Færsluflokkur: Umræðan

Ég er til vinstri, ég er til hægri, ég er á miðjunni, ég er trúleysingi. Hvar er eiginlega flokkurinn minn?

Með þvi að taka saman allt það besta úr Sjálfstæðisflokki,Samfylkingunni, Vinstri Grænum,Frjálslyndaflokknum,Íslandshreyfingunni, fann því miður ekkert hjá Framsóknarflokki sem hinir flokkarnir voru ekki með.

Raða þessu síðan saman eftir málaflokkum kemur margt alveg ótrúlegt í ljós

Ég fór líka í smiðju gamalla og horfina stjórnmálaafla eins og Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins, Samtök Frjálslyndra og vinstrimanna, Borgaraflokksins,Bandalags Jafnaðarmanna, svo eitthvað sé nefnt.

Þá skoðaði ég kröfur verkalýðshreifingarinnar í gegnum tíðina alveg frá tima ,Eðvarðs Sigurðssonar,og Guðmundar Jaka. Það var mikið um að vera í þá daga.

Manni finnst þessi dipmloma verkalýðshreifing í dag bara vera eins og útfjarað land. Það er bara ekkert gert,allt látið gerast. Það er varla haldið upp á daginn 1. maí

Kanski verður stofnaður nýr stjórnmálaflokkur, sem hefur aðeins raunveruleika á boðstólum þannig flokk mundi ég styðja.

Það finnst mér.


Samtrygging félaganna í flokknum er það eina sem gengur og gildir hjá mörgum þingmönnum í Íslenskum stjórnmálum !

Já það er svo skrítið að við eigum ekki nema örfáa hugsjónarmenn og konur í stjórnmálum í dag finnst mér.

Áður fyrr voru skýr mörk á milli stjórnmálastefna og stjórnmálamenn eins og Ólafur Thors, Einar Olgeirsson,Eysteinn Jónsson, Hannibal Valdimarsson, Lúðvik Jósepsson,Eðvarð Sigurðsson, Vilmundur Gylfasson, Magnús Kjartansson,Albert Guðmundsson (vinur litla mannsins), Mattías Bjarnasson, Geir Hallgrímsson,Guðmundur J Guðmundsson svo nokkrir séu nefndir frá fyrri tíð. en þeir eru allir horfnir af sjónarsviðinu. Voru bara sannir í sínum málefnum og umbjóðendum.

Í dag erum við að tala um hugsjónamenn og heiðarlega stjórnmálamenn allavega finnst mér það eins og  t.d. Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrím J Sigfússon, Bjarna Benediktsson,Margrét Sverrisdóttir,Geir H Harde,Ögmundur Jónasson ,Pétur Blöndal.

Þetta finnst mér vera eina fólkið sem ég mundi treysta t.d í saman í neyðarþjóðstjórn og forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson..

En stefnur flokkana og markmið hafa verið étin upp eftir hverjum öðrum eins og helstu málefnin  en með sitthverju orðalaginu en sömu meiningu. Sem sýnir bara þvílikt hugmyndaleysi og eftiröpun að hálfa er nóg.

Svo eru líka aðilar sem aldrei hefðu átt að fá þetta tækifæri að komast á þing eins og Stefán Valgeirsson, Svavar Gestsson,Steingrímur Hermansson, Halldór Ásgrímsson, Sturla Böðvarsson,Árni Þór Sigurðsson,Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir,Árni Mhattíasen, Árni Johnsen, svo einhverjir séu nefndir.

Svo eru þeir sem við losnum aldrei við, telja sig alveg ómissandi sama hvernig þetta fólk kemur fram við þjóðina gegnum tíðina og setur sig bara sjálft í embætti eða lætur setja sig í embætti til að halda áfram.

Það má nefna  t.d. Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Jón Balldvin Hannibalsson,Svavar Gestsson, Guðmund Bjarnasson,

Þetta er bara rosalegt  maður bara sér sögu þessa fólks og alla þá örlagavalda í íslendsku þjóðlífi sem það hefur staðið fyrir með laga og reglugerðum sem hafa verið settar.

Þetta finnst mér.


Alfreð missir sinn stæsta pólitískabitling um mánaðarmótin næstu. Húrra !Húrra!

Það er mín skoðun að allir þeir sem skipaðir eru í nefndir eða ráðnir seu sem forstöðumenn stofnana og fyrirtækja á vegum þess opinbera eiga að vera fagmenn.

Mér finnst þetta að skipa pólitíkusa í opinberarstöður frekar en sérfræðinga og fagmenn á viðkomandi sviði vera bara einhver fortíðardraugur. Og á að leggja af.

Eða svona heyrðu þú klóraðir mér og ég skal klóra þér. Æ Alfreð var bara að gráti komin í fréttum áðan greiið. Vissi ekki neitt, skyldi ekki neitt og fattaði ekki neitt

Nú ætlar Guðlaugur Þór, ráðherra sjúkrahúsmála að leggja niður nefnd sem mátti eyða tugum  - hundruðum miljóna úr fjárkistu söluhagnaðar af Símanum.

Nefndi átti að undirbúa ferli fyrir nýtt Háskólasjúkrahús í hátæknigeiranum, sætta sjónarmið, færa saman deildir og ná fram rekstralegum ávinningi og nefndin hafði fram að þessu unnið með öllum hópum heilbrigðiskefisins að samaræma alla þætti svona sjúkrahúss.

En nú verður einhver flokksbróðir Guðlaugs Þórs, settur yfir eitthvað bákn sem á að halda utan um þetta mál, kanski einhver sem hefur klórað Guðlaugi Þór einhvern tima það skyldi þó ekki vera.

Framsóknarmenn og konur verða bara að átta sig á því að þau eru ekki lengur í ríkistjórn og eru bara látin víkja fyrir sampólitíkusum stjórnarinnar.

Þetta finnst mér.


Þingmenn Sjálfstæðisflokksins Fjármálaráðherran og Forseti Alþingis segi af sér tafarlaust.Trúlega lögbrot framgangur þeirra í Grímseyjarferjumálinu.

Fjármálaráðherran er nú aldeilis karl í krapinu,veitir bara heimild án heimildar fyrir ótakmörkuðum peningaútgjöldum vegna Grímseyjarferju. Og fyrverandi Samgönguráðherra eins kjördæmatrúður vesturlands togandi í ranga spotta og gapandi um málefni tengd ferjunni í GOSA-sagnastíl hvenær sem er.

Þessir menn eru bara óhæfir sem ráðherrar eða þingmenn og eiga bara að hverfa af þingi.

Mér finnst líka að þessir aðilar sem hvað hæst láta í sér heyra núna úr röðum Framsóknarmanna, eigi að kæra þessa menn Árna og Sturlu vegna lögbrota eins og þeir segja.

Eða bara  hætti þessu elífðar framsóknargjammi um hluti sem þeir eru ábyrgir fyrir sjálfir að hluta eins og þessari ferjusmíði, þeir sátu sjálfir í fyrverandi samgöngunefnd.

Þeir verða bara að átta sig á því að þeir tóku líka þátt í þessari síðustu ríkistjórn spillingar og afglapa.

Afhverju bera þessir tveir menn Árni og Sturla ekki ábyrgð á þessu mörg hundruð miljóna skaða sem ríkissjóður hefur orðið fyrir og segja af sér, eru þessir menn alveg siðblindir.

Mér finnst það.


Tími Framsóknarflokksins er liðin !

Ég hef verið að fylgjast með  eins og aðrir stjórnarandstöðuviðbrögðum framsóknarflokksins. Það er voðalega neyðarlegt að heyra í þessu fólki sem sat í ríkistjórn í  meir en áratug, tjá sig núna.

Vera að gagnrýna eittvað, sem liðið er eins og málefni Fangelsismála,Samgöngumál,Grímseyjarferju, Virkjunarmál og Utanríkismál (bara nokkur dæmi tekin).

Þetta sama fólk hafði öll tækifæri að lagafæra alla þessa málaflokka meðan það var í ríkistjórn en vildi ekki þá, helst ekki hafa neina sjálfstæða skoðun á málunum.

Til að styggja ekki Sjálfstæðisflokkinn.

Í dag er þetta bara ótrúverðugt sem framsóknarmenn eru að leggja til og gagnrýna.

Þetta finnst mér.


Hvar eru mótvægisaðgerðir fyrir sjómenn og fiskverkafólk ? Nú bara heyrist ekki í ríkistjórninni.

Mikil umræða og mótmæli eru út um allt land vegna þessara svo misheppnuðu aðgerða í mótvægismálum, vegna aflaskerðingar hjá ríkisstjórn Íslands.

En auðvitað er málið það, að þeir eru að brasa við að gera eitthvað, jú jákvætt fyrir á sem þessar aðgerðir hitta á.

En ekkert fyrir hina sem eru óánægðir.

En því miður virðast þau í ríkistjórn Íslands ekki hafa neina yfirsýn yfir þetta mál.

Þið þessir ráðherrar og þingmenn,ættuð að skoða þessa skerðingu sjómanna og fiskvinnslufólks og koma á móts við þetta áfall ,sem þessir starfshópar verða í raun fyrir.

Það hefði verið nokkuð klókt hjá ríkisstjórninni að fara sér hægar og fá til sín alla hagsmunahópa sem þurfa aðstoð og skerðing aflaheimilda skellur þungt á. Og reikna eftir það út aðstoðina.

Og hafa stjórnarandstöðuna með í ráðum og vinna þetta mál í anda þjóðarsáttar.

Þetta eru nú einu sinni ríkistjórn sjálfstæðrajafnaðramanna. en þeir kjósa að fara aðra leið í krafti þingmeirihluta held ég frekar en einhverja þjóðarsátt.

Þetta finnst mér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Búið að eyðileggja Spaugstofuna .

Í gærkvöldi var fyrsti þáttur Spaugstofunnar eftir sumarleyfi. Henni stjórnaði "ósama bin" sem augsýnilega var túlkun þeirra Spaugstofumanna sem eftir eru, á Þórhalli Gunnarssyni.

Þátturinn var afspyrnulélegur og óhætt að segja að Þórhalli hafi í byrjun nýsstarfs sín hjá Sjónvarpinu tekist að eyðileggja Spaugstofuna.

Hann er býsna laginn við að eyðileggja og skemma dagskráliði, sem hann kemur nálægt finnst mér.

Það er tildæmis ekki hægt að horfa lengur á Kastljósið það er svo ömurlegt, vonandi breytist það þegar nýr ritstjóri stjórnar þeim dagskrálið.

Mér finnst það helg vé ,sem ekki eigi að breyta,að Spaugstofan fái að starfa eins og áður óháð einhverjum dagskrárgerðarspjátung  og það veriði Örn, Pálmi, Siggi, Karl, og Randver ,sem komi fram sem strákarnir okkar í Spaugstofunni.

Gestaleikarar sem komu fram í gær í Spaugstofunni voru frekar lélegir.

Það væri gaman að vita hversvegna Randver var látinn hætta.

Það er kanski komið fram einhverstaðar en það hefur alveg farið framhjá mér ef svo er.

Þetta finnst mér.


Háseta vantar á bát án kvóta !Háseta vantar á bát án veiðiheimilda !Háseta vantar á bát í einn róður !

Kvótaskerðingin kemur illa við marga sjómenn og fiskvinnslufólk veiðar eiga eftir að dragast mjög mikið saman og sumstaðar eru þetta bara örfáir dagar á ári sem má veiða fisk.

Og það hætta margir og þessi atvinnugrein bara legst af meira og minna. Því er nú ver og miður.

Hver  hefði trúað því fyrir 25 -30 árum að hvítflibbar og braskarar og ráðherrar mundu koma sjávarútvegnum í það horf sem nú er. Mjög fáir held ég 

Ég var sjálfur til sjós í 27 ár og hef séð ýmislegt, og miklar breytingar. En þetta eru ekki breytingar þetta er aðför að sjómönnum og fjölskyldum þeirra.

En ekki er bara verið að auglýsa eftir háseta því það vantar,vélstjóra, kokk og skipstjóra.

Háseta vantar á bát,vélastjóra vantar á línu og net.

En þá verða allir þeir sem neyðast til að hætta til sjós farnir að vinna í Álverunum ,sem eru að spretta upp alstaðar. 

Og eftir þessar niðurfærslur Sjávarútvegsráðherrans með aflaheimildir og skerðingar á lífsviðurværi  fólks í sjávarþorpunum fæst engin til að vinna í fiskiðnaði eða til sjós.

Þá þarf nýjar mótvægisaðgerðir til að fá fólk til að vinna þessi störf. Til að geta borgað t.d. þessu fólki í fiskvinnslu og sjómönnum sömu laun og fólk er að fá í Álverunum.

Hvað ætli bætist við margir nýjir sjávarútvegsbæir sem fá nafnið draugabæir á  næstu árum.

Ég held að það verði Bolungarvík,Vestmannaeyjar,Hornafjörður,Akranes svo eitthvað sé nefnt.

En þá verður bara flutt inn fólk sem hægt er að fara jafnilla með og sjómennina og fiskvinnslufólkið núna.

Þetta finnst mér.


Hverskonar framkoma er þetta við þjóðina hjá Utanríkisráðherranum bara logið upp í opið geðið á þjóðinni. Við erum ennþá ein hinna staðföstu þjóða Ingibjörg Sólrún !!!!

Ég er alveg rosalega sár og reiður hvernig í raun Ingibjörg Sólrún notfærir sér heimsku fjölmiðla í gúrkutíðinni og gefur hinar ýmsu yfirlýsingar, eins og t.d þetta með að við Íslendingar séum ekki lengur á lista yfir hinar staðföstu þjóðir sem hafa drepið  m.a saklausa borgara í ÍRAK.

Ég var svo ánægður að sjá þessa frétt um daginn. Og nú kemur í ljós að þetta er bara ósatt.

Einu sinni varstu líka borgarstjóri og sagðir ósatt fyrir kosningar og hvernig fór svo. þú fórat bara í útlegð. Hvað ætli verði um þig í næstu kosningum ef þú heldur áfram á sömu braut .

Fólk í fjölmiðlaheiminum hefur hingað til getað teyst Ingibjörgu Sólrúnu en sennilega verða nú breitingar á.

Mér finnst allavega að þjóðin eigi skilið að hún biðjist afsökunar á þessari fljótfærni eða lýgi frá henni.

Það finnst mér.


Sjómenn eru ekki með öðrum þurfalingum í mótvægisaðgerðum, sjómenn geta étið það sem úti frýs segir ríkistjórn Íslands.

Sjómenn verða að taka sjálfir alla skerðingu,allt áfallið við niðurskurðinn vegna skerðingar á aflaheimildum. Þetta eru skilaboð ríkistjórnarinnar til sjómanna.

Þetta er bara ótrúlegt sjómenn, sem hafa sótt fiskinn fyrir vinnsluna, útflutninginn,matvælaiðnaðinn og bara allt Íslenskt athafnalíf í gegnum tíðina.

Þeir hafa fiskað svo landkrabbarnir hafa getið menntað sig í gegnum tíðina. Byggt upp þetta þjóðfélag eins og við þekkjum það með að sækja fisk í auðlinda.

Hann er sannarlega búinn að gleyma Sjávarútvegsráðherran úr hvaða lífshlaupi hann er sniðinn úr.

Þetta er bara ótrúlegt stór hluti sjómanna missir atvinnu sína og stór hluti missir tekjur sínar og aðrir lækka um 30 -40% í launum vegna niðurskurðar á aflaheimildum.

Og ríkistjórn Íslands sendir þeim bara "puttan" eins og það er orðað.

Þetta er bara hálfkák þetta  sem ríkistjórnin kallar mótvægisaðgerðir, þetta er bara fálmkennt og ekki nægilega úthugsað.

Það finnst mér.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

 

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 85397

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband