Færsluflokkur: Umræðan
2.10.2007 | 08:35
Opinberar framkvæmdir stöðvast samkvæmt nýjum fjárlögum.
Þegar grant er skoðað í fjárlögin, má sjá að það stöðvast flestar opinberar framkvæmdir eða hægir verulega á þeim á næstu misserum.
Enda verður ríkissjóður af gífurlegum tekjum við minnkun þorskafla. Það kemur að sjálfu sér að hætta við framkvæmdir í höfnum landsins og Bakkafjöru, þar sem umferð um hafnirnar verður sára lítil vegna ákvörðunar ríkistjórnarinnar í fiskveiðimálum.
Vegaframkvæmdir stöðvast og verða færri og á lengri tíma. Enda hvað þarf vegi á landsbyggðinni þegar ríkistjórnin er búin að stuðla að fluttningi fólks úr sjávarútvegsbæjum og til Reykjavikur. Flutningafyrirtækin sjá hvort sem er um að eyðileggja vegina með þungaflutningum.
Velferðarkerfið er í vanda eins og sjúkrahúsin sem eru fjársvelt, Kanski framlög til þeirra verði hækkuð. Öldrunarþjónustan ekki boðleg fólki það er alveg ótrúleg framkoma íslenskra stjórnvalda við aldraða í gegnum tíðina. Þar má framsóknarflokkurinn skammast sín mest þetta var hans málaflokkur í gegnum tíðinna.
Það verður engin framtíð fyrir þetta erlenda vinnuafl á Íslandi þar sem þúsundir Íslendinga er að missa vinnuna vegna aðgerða ríkistjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Útlendingar hverfa smátt og smátt úr landi.
Mér finnast þessi fjárlög svona í fljótu bragði lituð af meiri skorðum til lífsviðurværis en hitt.
Þetta eru svona sýndarfjárlög.
Það finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 09:10
Skuldlaus ríkisjóður geri aðrir betur.
Það er rosalega flott að eiga skuldlausan ríkissjóð.
Allir peningar sem inn koma nú hér eftir fara þá beint til uppbyggingar og velferðarmála ?
Það má ætla að gerðar verði skattalækknair á tekjuskatti,virðisaukaskatti, bensínverð verði lækkað og áfengisverð verði lækkað ?
Alveg frí þjónusta í heilbrigðiskerfinu, bætur hækkaðar til allra sem minna mega sín ?
Öll þjónusta í opinberageiranum verði frí ?
Allar amenningssamgöngur fríar ?
Það er sko ekki amarlegt að vera með ríkisstjórn við völd sem vill öllum vel og vill gera allt fyrir alla.
Þvíkíkir hamingjudagar framundan hjá okkur Íslendingum.
En bíðum við erum við ekki að byggja virkjanir,og veggöng alstaðar. Og í alskonar framkvæmdum útum allt. Og við bara eigum fyrir ollu þessu án skuldsetningar. Er þetta satt ?
Ef þetta er satt er heldur betur hægt að létta undir með heimulunum ,öryrkjum og velferðar þjónustunni allri.
Þá verður ekki bara gott að búa í Kópavogi, það verður bara gott að búa á íslandi.
Það finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2007 | 13:10
Orkufyrirtæki Íslands eru að setja á sig verðmiða.
Það er alveg ljóst að auðmenn róa öllum árum að því að komast yfir orkufyrirtækin.
Og svikamilla Sjálfstæðisflokksins með Vilhjálm borgarstjóra í fararbroddi ætlar að opna leið fyrir þessa auðmenn með því að gera opinberfyrirtæki og stofnanir að hlutafélögum í eigu borgarinnar.
En á meðan leiðin er hálflokuð á Islensk orkufyrirtæki á að koma bakdyramegin inn til Íslands og kaupa öll orkufyroirtæki erlendis sem hægt er að kaupa.
Og forsetinn Herra Ólafur Ragnar Grímsson, þessi svo mikili sóíallisti hér áður fyrr, leiðir kapitalistann um heimsbyggðina, til að kaupa orkufyrirtæki erlenda ríkja. Komast yfir auðlindir annara þjóða.
Á endanum verða það Íslendingar sem ráða helstu orkugjöfum í heiminum á næstu árum fyrir tilstuðlan m.a. Ólafs Ragnars og Clintons og fl.
Eftir nokkur ár verða það örfáir auðmenn sem t.d eiga einkaþotur, sem hægt er að flytja þessa aljóðasamningamenn út um allt, sem eiga allar orkulindir í heiminum. þessir auðmenn eru trúlega Íslendingar.
Verum á varðbergi þú líka Herra forseti.
Það finnst mér
Umræðan | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 13:00
Hvar er þessi stjórnarandstaða niður komin ?
það er alveg ótrúlegt að enginn stjórnarandstæðingur nema ef væri Guðni Ágústsson sem er mjög ákveðinn, beittur og kemur fram með tillögur um hluta af mótvægisaðgerðum eins og Framsóknarflokkurinn vill gera, sem ég held nú samt að gagnist óskup lítið. En viðleitni hjá Guðna að láta hlusta á sig og fá umræðu.
Mér er hugsað til annara sem telja sig í stjórnarandstöðu eins og:
Hvað ætlar Íslandshreyfingin að gera hverjar eru tiilögur hennar? Engar raunhæfar tillögur komnar fram á þeim bæ.
Hvað ætla Vinstrigrænir að gera hvaða tiiilögur hafa þeir komið fram með ? Ekkert raunhæft eða marktaækt til að leysa málin. Hefur sést frá þeim.
Frjálslyndiflokkurinn hvaða tillögur hafa þeir haft frami? Engar sem virka í því ástandi sem hefur skapast af aðgerðum ríkistjórnarinnar. Það fer allur kraftur þess flokks í valdabaráttu og innan flokksdeilur.
Nei ef litið er yfir sviðið hefur stjórnarandstaðan í raun engar haldbærar lausnir, eina sem heyrist frá henni er eittkvað koddahjal.
Það virðist ekki vera samstaða með stjórnarandstöðunni um að efna til alsherjar mótmæla um allt land og fá verkalýðshreyfinguna með og lama allt þjóðlífið með alsherjar verkfalli í einn eða fleiri daga. Vegna þeirra skerðingar sem fólk er að verða fyrir vegna aðgerða ríkistjórnarinnar.
Með því að vera svona linir og líflausir eins og raun ber vitni með stjórnarandstöðuna kemst ríkistjórnin bara upp með allt.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 22:37
Samfylkingin komin í sæti Framsóknar og ver lákúrustefnu Sjálfstæðisflokksins gegn þeim sem mega sín minnst og gagnvart öryrkjum !
Samfylkingin stendur fyrir jafnaðarmenn alla nema vinstri jafnaðarmenn. Samfylkingin ver nú með kjafti og kló stefnu Sjálfstæðisflokksins undan farin áratug gagnvart þeim sem mega sín minna í þjóðfélaginnu og hefur sest í lákúrusæti það sem Farmsóknarflokkurinn var í síðustu ríkistjórn.
Gagnvart öryrkjum og þeim sem mega sín lítið vegna veikinda og áfalla sem fólk hefur orðið fyrir.
Hvar eru mótvægisaðgerðir fyrir þetta fólk átti þetta fólk ekki í þessum ríkisfyrirtækjum sem búið er að selja eins og t.d Símanum. Hversvegna fær ekki þetta fólk einhverjar leiðréttingar á sínum kjörum.
Það er líka skrítið að jafaðarmenn hafa alltaf ráðið yfir Tryggingarstofnun sem er í dag krabbamein í kerfinu með alskonar reglugerðir sem skerða allt hjá fólki frekar en að hjálpa því.
Sumt fólk er eins og óhreinubörnin hennar Evu, eins og öryrkjar,og veikt fólk, sjómenn og fiskverkafólk þeim er bara sýndur puttinn og étið það sem úti frís eru í raun skilaboð til þessa fólks frá Samfylkingunni og Sjálfstæisflokknum.
Samfylkingin er bara hægri, og hægri og hægri krataflokkur.
Það finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2007 | 22:18
Þarf ekki að gera úttekt á Hafrannsókarstofnun ?
Eru þær niðurstöður sem Hafrannsókansrstofnun bar á borð fyrir ríkistjórnina réttar ?
Margir efast um það enda ekki furða því svo mikið ósamræmi hefur verið í hinum ýmsu könnunum gegnum tíðina að hálfa væri nóg. Ég held að þær séu rangar.
Er ekki bara rosalegt að vita til þess að þetta gætu verið rangar upplýsingar sem verið er að fara eftir frá Hafrannsóknarstofnun. Það hefur skéð áður.
Ég er rosalega hissa á því að ríkistjórnin hafi ekki fengið óháðan aðila til að taka út þessa stofnun og fá erlenda stofnun til að taka út ástandið á íslandsmiðum til samanburðar.
Þegar er verið að rústa samfélginu og sér í lagi landsbyggðinni.
Ég man eftir því t.d. þegar Sjúkrahús Vestmannaeyja var byggt og stóð reyndar fokhelt þegar gaus í Vestmannaeyjum að menn voru að furða sig á því að það þyldi allan þennan þunga og stórvirkar vinnvélar að moka oskunni ofan af því. Það var síðan sagt að um kommuvillu hafi verið að ræða vegna styrkleika í járnabindingu og því hafi húsið staðist þessa raun.´
Ég held að menn hafi lesið vitlaust og farið kommuvillt í útreikningum hjá Hafrannsóknarstofnun.
Það verður að láta einhverja aðra óháða aðila fara yfir þessa útreikninga Hafrannsóknarstofnunar.
Og maður verður svo reiður í huganum að hlusta á bullið í þessum þingmönnum og ráðherrum sem eru að verja stefnu ríkistjórnarinna gagnvart fiskvinnslufólki og sjómönnum.
Hverskonar framkoma er þetta við fiskverkunnarfólk og sjómenn stöðugt berast fréttir af uppsögnum þessa fólks og eru að verða daglegt brauð. Og þetta að, senda þetta fólk síðan heim og eina mótvægið sem þetta fólk fær eru atvinnuleysisbætur í einhvern tíma og sumir fá ekkert.
Það hafa engar ráðstafannir verið gerðar, eða hafa komið fram í þessum svo kölluðu mótvægisaðgerðum ríkistjórnarinnar.
Sjómenn og fiskverkafókl eiga ekki sama rétt og aðrir í augum stjórnvalda.
Ég held að Samfylkingarteymið ætti að skammast sín fyrir svona framkomu, þetta er akkúrat framkoma í anda Sjálfstæðisflokksins,eins og hann hefur komið fram við verkalýðinn í gegnum tíðina.
Það þarf að efna til mótmæla út af þessum málum út um allt land og sína samstöðu með þeim sem verst verða úti í þessum landsbyggðarhryðjuverkum ríkstjórnarinnar.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2007 | 20:48
Nú skal gráta Guðni bóndi !
Það eru nú aumkunnarvert að heyra í Guðna Ágústssyni formanni, Farmsóknarflokksins agnúast út í ríkistjórnina vegna breytinga á stjórnarráðinu og ráðuneytum.
Guðni stóð t.d. í vegi fyrir því að Garðyrkjuskólinn, Landbúnaðarháskólinn, Háskólinn á Hvanneyri, svo eitthvað sé nefnt, að þeir væru eins og aðrir skólar í menntakerfi landsins og heyrðu undir menntamálaráðuneytið.
En öll menntun í landinu á að heyra undir menntamálaráuneytið ,finnst mér.
Þá er alveg makalaust að yfirdýralæknir og héraðsdýralæknar heyra ekki undir landlæknisembættið og heilbrigðisráðuneytið. Heldur undir Landbúnaðarráðuneytið. Þetta er bara ekki í lagi.
Auðvitað á skógrægt að heyra undir Skógrækt ríkisins.
Maður veit heldur ekki hvaða starfsemi á sér stað á þessari Landbúnaðarstofnun, nema til að taka við búfræðingum og einhverjum fræðingum,sem ekki fá vinnu annarstaðar nú orðið.
Mín skoðun er sú að það eigi að færa verkefni/svið frá Landbúnaðarráðuneytinu til annara ráðuneyta sem eru að vinna að sömu málefnum enn eru bara lengra komin.
Guðni Ágústsson spyrnti ekki við fótum í sínu kjördæmi þegar hann var Landbúnaðarráðherra ,þegar auðmenn keyptu upp aðra hverja jörð á Suðurlandi og lögðu af kúa og fjárbúskap að stórum hluta.
Enda oft ríkir framsóknarmenn að kaupa jarðir.
Til að fá beitlönd fyrir hrossin sín.
Nei ef það er eitthvað ráðuneyti sem þarf að fara ofaní saumanana á þá er það Landbúnaðarráðuneytið.
Mér finnst það að horfa á Guðna Ágústsson "brynna músum" eða fella einhver krókudílstár núna vera bara trúðslæti.
Það finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forustumenn atvinnulífsins, Pétur Blöndal alþingismaður, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingunar, forustumenn í viðskiptalífi,Stjórnarandstöðuþingmenn, forustumenn í ASÍ, greiningardeildir bankanna og kauphöllin þar sem peningafyrirtækin, útrásinn eru með sín viðskipti, þessi fyrirtæki og stofnanir hafa gert athugasemdir við stefnu Seðlabankans í peningamálum undanfarið.
En Seðlabankastjórinn hlær bara upp í opið geðið á fólki og talar niður til allra, sem eitthvað hafa út á peningastefu Seðlabankans að athuga.
Það er alveg rétt að breyta þarf lögum um Seðlabankan og þau lög ættu að liggja í því að leggja hann niður, eða skerpa á þeim lögum um Seðlabankan að Seðlabankinn sé verkfæri í höndum ríkstjórnar, ekki einhvers eins manns sem áður hefur sýnt tilburði til einræðis á svo mörgum sviðum.
Þarf ekki annað en nefna ÍRAK og fjölmiðlalög.
Seðlabankastjórinn er að hrekja öll stæstu fyrirtækin úr landi en þessi fyrirtæki eru nær öll orðin alþjóðleg með tugi þusundir manna á launaskrá og velta sum hver margfalt Íslenskufjárlögunum.
Ég yrði ekki hissa á að mörg fyrirtæki tilkynni fyrir næstu áramót að þau muni flytja starfsemina úr landi og fleiri munu flytja í kjölfarið.
Sendum Seðlabankastjóra Sjálfstæðisflokksins í frí út kjörtímabilið. Þessi umræddi Seðlabankastjóri passar bara ekki inn í þjóðlífið í dag með sína stefnu, stefna hans í peningamálum hefur beðið skipbrot.
Hann ætti bara að íhuga alvarlega að segja af sér og hverfa af sjónarsviðinu fyrir fullt og allt í stjórnmálum.
Auðvitað getur Geir Haarde ekki sett ofaní við fyrverandi formann Sjálfstæðisflokksins og forsetisráðherra til margra ára opinberlega, en hann gæti óskað eftir því við viðkomandi að hann tæki sér frí út kjörtímabilið.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2007 | 18:39
Það þarf að sameina ríkistofnanir og færa ýmis svið í stofnunum á milli stofnana !!
Það er mjög ánægjulegt að vita til þess að ráðamenn eru að velta því fyrir sér alvarlega að breyta og sameina ríkisfyrirtæki og stofnair. Það þarf líka að breyta ráðuneytunum og sameina ráðuneyti.
Þær stofnanir sem verið er að ræða um að sameina eru Siglingamálastofnun og Vegagerðin, ég held að það væri í lagi að Flugmálastjórn væri þar líka. Sú stofnun gæti heitið Samgöngustofnun,
Þá tel ég að það eigi að sameina Umhverfisstofnun, Náttúrurfræðistofnun, Lífheilsustöð og Landbúnaðarstofnun.
Þá þarf að draga út úr þessum stofnunum svið sem á heima annarstaðar eins og t.d. í heilbrigðisgeiranum.
Það á að leggja niður í því formi sem ráðuneytin eru í dag, Sjávarútvegsráðuneyti, Landbúnaðarráðuneyti, Iðnaðarráðuneyti, Samgönguráðuneyti. Umhverfisráðuneyti, Menntamálaráðuneyti og steypa þessu í eitt ráðuneyti. Heilbrigðisráðuneyti og Félagsmálaráðuneyti í Velferðarráðuneyti, eða Innanríkisráðuneyti.
Fjármálaráðuneyti og Viðskiptaráðuneiti, Hagstofa ,Ný stofnun Þjóðhagsstofnun yrði komið á fót, og Seðlabanki lagður af í þeirri mynd sem hann er í dag.Þetta yrði Fjár - og Hagsýsluráðuneyti.
Þá allt í einu hyrðu nokkrir ráðuneytisstjórar atvinnulausir eða gerðir að sendiherrum, ráðherrar yrðu óbreyttir þingmenn eða sendiherrar. Eða bara þetta fólk sent út á vinnumarkaðinn.
En þetta gengur ekki með mannskapinn hann er víst búinn að æviráða sig, því er nú ver.
Þá geta menn síðan ,sjálfir raðað saman því sem eftir stendur. Og fundið út leiðir til að spara.
Þetta viðfangsefni er hægt að skrfa mikið um, það kemur meira seinna.
Það finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2007 | 12:17
Íslensk erfðagreining reynir einu sinni enn að komast yfir upplýsingar um fólk. Núna á að bara að fara bakdyra megin inn !
Íslensk erfðagreining reyndi á sínum tima að fá aðgang að sjúkraskrám landsmanna. Því var komið fyrir að sammþykki einstaklinga þurfti fyrir að nota sjúkraskránnar.
Þá var fólki líka boðið að senda inn til Landlæknis á sértilgerðum blöðum staðfestingu um að ekki yrði leyft að nota sjúkraskrár viðkomandi.
En Íslensk erfðagreining brást við því, hjá þeim sem ekki vildu láta þessa stofnun nota sjúkraskrár um sig. Þá var farinn önnur leið sem ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir.
Íslensk erfðagreining fékk sérfræðinga á sjúkrahúsunum í lið með sér,og lætur fólk skrifa undir sérstakt eyðublað á sjúkrahúsunum, þegar það er að koma í einhverja aðgerð um að ransaka megi lífsýnið úr viðkomandi.
(Ég hef lennt í þessu sjálfur) ég hélt þá að ég væri að gefa leyfi til að rannsaka sýnið á spítalanum.
En nokkrum vikum seinna fékk ég bréf frá einhverri stofnun í eigu Íslenskrar erfðagreiningar með þakklæti fyrir að notkunina á lífssýnum frá mér og óskað var eftir að ég svaraði marga síðna spurningalista. sem ég neitaði þeim um.
Ég brást mjög hart við og var þá sagt að ég hefði skrifað undir sérstakt eyðublað á spítalanum þess efnis að það mætti rannsaka lífsýni úr mér. Man bara ekki hvort það var fyrir eða eftir aðgerð. Þarna er bara verið að koma aftan að fólki.
Ég vil taka undir þá umræðu og gagnrýni hér og annarstaðar í þjóðfélaginu vegna boða Íslenskrar erfðagreiningar á greiningu erfðamengi hjá öllum. Þetta er gróf leið þessarar stofnunar til að komast í sjúkraskrár landsmanna og misnota segi ég.
Þetta kostar tugi þúsunda króna fyrir hvern einstakling og því ekki hugsað fyrir alla. Þetta er með ólíkingum að ætla að spá fyrir fólki hvaða sjúkdóma það fær í framtíðinni. Svona forspá getur ekki verið marktæk,það hljóta að vera aðstæður hvers og eins, sem ráða því hvort þú færð einhvern sjukdóm.
Fólk fær t.d lungnakrabba þó það reyki ekki og sé ekki innan um reykingafólk.
Ég held að þarna sé peningaplott að fara af stað og verið að opna bakdyr fyrir Íslenska erfðagreiningu til að komast fyrirhafnarlaust í sjúkraskrár landsmanna.
Ég spyr Landlækni er þetta löglegt að safna svona sýnum eins og Íslensk erfðagreining ætlar að gera. Hvort það sé löglegt að framselja lífsýni sem tekin eru á spítala, til annara stofnana utan spítalans.
Ég spyr Persónuvernd hefur Íslensk erfðagreining gert grein fyrir meðferð á þeim upplýsingum sem um er að ræða með greiningu á erfðamengi fólks.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
-
annaeinars
-
arikuld
-
arndishauks
-
utvarpsaga
-
reykur
-
kaster
-
birgitta
-
gattin
-
brylli
-
dansige
-
danth
-
egvania
-
finni
-
gelin
-
gudbjorng
-
straumar
-
hallkri
-
heidistrand
-
hlf
-
heimssyn
-
snjolfur
-
don
-
fridust
-
jakobjonsson
-
jenje
-
jon-o-vilhjalmsson
-
prakkarinn
-
juliusbearsson
-
larahanna
-
veffari
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
svarthamar
-
skari60
-
fullvalda
-
nimbus
-
sigurjonth
-
tara
-
vga
-
thj41
-
heilsa
-
kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 85397
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar