Færsluflokkur: Umræðan
15.12.2007 | 18:20
Eru launahækkanir æðstu embættismanna sjálfsagðar ?
Þeir skammta sér bara sjálfir launin, stundum í gegnum kjararáð, en annars eru einhverjar reglur sem eru bara hefðbundnar, búnar að vinna sér hefð í Íslensku þjóðlífi og notaðar þegar við á.
Þrisvar sinnum á þessu ári hafa laun æðstu embættismanna hækkað.
Mér finnst rosalega lélegt hjá ríkistjórninni að vera hækka laun sín og þeirra sem eru komin með föst laun yfir 500 þusund og hærra á þessum tímamótum.
Laun æðstu embættismanna hækkuðu um 2,6% í sumar en í byrjun ársins 2007 vorulaun hjá þessum hóp hækkuð um 2,9 %. Núna eru menn að hækka frá @ 16.000 kr -35.000 kr.á mánuði. Þessir menn og konur eru að hækka um þrjá launaflokka.
Laun kjarasamninga Starfsgreinasambandsins voru hækkaðar í janúar 2007 í 2,9% og hafa ekkert verið hækkaðar síðan.
Það er alveg makalaust og mikil ósvífni hjá kjararáði gagnvart Verklýðshreyfingunni að ráðið skuli koma með þessar hækkanir, áður en almennar kjaraviðræðum er lokið.
Þetta er gert svo augljóslega til að ná líka til viðbótar þeim % sem verkalýðshreyfingin kemur til með að ná í væntanlegum samningum.
Svo eru þúsundir Íslendinga sem ekki geta haldið mannsæmandi laun, eiga ekki fyrir einu eða neinu. Hvar eru eiginlega þeirra launahækkanir ?
Það er svo mikil skítalykt af þessum launahækkunum að maður gæti haldið svona í fljótu bragði, að það væri gúanóverksmiðja á austurvelli en ekki Alþingi Íslendinga.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 23:33
Einu sinni áttum við óskabarn, en það var gleypt af svo kölluðum Kolkrabba !
En síðan var kolkrabbinn gleyptur af svo kölluðum Samson, eða Björgólfsfeðgum, fyrirlitnig, andsteymi, óvild fylgdi feðgunum úr landi á sínum tíma. Mannorð Björgólfs var látið róa fyrir ákveðna kjörsveina Sjálfstæðisflokksins, þó svo að Björgólfur hafi staðið sig mjög vel í sínu starfi í Hafskipum.
í dag reynir enn á ógvildina nú er mótbyrinn eins og áður frá Sjálfstæðisflokknum, en í gegnum Seðlabankann.
Hversvegna í óskupunum er ekki Seðlabankastjóri Sjálfstæðisflokksins sendur í ævilangt frí.
Hversvegna er ekki tekin sú stefna að aðeins þeir hæfustu séu ráðnir í oddastöður í þjóðfélaginu.
Hvers vegna þarf Sjálfstæðisflokkurinn og allir landsmenn að líða fyrir þráhyggju gamalla stjórnmálakalla.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt 15.12.2007 kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 23:28
Enn og aftur eru Vinstri Grænir út í horni og einir á báti !
Það er ekkert skrítið að Ingibjörg Sólrún hefi ekki getað unnið með Vinstri Grænum, þeir geta ekki unnið saman með öðrum, þeir geta ekki tekið tillit til annara, þeir geta ekki virt önnur sjónarmið.
Ný þingsköp og grundvallarbreytingar á ræðutíma, þingsköpum.
Ætli sé líka óskað eftir viðveru þingmanna í þinginu, það er stundum tómur þingsalurinn en menn samt að tala í ponntu ?
Hinsvegar er þetta þannig mál að það hefði mátt bíða fram yfir jól finnst mér.
Það er bara verst að Vinstri grænir geta ekki samrætt skoðanir sínar að meirihluta alþingis, fyrr en allt er komið í leiðindi og læti. Þá átti að semja en þá var hurðinni skellt í lás.
Það er líka alveg makalaust að Samfylkingin skuli leiða Sjálfstæðisflokkinn í gegnum þetta þingskaparmál með svona krafti og ólund sem lagt hefur verið í þetta.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum lagt til breytingar á lögum eða ný lög og knúið þau fram á síðustu dögum þings fyrir hlé.
Þannig skeði einmitt með frumvarp sem lagt var fyrir forsetan og hann hafnaði, það var keyrt í gegn um þingið af Sjálfstæðisflokknum. Og honum til lítillar virðingar.
Og nú dansar Ingibjörg með og feykir pilsinu í jólasteppi. Sjálfstæðisflokksins
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 22:35
Er ríkistjórnin í rauninni jólakötturinn ?
Það eru þúsundir manna sem þurfa á mataraðstoð, peningaaðstoð, fataaðstoð fyrir þessi jól, hjálpastofnanair hafa barist um að fá fyrirtækin til að styrkja sig, en það er samt takmarkað sem fyrirtæki og einstaklingar geta gert einir sér.
Einn er sá einstaklingur sem gefur tugi miljónir til bágstadda nú um jólin, þetta er sá sami og gefur hundruð miljónir tli barnaspítala.
Hefur hann einn auðmanna, mannlegan skilning á málefnum líðandi stundar ?
Hvar eru þessir sem eru að þéna 2.000.000 - 50.000.0000 á mánuði hafa þér bara annað við peningana að gera en að hjálpa þeim sem minna mega sín ?
Aldraðir og öryrkjar fá ekki fyrirgreiðslu ríkistjórnarinnar fyrr en eftir áramót.
Geta sum ekki haldið jól á hefðbundinn hátt.
Hversvegna þrefaldar ekki ríkistjórnin þessa upphæð sem komin er í söfnunarbauka og leysir þessi mál sem vantar upp á fyrir fólkið fyrir jólin.
Hversvegna er ekki hoggið á hnútinn vegna skulda heimilanna?
Hversvegna er ekki ráðist í að borga þeim verkamönnum sem ekki hafa fengið útborgað svo mánuðum skiptir? Hvar er verkalýðshreifingin ?
Hvar eru opinberarar eftirlitsstofnanir ?
Þessi fyrirtæki eru öll undirverktakar hjá stærri verktökum.
Hver er eiginlega ábyrgð yfirverktaka ?
Hversvegna bregðast ekki yfirvöld við þessum vandamálum sem augljóslega koma upp á yfirborðið núna?
Það styttist í að þetta fólk á alþingi hverfi til sinna heima. Og þá verður engum hjálpað frá þeim bæ. Þetta er bara rosalegt. Ríkasta þjóð hvað....
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2007 | 21:57
Rokkarnir eru þagnaðir...þei...þei...Svandís !!
Allt sem var lagt upp með í sjónarspili Svandísar Svavarsdóttur í málefnum OR og REI hefur verið sópað undir teppið.
Engar niðurstöður í málinu aðrar en að fjárfestar voru reknir með harðri hendi í burtu.
Enginn af gjörningsmönnum í svikamyllu OR og REI var refsað allir halda sínu.
Hrossakaup Svandísar Svavarsdóttur innan Borgarstjórnar eru dýr. Hún hreif fólk með sér á skörungslegan hátt þegar hún stoppaði af sukkiða í kringum OR og REI. En svo bara gafst hún upp eða einhverri dúsu stungið að henni ?
Eða bara að ekkert var að marka hana í þessum upphlaupi hennar.
Þetta er kanski ættgengt.
Sjálfur var ég mikill aðdáandi föður hennar og hans hugsjóna og studdi hann í gegnum tíðina, en hann var þá allan tíman falinn bak við kapitalsgrímuna og flúði land fyrst sem sendiráðunautur og síðar sem sendiherra og hefur sennilega drukkið allan tíman Coke Cole. Hann var heldur ekki trúr sínum skoðunum.
Að skilja eftir svona mikið ósvarað gat í málefnum OR og REI verður henni Svandísi ekki til framdráttar, allavega ekki í næstu kosninum.
Ég er vissum það.
Hún er búin að sína aðeins á bak við grímuna. Og ekki lofar það góðu með framhaldið hjá henni.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2007 | 21:32
Hættulegasti maður í ráðherrastól hingað til ?
Mér finnst alveg rosalegt hvernig nú á að loka á hina ýmsu þætti heilbrigðisþjónustu á Reykjavíkursvæðinu.
Skera upp herör á þá sem voru að fá nokkrar bætur frá ríkistjórninni eins og aldraðir, öryrkjar og fl.
Það stendur til að ná þessum aurum af þessu fólki með að fá einkageiran í lið með heilbrigðisráðuneytinu. Með uppsprengt verð á slíkri þjónustu í Reykjavík.
Eða með öðrum orðum hleypa einkavæðingunni að í heilbrigðismálum Reykvíkinga.
Það hækkar þá öll sú þjónusta. Nei nú verður bara að stoppa svona hugsanir í eitt skipyi fyrir öll.
Sá ráðherra sem er með öll spilin á hendi í heilbrigðismálum í dag, var sá stjórnmálamaður sem opnaði bakdyrnar á OR og REI forðum daga þegar hann starfaði á öðrum vettfangi.
Ég vona bara að þingmenn Reykjavíkur og nágrenis komi í veg fyrir að Ráðherra Helbrigiðsmála fái að leika lausum hala í heilbrigðismálum Reykjavíkur.
Þetta er eini ráðherran sem ég treysti ekki, mér finnst hann ekki heill, man bara líka eftir framkomu hans í prófkjörsslagnum forðum daga, ekki mjög drengilegt þar....
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.12.2007 | 21:49
Er Umhverfisráðherran í sínu eigin umboði ? Eða hvað ?
Það er dálítið hjákátlegt að verkstjórinn og yfirmaður Umhverfisráðherra, Geir H Haarde vill fara aðrara leiðir með öðrum áherslum en Umhverfisráðherran í umhverfismálum þjóðarinnar og vill fara að hugsa til þess að undirbúa beiðni um frekari undanþágur í mengun. Vegna fleiri virkjannaframkvæmda og Álvera í framtíðinni.
En fær ekki rönd við reist í baráttu sínni við þessa konu sem er Umhverfisráðherra. En hvern tíma hefði maður sagt hún er algjört skass og frekjudolla. En svona segir maður ekki um ráðherra.
Er það ?
Það er bara vel að einhver ætlar að standa á móti þessum yfirgangi Sjálfstæðisflokksins og Landsvirkjunar.
En hver er sameiginleg stefna ríkistjórnarflokkanna i mengunarmálum andrúmsloftsins ?
Það er líka mjög mkilvægt að vatnakerfismál þjórsár kemur til kasta Alþingis.
Við erum ein ríkasta þjóð í heimi og erum að menga lífríkið á jörðinni eins og stórþjóðir gera, og erum með hugmyndir um að gera það ennþá frekar. Og erum að hugleiða að sækja um frekari undanþágur til þess. Og helst ekki að borga neitt fyrir þessa eyðileggingu.
Við eigum að skammast okkar hvernig við förum með auðlindir okkar, við erum búin með fiskinn í sjónum, eftir 100 -150 ár vera öll álverin og virkjanir okkar ónýtar. Bara ömurlegar minjar um þessa hluti , eins og við sjáum t.d í Djúpuvík í dag.
Umhverfisráðherran er kanski að hugsa eitthvað til framtíðar vona ég með þessar afstöðu sinni.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2007 | 22:28
Er það bara allt í lagi að vera annar en maður er ?
Ég er alveg undrandi á fólki sem hefur verið að tjá sig um gjörning þann er ungur maður gerði á Akranesi.
En hann hringdi til Bandaríkjanna í Hvítahúsið í eitthvað númer sem hann hefur trúlega hakað sig inn á sem er ólöglegt eða fengið þetta númer frá tölvuþrjótum. Því nú man hann ekki hvar hann fékk þetta númer.
Sumu fólki finnst þetta bara allt í lagi,misnotkun á nafni Forseta Íslands.
Það er líka ólöglegt að villa á sér heimildir eins og þessi maður gerði.
Mér finnst þetta háalvarlegt mál að nafn Forseta Íslands sé misnotað.
Auðvitað á að ákæra þennan unga mann fyrir misnotkun og fölsun.
Hvað gerir hann næst ?
Það ætti að vera metnaður símafyrirtækisins sem hann er tengdur við að taka af honum númerið og slíta allri þjónustu við svona svindlara.
Önnur símafyrirtæki ættu að hafa metnað í að veita ekki þessum manni neina þjónustu honum er ekki treystandi hann er búin að sanna það.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 21:56
Ertu skarpari en þingmaður ?
Það er stundum alveg makalaust hvaða spurningar ráðherrar verða svara þingmönnum.
Það er líka alveg makalaust hvað menn hafa fram að færa til þingmála, fyrirspurna og frumvarpagerðar. Sumt alveg út úr korti miðað við tíðarandan.
Allt kostar þetta miljónir króna þegar upp er staðið, því haldnir eru fundir um allt og ekkert.
Hefur þú tekið eftir að sumir eru bara skarpari enn aðrir og mér finnst almenningur skarpari en þeir sem komast á þing, eftir að þeir/þær eru komin á þing.
Það er eins og spurningin um bleikt og blátt. Ætli ummönnuarfólk á fæðingardeildinni fengjust til að klæða dreng í bleikt og stúlku í blátt ef foreldar óskuðu eftir því ? Svona mál eiga ekki inni á alþingi að koma ,finnst mér..
Þá finnst ráðherrum ríkistjórnarinnar ekki mikið til sjómanna og fiskverkafólks koma og lætur það róa sina leið, eitt og yfirgefið.
Þá finnst sumum sjálfsagt að breyta fundarsköpum og hefðum Alþingis án þess að hafa alla með í ráðum bara þjösnast. Sá náungi sem þar fer fremstur hefur alltaf þjösnast og slóðin spillingin og vafasamar ákvarðanir hafa fylgt honum í gegnum tíðina.
Þá finnst sumum nauðsynlegt að fara breyta starfsheitum þingmanna og ráðherra.
Eru kanski ekki nein alvörumál sem þarf að takast á við ?
Bara tek fyrir óskup lítið sem er í þessum stóra potti þingsins.
Ef þér finnst þetta í lagi þá ertu ekki skarpari en þingmaður.
Og getur reynt fyrir þér í næstu kosningum, þú kæmist inn.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2007 | 22:09
Nú skal stöðva innflutninginn á fólki og stöðva hentihjónabönd !
Nú er nóg komið af erlendu fólki til Íslands finnst mér.
Ég er ekki rasisti.
Nú þarf að skoða bakland þessa fólks og senda Það úr landi sem ekki er með allt á hreinu og hreint sakavottorð.
Þriðjungur af þessum útlendingum, sem er hér á landi ,hefur komist í kast við lögin.
Það eru líka refsiákvæði í lögum í lögum um útlendinga sem af ásetningi aflar dvarlarleyfis á grundvelli hjúskapar.
Stæsti hluti fólksins eru konur sem koma frá löndum utan EES.
Hinsvegar er sönnuarbyrðin svo rosaleg í svona málum að ekki er lagt í kostnað vegna þeirra.
Það hefði verið nær, þegar áform um t.d. Kárahnjúka voru komin á dagskrá, að hlusta á raddirnar í þjóðfélaginu sem vöruðu við þessari þróun mála.
Nei þá voru menn bara kallaðir rasistar.
Það er ennþá þá möguleiki að laga þessi mál. Og það þarf að laga þetta umhverfi og gera meiri kröfur til innflytjenda, sér í lagi að fá sakaferil og upplýsingar um viðkomandi frá ríkjunum sem þetta fólk kemur frá.
Gæti verið að einhverjir væru búnir að vera hernaðarskólum Osama Bin Laden, ég bara spyr ?
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
-
annaeinars
-
arikuld
-
arndishauks
-
utvarpsaga
-
reykur
-
kaster
-
birgitta
-
gattin
-
brylli
-
dansige
-
danth
-
egvania
-
finni
-
gelin
-
gudbjorng
-
straumar
-
hallkri
-
heidistrand
-
hlf
-
heimssyn
-
snjolfur
-
don
-
fridust
-
jakobjonsson
-
jenje
-
jon-o-vilhjalmsson
-
prakkarinn
-
juliusbearsson
-
larahanna
-
veffari
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
svarthamar
-
skari60
-
fullvalda
-
nimbus
-
sigurjonth
-
tara
-
vga
-
thj41
-
heilsa
-
kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar