Íslensk lög með samþykki á þessum lögum Evrópusambandsins. Við siglum líka til Evrópuríkja og því nauðsynlegt að samþykkja þessi lög.
Það hafa verið neyðarsendar í öllum Íslenskum skipum undanfarin 30 -40 ár. Og mikil þróun hefur átt sér stað á þessum tíma. Þá má fræða þingmannin um að neyðarstaðsetningartæki er í hverju skipi í dag og sjálfvirk tilkynningarskylda í ákveðnu ferli, sem setur í gang annað ferli hætti skip að senda frá sér merki.
Bara kynna sér málin áður en farið er af stað.
Það finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ákaflega á sumt fólk bátt að hafa ekki fylgst með opnum augum og eyrum á umræðuna í kringum OR og REI undanfarna mánuði.
Það er alveg rétt hjá þeim sem tala um það að Júlíus Vífill hafi snúið við sínum málatilbúnaði og hugmyndafræði, ekki bara hann heldur öll hin Gísli Marteinn, Hanna Birna, Vilhjálmur,Þorbjörg, Kjartan og fl. og fl.
En mér finnst það bara gott að fólk getur skipt um skoðun, bara leiðinlegt og pínlegt að vilja ekki viðurkenna það.
Það lætur nærri svona í fyrstu útreikningum um áætlaðan skaða sem þetta fólk er búið að valda Reykjavíkurborg og OR og REI að skandallinn kosti litla 60 miljarða króna.
En trúlega er það of lág tala. Ekkert verður af fyrirhuguðum fjárfestingum í Filipiseyjum og allar aðrar fjárfestingar eru í uppnámi, eins og í Kína ,Afríku, USA og Evrópu.
Meira segja Júlíus Vífill reyndi að eyðileggja vinnu fyrir stýrihópnum, með að ætla að fara í eigin rannsóknir og skammta upplýsingar til stýrihópsins vegna málefna OR en hann er þar í stjórn.
Ég held bara að þetta fólk í Borgarstjórnarflokki Sjálfstæðimanna sé bara vanhæft að öllu leiti að fjalla um borgarmálefni,stjórna borginni og leysa yfirleitt málin.Þau geta ekki einu sinni leyst málin sín á milli slík er spillingin og framapotið að hver treður á öðrum.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2007 | 17:04
Virðist hún aldrei ætla að taka endi spilligin innan Sjálfstæðisflokksins ! Hinir flokkarnir herma svo eftir !
Eftir framkomu þeirra og svika- og lygamillu í OR og REI.
Eyðileggingu á markaðverði OR og REI. Og refsiverðu framferði við fundagerðir og boðanir funda,kauphækkanir starfsmanna í æðstu stöðum,hlutafjárgjafir til nokkra vildarvina og fl. fl.,
Það verður að vísu aldrei sannað, þar sem Svandís Svavarsdóttir þorði ekki að fá sannleikan um þessi mál fram í dagsljósið.
Gæti verið að forveri hennar í borgarstjórn, núna þingmaður hafi verið samþykkur gjörðum sjálfstæðismanna eins og ráðherrans, sem var stjórnarformaður OR.
En það er alveg ljóst að þessi gjörningur sem orðin er þarna í OR og REI er löngu farin af stað. Það r búið að undirbúa þetta í langan tíma.
Og það var ásetningur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að hygla nokkrum velvöldum aðilum með opiberu fé. Það var stoppað núna.
Gæti það verið skýringin á því að Svandís Svavarsdóttir hætti við að fá sannleikan dæmdan upp á borðið, að sannleikurinn hefði ekki þolað dagsbirtuna.
Kannski að einhverir af vildarvinunum í OR og REI hafi verið flokksfélagar Svandísar Svavarsdóttir.
Kannski er annað svipað vildarvinamál að dúkka upp núna á Keflavíkurflugvelli.
Þurfa sjálfstæðismenn að vera eitthvað hissa að traustið við þá sé að vína. Ég held ekki.
Þetta finnst mér
Umræðan | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
-
annaeinars
-
arikuld
-
arndishauks
-
utvarpsaga
-
reykur
-
kaster
-
birgitta
-
gattin
-
brylli
-
dansige
-
danth
-
egvania
-
finni
-
gelin
-
gudbjorng
-
straumar
-
hallkri
-
heidistrand
-
hlf
-
heimssyn
-
snjolfur
-
don
-
fridust
-
jakobjonsson
-
jenje
-
jon-o-vilhjalmsson
-
prakkarinn
-
juliusbearsson
-
larahanna
-
veffari
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
svarthamar
-
skari60
-
fullvalda
-
nimbus
-
sigurjonth
-
tara
-
vga
-
thj41
-
heilsa
-
kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar