Færsluflokkur: Umræðan

Björgum fiskvinnslunni og sjómönnum, kaupum fisk af erlendum fiskmörkuðum .

Mér finnst alveg ótrúlegt að ekki skuli reynt að halda úti fiskvinnslunni.

Og halda lífi í sjávarþorpunum. En hvert af öðru leggja sjávarþorpin upp laupana.

Og mótvægispeningar frá ríkisjóði notaðir til að kaupa fisk til vinnslu í sjávarþorpunum sem eru að leggjast af. Frá öðrum þjóðum sem er að selja fisk á alþjóðamörkuðum.

Þetta gætum við gert meðan við hvílum fiskimiðin okkar.

Hvers vegna  er ekki lagt meira fé í fiskeldið og unnið markvisst að því, að við getum alveg verið sjálfbær með sjávarafurðir til framtíðar litið.

Mér finnst alveg makalust að það eigi bara að fórna heilum starrfstéttum og byggðalögum.

Það er skammsýni og vel í anda þeirra ákvarðana sem teknar voru  með aflasamdrátt á síðasta ári.

Þá ætti ekki að vera neitt mál heldur að hefja sjórræningjaherferð á mið annara þjóða með stóru dýru skipunum okkar og við halda sjómennskunni okkar þannig.

Þetta finnst mér.


Starfsmaður á lágu-plani vill ekki konu sem Orkumálastjóra !

Er það ekki makalaust að Iðnaðarráðherran sem kendur er við jafnaðarmannaflokk Íslands eða Samfylkinguna, flokk sem hefur það á stefnu sinni og í kjölfestu sinni að jafna hlut kvenna og karla.

Það  er ótrúlegt að ráðherran skuli frekar vilja ganga fram hjá ráðleggingum matsfróðramanna og ráða karl í embætti Orkumálastjóra. Og sína karlrembu sína svona takmarkalausa.

Getur verið að Ráðherran og nýi Orkumálastjórinn séu flokksfélagar ?

Það verður ekki betur séð að en spillingin innan Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins með ráðningar í opinber embætti fari vel saman.

Þetta finnst mér.


Fyrir hvað er verið að kjósa Svandísi Svavarsdóttur mann ársins ?

Ég er ekki alveg að skilja hlustendur rásar 2 um að kjósa Svandísi Svavarsdóttur mann ársins.

Hún ruslaði að vísu til í REI málinu og notfæði sér baktjaldamakk borgarfulltrúanna sem voru að stinga rítingum í hvort annað og sér í lagi borgarstjóran fyrrverandi. 

Og lét til skarar skríða með miklu sjónvarpsfári. Sem varð til þess að Sjálfstðisflokkurinn hröklaðist frá völdum.

En það var enginn dregin til ábyrgðar, jú einum var gert að taka pokan sinn. Það skyldi þó aldrei vera að flokkspólitískir samstarfsmenn og vinir vina sinna og Svandísar hafi stoppað  af meiri hausa veiðar. Kanski fariða að sjást í kvikuna ?

Hún hefði átt að fá fram í dagssljósið þá sem í raunini stóðu á bak við þetta hneiksli, það væri þó ekki að VG ætti stóran þátt í því bakvið tjöldin.

Kanski verður þetta gert opinbert á nýju ári.

Það hefði frekar átt að tilnefna hana sem klúður árins.

Þetta finnst mér.


Það gleymdist að sýna áramótaskaupið !

RUV skuldar Íslenskuþjóðinni afsökunarbeiðni vegna þess að gleyma að sýna áramótaskaupið í gærkvöldi.

Það sem var á dagskrá undir liðnum Áramótaskaup var bara einhver hallærisleg stuttmyndasería án húmors.

Ég skora líka á fólk að hunsa fasteignafyrirtækið REMAKS fyrir að voga sér að brjóta upp eina helgustu stund Íslenskarþjóðar á gamlárskvöld.

Þegar allir eru  saman fyrir framan  sjónvarpið til að vera lausir við auglýsingar og áróður fyrirtækja.

Þetta sem kallað var áramótaskaup í dagskrá í gærkvöldi er bara það lélegasta sem ég hef séð undir þeim titli, síðan sýningar sjónvarpsins hófust.

Þessir aðilar sem sömdu þetta og stjórnuðu eiga bara að snúa sér að einhverju allt öðru.

Það finnst mér.


Úldin kryddsíld.

Í dag var þáttur á Stöð 2 sem er árlegur viðburður á þeim miðli eða Kryddsíld.

Þar komu allir stjórnmálaleiðtogarnir saman og létu móðan mása um sitt ágæti og hvað þeim er búið að vegna vel á árinu og hvað allt er gaman og gott.

Ekki var minnst einu orði á þá sem urðu að betla sér matar fyrir jólin,en það voru nokkur þúsund manns.

Ekki var minnst á fólksflóttan frá sjávarþorpunum.

Ekki var minnst á atvinnuleysið hjá sjómönnum sem ríkistjórnin stóð  í að svifta vinnunni fyrr á árinu.

Ekki var minnst á að samningar eru lausir og djúpar gjár milli aðila.

Ekki var minnst á hvernig ríkistjórnin ætlar að jafna bilið milli fátæka og ríkra.

Þessi kryddsíld var mjög úldin og engin af þessum forustumönnum hafði neitt að segja við þjóðina ekkert sem skipti þá sem minna mega sín neinu máli.

Það er auðsýnilega búið að skipta út velferðarmálunum fyrir ráðherrasæti.

Stjórnarandstaðan.....hvar er hún eiginlega....þetta var í mínum augum eins og þrír mjálmandi kettir. Þefandi að þrárri og úldni kryddsíld.

Þetta finnst mér

 


Ríkistjórnin ætlar að setja kynjakvóta.

Já það er ekki öll vitleysan eins nú ætlar Viðskiptaráðherran að setja kraft sinn á Alþingi  að settur verði kynjakvóti á æðstu stöður manna í stjórnum fyrirtækja.

Er ekki dapurlegt að horfa upp á þetta upphlaup og heyra þetta ámótlega áramótavæl Viðskiptaráðherra sem finnst allt í lagi að samstarfsflokkur hans Sjálfstæðisflokkurinn skipaði ekki eina konu sem ráðherra í þessari ríkistjórn.

Hann hefur ekki tjáð sig neitt um að kynjakvóti eigi að ríkja þar líka.

Væri ekki nær að sett yrðu lög um að konur væru jafnmargar í vinnu  eins og karlar á dekkjaverkstæðum, á bátum til sjós, í múrverki, í pípulögnum og fl. þetta er svona tillaga hjá honum sem ekki er hægt að farmkvæma.

Mér finnst það meira virði að þessi sami ráðherra beitti sér fyrir lagasmíð um að konur fengju sömu laun fyrir sömu störf og karlar.

Það er nær okkur í tíma en eitthvað sem ekki er hægt að framkvæma í daglegum rekstri fyrirtækja eins og að setja einhvern kynjakvóta sem álögur á fyrirtæki.

Þetta finnst mér.


Ríkistjórnin dreifir þirnum meðal fólks.

En er ótrúlegt hvað Samfylkingin lætur Sjálfstæðisflokkinn yfir sig vaða og eyðileggja velferðarmálin sem svo ötulega hefur verið unnið að. Nýlega fyrir þinglok ákvað Félagsmálaráðherran að leggja 10 miljarða króna til styrktar öldruðum í þeirra málefni.

Það hefur verið unnið að nema í burtu  ýmis ákvæði í tekjutengingum og mannréttindabrotum sem samstarfsflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa komið á og verndað í gegnum tíðina.

En og aftur er það  Sjálfastæðisflokkurinn sem kemur aftan að ellilífeyrisþegum um næstu áramót þegar framkvæmd Félagsmálaráðherrans kemur til framkvæmda, kemur til framkvæmda hærri álögur sem lagðar verða á ellilífeyrisþega við komur á opinberar sjúkrastofnanir að hálfu Heilbrigðisráðherrans .

Þá er það með eindæmum að skollabandalag innan Sjálfstæðisflokksins skuli geta ákveðið án samráðs við Alþingi eða Samfylkinguna að fresta smíði Háskólasjúkrahús, eins og búið er að setja mikila peninga í þennan undirbúning.

Já ég tala um skollabandalag sem í eru Heilbrigðisráðherran,Forsætisráðherran og Formaður nefndar um byggingu Háskólaskjúkrahús, en formaðurinn er eiginkona Forsætisráðherrans,,,halló,,,halló

Þetta er sko illalyktandi pólitík.

Það finnst mér.


Ríkistjórnin verður ekki langlíf.

 

Það er alveg ljóst að Ríkistjórnin  er búin að gera á sig langt upp á bak.

 

Og sér í lagi Sjálfstæðisflokkurinn ,sem hefur líka verið með allt niðrum sig síðast liðnin 16 ár að minsta kosti. En þá var Sjálfstæðisflokkurinn með aðra hækju sér við hlið Framsóknarflokkinn sem aldrei axlar neina ábyrgð bara stappar í forinni.

 

Núna er það Samfylkingin sem er bara orðin hin svikula hækja, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf þurft að styðja sig við einhvern annan flokk til að vera samsekur svínaríinu með Sjálfstæðisflokknum þegar upp er staðið.

 

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru samsek um aðför að sjómönnum og fiskverkafólki. Engar mótvægisaðgerðir eru fyrirhugaðar fyrir þetta fólk, aðrar en að gera fólki kleyft að flytja burt úr sjávarbyggðunum.

 

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru samsek að aðför að sjávarþorpununm í kringum landið. Skipum er lagt og fyrirtækjum lokað þar sem engin kvóti er lengur til skipta. Mótvægisaðgerðir eru meðal annars að láta fólk mála opinberar stofnanir.

 

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru samsek um að seinka breikkunn Suðurlandsvegar. Og vilja með því stuðla að frekari slysum á þessum vegi á næstu árum.

Færðir eru til peningar annað sem áttu að fara í þetta verkefni.

 

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa slegið af  Sundabrautarverkefnið til einhverra ára og þetta verður notað í  kosningaloforð fyrir næstu kosningar. Sundabraut verður bara aldrei framkvæmt.Það má alveg ljóst vera.

 

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn  er anskotans sama um umhverfið og vinna að því að sækja um meiri kvóta fyrir alþjóðafyrirtæki í mengunarstóriðju. Ekki liggur fyrir nein samhæfð stefna í umhverfismálum, þar talar einn um annan þveran.

 

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru bara ljótasta parið á dansleiknum sem þjóðinni er boðið upp á í dag. Stíga glímutaktaspor sem er ómulegt að fylgja eftir og einstaka haltrandi víxilspor sem kemur öllum á óvart í tíma og ótíma.

 

Ég mun  fjalla um samband þessara tveggja flokka fram að áramótum og hvað þeir eru að gera og búnir að afreka á þessum 6 mánuðum sem þeir hafa húkt saman í Ríkistjórn Íslands.

 

Þetta finnst mér.

    

Benazir Bhutto leiðtogi lýðræðissins myrt.

Í þeim heimi sem lýðræði er skammtað og sumstaðar er ekki til eins og t.d. í Pakistan, er ekkert skrítið að svona hlutir gerist.

Því hefur verið haldið fram lengi að Pakistan sé útjaðar fyrir þjálfun og felustaður helstu leiðtoga  Al - Qaeda.

En flestir telja að Pervez Musharraf forseti landsins standi á bak við morðið.

Skoðanakannanir höfðu sýnt að Benazir Bhutto og stjórnarandstaðan hefði gjörsigrað hermálaklíkuna, svo mátti ekki verða.

Það á eftir að brjótast út þarna í Pakistan því miður blóðug borgrastyrjöld.

Þetta er bara rosalegt og verst að öllu það sem á eftir að gerast þarna á næstu dögum og vikum situr hin vestræniheimur og fylgist með hvering fólk verður fangelsað og drepið.

Og gerir ekki neitt, jú kanski einhverjir kvikmyndaframleiðendur til búnir að gera kvikmynd um þegar lýðræðið var drepið í Pakistan.

Þetta finnst mér.


Jólin að klárast.....Jóla rest....

Já ef eitthvað hefur minnt mig á jól bernskunnar þá var það í gær, þegar snjókafald,þæfingur og vetrarríki veturskonungs  sýndi sig óumdeilanlega.

Þetta er búin að vera kærkomin hvíld og svona dagar eru bara jákvæðir.

Auðvitað  verður hver og einn að skapa sín jól og deila með öðrum jól eru ekki til nema hver og einn búi þau til.

Umgjörðin og bakgrunnurinn er til  og það er okkar að  njóta hans á okkar hátt.

Svo er vinnudagur á morgun og hinn og svo frí aftur og nýtt ár komið eftir það frí.

Ekkert venjulegt ár framundan jú hlaupár árið 2008 er hlaupár.

Þetta finnst mér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

 

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband