Færsluflokkur: Umræðan

Léleg aftanstund í RUV á Aðfangadagskvöld !

Mér fanst upptaka RUV á aftansöng frá dómkirkjunni alveg til háborinnar skammar í gærkvöldi.

Og útsetning dómkirkjunar á einni helgustu stund landsmanna frekar léleg.

Mér finnst alveg eyðileggja þessa hátíðarstund fyrir mér einhver hjáróma lúðrablástur sem yfirgnæfir söng og orgel.

En orgel og fallegur kórsöngur kemur með hátíðina til mín.

Það heyrðist varla í kvennprestinum. Og það varla skildist eitt einasta orð sem hún sagði og á tveimur stöðum stamaði hún á texta sem er auðvitað ekki ásætanlegt en ekki RUV að kenna.

Þá skiptir mig ekki nokkru máli hvort Jesú sé eingetinn eða frumgetinn eins og karlpresturinn sagði í sinni ræðu í gærkveldi.

Ég lækkaði niður í aftansöngnum í gærkveldi í fyrsta skipti á ævinni hann náði ekki til mín.

Þetta finnst mér.

 


Gleðileg jól. Eða hvað ?

Gleðileg jól heyrist alstaðar á förnum vegi, alstaðar þar sem fólk  hittist, í fjölmiðlunum er altaf verið að óska fólki gleðilegra jóla.

En ætli  séu gleðileg jól hjá Kúrdunum sem Tyrkir eru búnir að varpa sprengjum á undanfarna daga.

Ætli  sé gleðileg jól hjá þeim.  sem heimsækja fæðingarbæ frelsarans undir þrúgandi hermannsástandi sem þar er.

Ætli séu gleðileg jól hjá þeim sem ekki eiga neitt.

Hjá sumum er þetta bara venjuleg helgi sér í lagi hjá þeim sem trúa ekki á þessi jól.

Ég segi því bara Gleðileg Jól til þeirra sem kæra sig um það. En hinir fá bara bestu kveðjur.

Þetta finnst mér

 


Áramótaskaupið er eign þjóðarinnar !

Ég ætlaði ekki að skrifa meira um væntanlegt áramótaskaup en get ekki annað en bennt á þennan hroka og yfirgangssemi Utvarpstjórans og lýgina í honum.

Hann segir í Fréttablaðinu í dag að aðeins tveir hafi kvartað yfir þessu við Útvarpið,það er bara lýgi.

Það eru nokkuð fleiri sem hafa kvartað til RUV og svo hefur þjóðfélagið logað í deilum út af þessu máli.

Hann talar niður til ráðherrans, sem tjáði sig um daginn um sína skoðun og er á móti því að auglýsa í Áramótaskaupinu. en ráðherran Þorgerður Katrín er nú yfirmaður Páls Magnússsonar.

Hvað gerir maður þegar yfirmaður manns er ekki sáttur við hvernig maður vinnur.

Er Páll Magnússon í einhverri hugarkreppu. Mér finnst að það fyrirtæki sem ætlar að brjóta upp þessa hefð þurfi að skoða gang sinn verulega, ef þetta er alþjóðlegt fasteignabraskarafyrirtæki, eða Banki sem á orðið allt og allt er þetta ekki annað en græðgi og yfirgangur. 

Þá held ég að Páll Magnússon ætti að fara að huga að öðru starfi, honum verður ekki vært sem Útvarpstjóri RUV ,hann er búinn að afreka það að eyðileggja Spaugstofuna og nú er það Áramótaskaupið.

Hversvegna setur hann ekki þessa auglýsingu inn í Aftansöngin á Aðfangadagskvöld, eða inn í Ávarp Forsætisráðherrans hann er nú frjálshyggjumaður, eða inn í Ávarp Forseta Íslands á Nýjársdag.

 Þetta er svo mikil ósvífni í Páli Magnússyni að maður getur ekki einu sinni óskað honum árs og friðar ef af þessum gjörningi verður.

Þetta finnst mér.


Dusilmenni á ferð í Kirkjugörðum !

Ekkert er ömurlegra en að koma að leiði ástvina sinna, þar sem búið er að brjóta kross á leiði traðka og eyðileggja í leiðisstæði. Brjóta og eyðileggja rafgeymir og ljós á leiðinu.

Svona var umhorfs uppí Kirkjugarði í Grafarvogi og voru nokkur leiði við nokkrar götur skemmd af einhverjum dusilmennum.

Það þarf að hafa hendur í hári þessara aumingja og draga þá til ábyrgðar og ef ekki þá ,þá foreldranna sem ekki hafa alið þetta lið neitt upp. Það er smán fyrir þetta fólk að bera ekki virðingu fyrir þeim sem eru farnir héðan.

Það ætti að setja upp myndavélar þarna og ef svona óþverrar nást eiga sektir að vera svo háar að það kosti þá umhugsun að gera svona aftur.

Þetta á líka við þennan skríl sem mála á legsteina og krossa í kirkjugörðum.

Þetta eru bara dusilmenni.

Þetta finnst mér.


Einræðisregla Sjálfstæðisflokksins gildir í einu og öllu. Haldið þið hin kjafti !

Ráðning héraðsdómara í Héraðsdóm Austurlands úr innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins er bara eitthvað sem þarf að staldra við.

Samkvæmt lögum er er nefnd starfandi sem metur hæfni umsækjanda í Héraðsdóm og þessi nefnd var sammála um að þrír umsækjendur væru hæfari en Þorsteinn Davíðsson.

 Það er rökleysa í Árna Mathiesen í fjölmiðlum að hvers son, umtalaður Þorsteinn er skipti ekki máli í vali Árna.

Björn Bjarnasson vék sæti þar sem hann var búinn að þekkja pabba Þorsteins frá ómunatíð, og ekki við hæfi að láta í ljós sína skoðun.

Og það var þá best að fá Árna Mathiesen til að launa Davíð greiðan fyrir að fá að verma ráðherrastóla fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrst með Davíð Oddsyni í sex ár og með Birni Bjarnassyni síðan 1999.

Árni Mathiesen er ekki lögfræðingur, en er ósammála fagmönnum nefndarinnar um hæfni umsækjanda. Hann veit trúlega betur ? Þvílíkur hroki er í einum manni.

Hann er svo meðvitaður um pólitíska nauðgun Sjálfstæðisflokksins í ráðningar manna í dómaraembætti að honum finnst hann vera alveg ómeðvitaður um tengsl sín við Sjálfstæðisflokksforustuana.

Hann lagði mjög vel inn til framtíðar með þessum gjörningi.

Sannið til hann verður næsti Seðlabankastjóri Sjálfstæðisflokksins ! ! ! !

Og það verst er að engin úr Samfylkingunni hefur sagt eitt einasta orð um þetta, þau eru bara með í að veita póitíska stöður án þess að þeir hæfustu verði ráðnir.

Þetta finnst mér.


Ömurlegt líf hjá mörgum !

Dómar falla þvers og krus í alkyns málum núna. Nauðgarar, kynlífsgerendur í sumarbústaði,svindlarar í gjaldeyrisviðskiptum, eiturlyfjamál af öllu tagi, innbrot, líkamsárásir, samkeppnissvik, fársvik og bara að nefna það fá niðurstöður fyrir jól og er dæmt til fangelsisvistar misnunandi að vísu.

 

Flott jólagjöf fyrir þetta fólk, hvað er svona fólk að hugsa þegar það fremur brot sem eru refsiverð.

 

En allt þetta fólk sem um er að ræða hefur komið sér í þessa aðstöðu sjálft sem gerendur.

 

Mér finnst dómar yfirleitt mjög vægir í öllum málum sem eru feld hér á landi. Og virðist ekkert mál að yfirgefa landið, þó búið sé að dæma fólk í farbann.

 

Mér finnst að það eigi að setja staðsetningarband á þá sem eru í farbanni og bara yfir höfuð alla sem bíða eftir afplánun. Svo þeir geti ekki flúið land.

 

Mér finnst t.d. með nauðgara og þá sem svífyrða lítil börn eigi að fá æfilanga dóma og það á að loka þá inni og henda lyklinum,

 

Svo er annar hópur fólks sem Ríkistjórnin er búin að afskrifa og þetta fólk lifir fyrir neðan fátækramörk  og það eru nokkur þúsund mans sem eru í þessari stöðu núna.

 

Ég er að tala um ellilífeyrisþega, öryrkja, atvinnulausa, fiskverkafólk, sjómenn, einstæðarmæður, Þessi hópur telur mörg þúsund manns.

 

Ætli það sé ekki komin jólastemming hjá Ríkistjórninni ?

 

Þetta er bara ekki í lagi þessi misskipting í þjóðfélaginu og allir þessir undarlegu og lítilfjörlegu dómar sem fallið hafa í gerendum í hag.

 

Þetta finnst mér.

  

Nú á að eyðileggja áramótaskaupið! Búið að eyðileggja Spaugstofuna !

Hverskonar fólk er þetta eiginlega sem búið er að ráða í áhrifastöður hjá Ríkisútvarpinu -Sjónvarpi.

Ekkert er lengur heilagt í hefðbundnum dagskrárliðum á jólum og áramótum. Allar góðar hefðir látnar róa fyrir aurapúkan.

Spaugstofan er búin að vera og hefur bara ekki náð sér á strik síðan Randver var látinn hætta.

Nú á að rjúfa áramótaskaupið með auglýsingum. Hverskonar ósvífni er þetta eiginlega.

Væri ekki nær að setja þessa auglýsingu sem er svona mikilvæg í Aftansönginn á aðfangadag, eða i ávarp Forsætisráðherrans á því kvöldi, eða í ávarp Forseta Íslands á Nýjársdag.

Það er búið að eyðileggja Kastljósið fyrir löngu síðan með auglýsingum og bulli.

Næst verður hætt að lesa jólakveðjur til sjómanna af því að það eru svo fáir á sjó og síðan bara almennar kveðjur. Eða að þessir ráðamenn RUV láta einhverja rappakveðjurnar, eða álíka.

Bráðum verða engar hefðir eftir í fastgrónum dagskrárliðum sem fólki hefur þótt vænt um í gegnum tíðina, þetta er bara ósvífni af þessum nýju stjórnendum RUV.

Skammist ykkar.

Þetta finnst mér.


Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin ætla sér að einkavæða Landsvirkjun ! Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin ætla sér að virkja í þjórsá !

Manni verður óglatt að heyra og sjá þessa orkujólasveina Landsvirkjunar og Landsvirkjunar power reyna að tala þetta powerklúður út og suður , en það passar alveg að þeir eru komnir til byggða og í svona götóttum skóm og skuggalegir og með ekkert gott til jólaföstunar fyrir almenning.

En jólagjöfin frá forsætisráðherranum til þjóðarinnar núna á jólum er alveg yndisleg, það ætti kanski að hafa önnur nöfn á ráðherrunum í kringum jól og páska eftir þá tíðarandanum.

Á jólunum eins og núna gæti forsætisráðherran heitið Orkuskúrkur eða bara jólakötturinn. Og má færa rök fyrir því að ekkert er að marka þennan mann í málefnum orkumála. Hann segir eitt í dag og annað á morgun. Eða aðeins nákvæmar eitt fyrir kosningar og annað eftir kosningar. Eitt fyrir Landsfund og annað eftir Landsfund.

En ekki var að heyra í fréttum í kvöld að eining innan Sjálfstæðisflokksins væri yfirleitt til.

Bæði Hanna Birna og Gísli Marteinn  hafa ekki trú á orðum forsætisráðherrans. Hvers vegna ætti ég þá að trúa honum. Eða bara yfirleitt nokkur.

En jólagjöfin í ár sem minnst var á hér áðan, er að virkjað verður í allri þjórsá og undirbúið er fyrsta ferlið í einkavæðingu Landsvirkjunar með Landsvirkjun power.

Þurfa ekki eigendur Landsvirkjunar að  samþykkja þennan gjörning ? Eða er það í lagi að einhverjir pólitíkstkjörnir menn og konur í stjórn Landsvirkjunar ákveði svona lagað ?

Stendst þetta lög og reglugerðir um Landsvirkjun ? 

Þarf ekki að fá heimild alþingis fyrir svona breytingum ?

Þetta finnst mér.


Nú skal kenna þessum kjánum í Borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins hvernig Orkufyrirtæki fara í útrás !!!!

Forsetisráðherran var ekki glaðlegur í sjónvarpsviðtali í kvöld þegar hann viðurkendi klúður Sjálfstæðisflokksins í Málefnum OR og REI og aðkomu fjárfesta að því máli.

 En hann styður að öllu afli draum annara frjálshyggjumanna um stofnun Landsvirkjun Power.

Útrásarfyrirtækið nýja á allt í einu átta miljarða  sem er opinbert fé,og ætla að leggja það í áhættu erlendis. En ekki alveg þetta er innrásarfyrirtæki líka það á nefnilega að klára dæmið á Þjórsársvæðinu líka.

Eitthvað er þetta skrítið hvernig fer þetta eiginlega saman, jú sín hver deildin tveir framkvæmndastjórar einn fyrir innrás og annar fyrir útrás.

Í 4 gr. laga um Landsvirkjun segir m.a. Landsvirkjun greiðir arð af framlögum eigenda.Arðgreiðslan skal ákveðin af afkomu fyrirtækisins og yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum.

Gætu það verið þessir átta miljarðar sem verið er að henda í þetta Landsvirkjunar Powers.

En er ekki bullandi halli á öllu í dag vegna framkvæmdagleði Landsvirkjunar og virkjanir ekki farnar að skila arði.

Í 13.gr Reglugerðar um Landsvirkjun segir að ársfundur Landsvirkjunar  tekur ákvörðun um með ferð hagnaðar eða taps Landsvirkjunar. Var það ákvörðun  ársfundar að leggja  átta miljarða króna í  nýja fyrirtækið Landsvirkjun Power.

Það held ég ekki.

Mér sýnis í fljótubragði að sama klúður Sjálfstæðismanna í ríkisgeiranum sé í uppsiglingu með stofnun Landsvirkjunar Power og varð í Borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna í  OR og REI.

Það er bara skítalykt af þessu máli´

Þetta finnst mér.

 


Grátkór LÍÚ með tónleika á jólaföstu !

Forusta LÍÚ grætur og grætur útaf veiðigjaldi sem er í gangi fyrir nýtingarrétt á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar og rökstyður mál sitt á skýrslu sem LÍÚ lét Hagfræðistofnun gera fyrir sig og borgaði fyrir.

Það er ekkert samkomuleg um þessa skýrslu og því málflutningur LÍÚ forustunar bara út í loftið. Það hafa verið gerðar kannanir meðal þjóðarinnar sem eiga þessar auðlindir í sjónum og niðurstaða er sú að um 80% þjóðarinnar er fylgjandi þessari gjaldtöku.

Alþingi samþykkti á föstudaginn var breytingar á lögum um stórn fiskveiða og feldi niður veiðigjald á þorski til tveggja ára og lækkaði gjaldið á öðrum tegundum úr 8 -9,5 % í 4,8 %

Þetta sparar útgerðinni í það heila 575 miljónir á ári. Þeir hafa verið að gráta, að olía hafi hækkað og ósáttir að þurfa að borga þær hækkanir, hverskonar bull er þetta.

Þarf ekki almenningur að borga þessar hækkanir í eldsneyti á faratæki og til húshitunar þar sem það er ennþá ? Það held ég.

Þessi samtök sægreifanna eru bara ekki á réttum stað í tíma og rúmi.

Nei grátkór LÍÚ er bara eittkvað sem skemmir stemminguna nú um jólin.

Þetta finnst mér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

 

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband