Færsluflokkur: Umræðan
12.9.2007 | 20:58
Ísland er að stíga sín fyrstu skref í átt til hlutleysis í hernaðarmálum í áratugi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er að breyta stefnu Íslands í utanríkismálum með aðgerðum sínum.
Hún kallaði Íslending heim sem var við friðargæslu á vegum NATO ? Alla vega mótmælti einhver Amerískur hershöfðingi þessari heimkvaðningu.eina Íslendingsins sem var í ÍRAK.
Maður hefur ekki lesið eða séð nokkru staðar að þessi sami hershöfðingi hafi mótmælt við aðrar þjóðir sem hafa dregið tugi hermanna sinna frá ÍRAK. Þvílikur hroki og afskiptasemi í þessum hershöfðingja finnst mér.
Þá er búið að taka okkur af lista hinna staðföstu þjóða. Húrra Ingibjörg Sólrún.
Þá er bara næsta skref að kalla alla friðargæskuna heim frá Afganistan. Og að Ísland hætti afskiptum af hernaðarmálum.
Við ættum að segja okkur úr NATO líka, við höfum ekkert að gera þar,þeir þurfa á okkur að halda.
Við ættum að efla tengsl okkar við vestrænar þjóðir öðruvísi en í gegnum NATO.
Við ætlum að ná kjöri í öryggisráðinu það gerum við ekki í gegnum NATO.
En það er ekki hægt að gera allt í einu svo öllum líki, en við erum sannarlega komin með utaníkisráðherra sem þorir að breyta hlutunum.
Þetta líkar mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 23:47
Eitt dauðaslysið enn ! Hvað þurfa margir að deyja á Suðurlandsvegi ?
Svo Samgönguráðherran geri eitthvað í málinu annað en að tala. Hvað ætla ráðherrar kjördæmisins og þingmenn að gera annað en að tala og setja niður hvíta krossa við Ingólfsfjall.
Þetta er bara hrikalegt ráðamenn henda bara framkvæmdum við Suðurlandsveg til ársins 2010 eða seinna.
Þetta er bara ekki í lagi nú væri lag og mótmæla þessu með bílalest frá t.d Vík í Mýrdal og að alþingi og .þenja flauturnar á bílunum þegar farið er framhjá Alþingishúsinu þegar þessir menn eru inni.
Undirskriftalistar virðast ekki hafa neitt að segja.
Mér finnst þetta alveg hrikalegt. Ég votta aðstandendum þess er lést í kvöld á Suðurlandsvegi mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Ég fer eftir þessum drápsvegi á hverjum degi ætli að ég verði næstu?
Kanski verður það einhver þingmaðurinn eða ráðherran í kjördæminu, en þá verður þessu trúlega kippt í lag.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 19:52
Einkavæddir leikskólar er það sem koma skal ?
Mér finnst það mjög góð hugmynd að einkavæða leikskólana eins og fólk er að velta fyrir sér
En það var alveg á hreinu að fulltrúi Samfylkingarinnar í leikskólaráði sem tjáði sig í fréttum, hefur ekki hugmynd um hvernig hlutirnir virka. Með því að segja að það væri ekki æskilegt að fyrirtæki fengi að ráðmenskast með leikskóla.
Það er ekki hægt að gera rekstur leikskóla og nám neitt öðruvísi en lög og námskrá kveða á um.
Þannig ef fyrirtæki uppfylla þau skilyrði sem þurfa að vera til rekstur leikskóla, er ekkert í fyrirstöðunni með að þau reki leikskóla fyrir starfsmenn sína.
Það er hinsvegar hvergi í lögum að ekki megi hækka laun starfstétta. Það er mikið hagsmunamál t.d. fyrir mörg stór fyrirtæki að fólk geti mætt í vinnu og að vandamál foreldra vegna leikskólabarna ,innan fyrirtækja gæti verið leyst þar.
Þetta er velþekkt erlendis og ætti því að vera hægt hér á Íslandi
Það finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lögreglan er búinn að að gera stórkostlega hluti í miðbæ Reykjavíkur nú um helgina. Hundruð manna hefur verið kært og fært fyrir dómara og sektir helgarinnar vegna óláta og brota í miðbænum og ölvunar og fíkniefnamála eru vel á aðra miljón króna. Þetta hlýtur að verða öðrum vegfarendum í miðborginni um helgar mikil viðvörun og öryggi fyrir þá ,sem eru bara að skemmta sér á eðlilegan hátt.
Það kemur líka íljós að menn ætla að setja þá sem eru að koma í bæinn til að valda fólki líkamlegu tjóni, eignaspjöllum, og sóðaskap aftur og aftur ,í nálgunarbann á miðbæinn á ákveðnum tíma um helgar.
Ég vona bara að þeir sem voru teknir núna um helgina fyri hegningarbrot átti sig á því að ef um framhald á þeirra framkomu og umgengni verður óbreytt, geta þeir veriði settir í fangelsi eða skykkaðir í meðferð vegna hegðunarbrota.
Mér líst rosalega vel á, að þessir aðilar sem vestir eru og eru að koma við sögu þessara mála aftur og aftur, sem gerendur fái á sig öklaband í nokkra mánuði í dómi auk sekta og hægt verði að fylgjast með ferðum þeirra um helgar. Og hægt kippa þeim úr sambandi ef þeir koma í miðbæinn í ákveðnum radíus um helgar.
Þá vil ég að veitingastaðir, sem ekki fylgja eftir því að fólk fari ekki með vín í glösum út úr veitingastöunum verði sektaðir um 10,000 á glas og flösku og þeim verði lokað ef ekki verður tekið á þessum málum. Þeir ættu að setja upp stór viðvörunnarskilti við útgöngudyr, svo fólk sjái áður en það fer út með vínglös eða flöskur. Og ef menn og konur láta sér ekki segjast þá er að hægt kæra þá sem þetta gera , og ef ef veitingastaðnum yrði lokað með lögregluvaldi.af þessum völdum væri hægt fyrir veitingamenn að kæra viðkomandi sem brjóta reglurnar.
Ég vil hækka sektir ennþá meira og hafa lámarks sekt 30.000 kr fyrir þau brot sem verið er að refsa núna, því 10 þúsund krónur eru bara lítill peningur miðað við skemmdir og kostnað ,sem þessi lýður er að skemma og eyðileggja.
Gerendur ofbeldisbrota og brota gegn lögreglusaþykktum og veitingahúsaeigendur verða bara að skilja að þetta er bara alvörumál, sem þeir sjálfir eiga að laga.
Til hamingju Lögregla þetta er bara réttlætismál fyrir hina sem kunna að haga sér eins og fólk um helgar í miðbæ Reykjavíkur, að geta gengið óáreitt um stræti og torg. er bara réttlætismál.
Þetta finnst mér
Umræðan | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2007 | 17:13
Nú skulum við taka Spánverja í kennslustund í knattspyrnu !!!!
þetta verður mjög spennandi leikur í kvöld milli Íslendinga og Spánverja og Spánverjar tefla fram öllum helstu stjörnum sínum í kvöld.
En við erum með aukaöfl til að hjálpa okkur, t.d. Kára jötunmóð kuldbola og systir hans rigninguna sem er bara ísköld í kvöld og svo frændi þessara afla haustvindurinn sem næðir um fíngerða spánverja, en ég held að Spánverjar séu ekki mjög vanir að spila í svona kulda,rigningu og svölum vindi.
Við skulum nýta þetta. Ég er viss um að við eigum eftir að standa okkur vel í kvöld.
Strákarnir okkar þurfa stuðning í Laugardalnum í kvöld, áfram Ísland.
Ég er viss um það.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 23:11
Enn og aftur talar Seðlabankastjórinn niður til allra landsmanna mér finnst hann bara elliæran kall sem á að segja af sér.
Ekki skil ég alveg hvernig Seðlabankastjórinn getur komið fram aftur og aftur og gagnrýnt peningastefnu ríkistjórnarinnar og peningastefnu alþjóðafyrirtækja. sem eru starfrækt eru á Íslandi.
Talað bara endalaust niður til fólks.
Og núna ræðst hann á Viðskiptaráðherran og lítisvirðir yfirmann sinn opinberlega.
Ég held að Viðskiptaráðherran ætti að senda Seðlabankastjóran í frí út kjörtímabilið svo ríkistjórnin fái að starfa í friði.
Það eru í gildi ákveðin lög um Seðlabanka Íslands sem hann Seðlabankastjórinn ætti kanski að lesa aðeins betur en hann hefur gert hingað til. Það þorir bara engin að setja niður málin við hann.
Ekki gerir Geir Það.
Seðlabankastjórinn er bara aðalstjórnandinn í landinu, mér finnst hann bara vaða yfir allt og alla.
Hann ætti kannski að lesa þær reglugerðir sem fylgja þessum lögum og hefur verið breytt nokkrum sinnum. Um t.d. hvert hlutverk Seðlabankastjóra sé í raun og veru.
Hann er búinn að gleyma að allur sá vandi sem steðjar að núna í sjávarútvegi og landbúnaði er til komin af peningastefnu fyrri ára. Nú horfir hann framhjá því og því sem er að ské í alþjóðaviðskiptum í dag.
Og því sem er að ské í alþjóðafyrirtækjunum á Íslandi, hvernig hann sjálfur hefur unnið að því að leggja Sjávarútveginn og Landbúnaðinn í rúst.
Breyting í EVRU er bara staðreynd hjá fyrirtækjum á Íslandi og er að ské núna ,fyrirtæki eru að færa hlutafé sitt í erlendar myntir og verða að lokum ekki háð einhverum vaxtabreytingum frá Arnarhólnum.
En ef Seðlabankastjórinn vill ekki vera með núna og skilja það sem er að þróast á peningamarkaðinum, þá fara þessi fyrirtæki sem eru burðarrás þjóðfélagsins úr landi meða allt sitt og eftir verða bara útibú, með engar framkvæmdir hérlendis.
Og framkvændir og önnur uppygging þessara fyrirtækja færist bara annað.
Hann vill það kannski?
Mér finnst Seðlabankinn bara vera stofnun sem á að leggja niður. Og það á að endurvekja Þjóhagstofnun sem veitti raunverulegt aðhald á sínum tíma en var bara lögð niður með einu pennastriki af núverandi Seðlabankastjóra, þa Forsætisráðherra.
Hann á að hætta, bara segja stöðu sinni lausri og hætta sem Seðlabankastjóri.
Er hann er kannski að ná sér í einhver meiri réttindi til elliáranna með setu sinni sem Seðlabankastjóri ég veit það ekki ?
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2007 | 20:39
Yfirgangur rússneskra sprengjuflugvéla í lofthelgi Íslands er stórhættulegt sjónarspil.
Það á að gefa rússneska sendiherranum rauða spjaldið, á teppinu hjá Utanríkisráðherra í fyrramálið finnst mér. Og mér finnst að það eigi að kveða mjög sterkt að orði við sendiherran, ef um fleiri flug verði án tilkynninga Rússneskra yfirvalda til Íslenskra stjórnvalda.
Hann gæti bara átt von á að fara að pakka niður dótinu sínu ef þetta endurtaki sig, mér finnst þetta svo alvarlegt brot. Þetta eru jú flugvélar sem geta borið kjarnavopn.
En kannski er þetta einmitt sá leikur sem Rússar ætla sér, að láta Island kalla á aðgerðir frá NATO vegna þessara flugsýninga . Og geta þá sýnt fram á að við getum ekki tekið sjálfstæða ákvörðun, ef við kæmust í Öryggisráðið, yrðum bara að fara eftir niðurstöðum ákvarðanna í Nato.
En fyrst ég er að tjá mig um Utanríkismál þá er....
Ég er alveg sammála Utanríkisráðherra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um að kalla friðarsveitarfulltrúan heim frá Írak.
Hún ætti líka að kalla hina friðarsveitina í Afaganistan heim líka. Ég held nefnilega að með því fengjum við mun fleiri atkvæði í þetta embætti sem sóst er eftir í Öryggisráðinu.
Það gæti nefnilega valdið mun á valdajafnvægi að eitt Natóland í viðbót Ísland settist í Öryggisráðið.
Og því tel ég að af okkar hálfu eigum við ekki að koma nálægt neinu hernaðarbrölti og bara virða og verja Íslensku Srjórnarskránna.
Við þurfum ekki NATO þeir þurfa okkur.
Það finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 18:52
Axarsköft þriggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins eru vítaverð en nú heyrist ekki orð frá Samfylkingunni,nú þarf tryggja samskiptin.
Klúður fyrrverandi Samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar vegna Grímseyjarferju og það er alveg sama hvernig hann reynir að klína mistökum á aðra, þá berast böndin alltaf að honum aftur. Og þá er það Fjármálaráðherran Árni Mathisen en hann kom flokkbróður sínum til hjálpar í klúðrinu og gaf fyrirheit um óútfyllta ávísun vegna umframkostnaðar við ferjuna. Hvað er svona kallað yfirleitt ? Læt aðra um að finna orðið.
Þetta er allavega búið að sprengja skalan sem nýtt skip í þessum skipaflokki hefði kostað.
Þriðji ráðherran er Björn Bjarnarsson hann gefur út reglugerð, sem enginn lagabókstafur er fyrir. Þetta er búið að kosta dómara á báðum dómstigum vinnu í meðhöndlun mála. Og meinta sakborninga ómæld óþægjindi. Og málinu var vísað frá í báðum dómstigum. Þurfa þessir ráðherrar sem eru svona klárir eins þessir þrír ekki að fá sér aðra og nýja ráðgjafa sér við hlið fyrst klúðrið er ekki ráðherranna. Ég bara spyr.
Og samstarfsráðherrar úr Samfylkingunni sem hafa gagnrýnt þesssi mál í samgöngumálum og í dómsmálum, þegar þeir voru i stjórnarandstöðu, þegja bara þunnu hljóði núna.
Þannig að það hefur verið óskup lítið í raun og veru að marka Samfylkinguna í stjórnarandstöðu eða í kosningabaráttu á síðustu misserum. Þeir eru bara búnir að gleyma öllu sem miður var og er. Taka bara þátt í klúðrinu núna.
Þetta finnst mér
Umræðan | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Með ólíkendum er þetta sjónarspil FH gegn 1.deildarliði Fjölnis úr Grafarvogi. Sem gerði sér lítið fyrir og sigraði Fylkir í undanúrslitum í fótbolta í gærkveldi.
Aðalsprauturnar í liði Fjölnis, eru leikmenn í FH sem ekki hafa fengið tækifæri með Hafnarfjarðarliðinu og voru lánaðir til Fjölnis og hafa leikið með liðinu að undanförnu,væntanlega með samþykki KSÍ .
Efast samt um að stjórn KSÍ hafi lesið þennnan samning milli Fjölnis og FH sem um er að ræða.
Það ætti að vera KSÍ ,sem ógildi þessi ákvæði í samningum FH og Fjölnis um hvaða leiki leikmenn Fjölnis megi leika.
Þetta er bara siðlaust.
En ég tel að þessir láns Hafnfirðingar ,séu leikmenn Fjölnis og eigi ekki að þurfa að lúta nauðungarsamningum.
Og FH geti með því að banna leikmönnum Fjölnis að leika í úrslitum bikarkeppninar haft veruleg áhrif á það að FH verði sjálfir bikarmeistarar.
Það er bara skítalykt að þessu.
Finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2007 | 16:51
Einkavæðing Orkuveitu Reykjavíkur er næst á dagskrá ?
Ekkert er að marka yfirlýsingar ráðamanna í Orkuveitunni, í ríkistjórn, ráðuneytum, borgarstjórn um að ekki sé verið að einkavæða Orkuveituna með því að gera hana að EHF.
Þessir aðilar sem knýja á að kaupa hluti núna í Orkuveitu Reykjavíkur og vilja gera fyrirtækið að EHF. eru sömu aðilar sem standa að "Grænniorku",sem knúðu dyra hjá Hitaveitu Suðurnesja forðum daga.
Orkuveitan á að vera í þágu og eigu almennings og því þarf ekki að breyta.
Stöndum vörð um almenningshagsmuni. Það er komið nóg af einkavæðingu.
Það finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
-
annaeinars
-
arikuld
-
arndishauks
-
utvarpsaga
-
reykur
-
kaster
-
birgitta
-
gattin
-
brylli
-
dansige
-
danth
-
egvania
-
finni
-
gelin
-
gudbjorng
-
straumar
-
hallkri
-
heidistrand
-
hlf
-
heimssyn
-
snjolfur
-
don
-
fridust
-
jakobjonsson
-
jenje
-
jon-o-vilhjalmsson
-
prakkarinn
-
juliusbearsson
-
larahanna
-
veffari
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
svarthamar
-
skari60
-
fullvalda
-
nimbus
-
sigurjonth
-
tara
-
vga
-
thj41
-
heilsa
-
kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 85398
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar