Færsluflokkur: Umræðan
1.9.2007 | 18:31
Vinstrihreyfingin Græntframboð sleikja sárin saman, eftir að Samfylkingin rauf stjórnarandstöðuna.Nú verður sko brugðist við !
Nú stendur yfir flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar Grænsframboðs á Flúðum. Aðeins vottar fyrir beiskleika í garð Samfylkingarinnar í umræðum manna og segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé höfuð andstæðingur flokksins.
Ekki veit ég hvernig þau ætla að vera með sterka sjórnarandstöðu við þessa ríkistjórn. Í málefnasamningi þessarar ríkistjórnar eru á döfinni fjölmörg mál sem Vinstrihreyfingin Græntframboð var sammála Samfylkingunni þegar þau voru saman í stjórnarandstöðu. Ég læt aðra um að lesa stjórnarsáttmálan í dag.
Það var neyðarlegt í vikunni að heyra menn hrópa ríkisstjórnin 100 daga gömul og ekkert hefur gerst.
Stórhluti þessa tíma sem mælir 100 daga ríkistjórnar er á sumarleyfistíma og þá er yfirleitt ekkert að ské.
En ríkistjórnin hefur sko ekki verið aðgerðalaus alla vega ekki Utanríkisráðherran það hafa verið haldnar 3 heræfingar og opinber heimsókn til Mið -Austurlanda.
Það var nú ekki mikil andstaða um þessi mál að hálfu Vinstrimanna. Einhvern tíma hefðu menn mótmælt svona með kröftugum útifundum.
Í þessa 100 lífdaga ríkistjórnarinnar hefur ekki verið nein stjórnarandstaða, trúlega allir í sumarfríum á þeim bæ líka.
Þetta á kannski eftir að slípast aðeins.....
Þetta finnst mér
Umræðan | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 21:41
Enn og aftur um fyrirgreiðslupólitík og núna er það fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins,Seðlabankastjóri og forstjóri framsóknartryggingarveldisins.
Finnur kallinn Ingólfsson hefur sko sannarlega notið fyrirgreiðslupólitíkur, Halldór Ágrímsson kom honum í Seðlabankan og síðan í V'IS. Þeir þurftu víst að halda sínu framsóknarsæti á þessum stöðum.
Hvar er þetta skráð að stjórnmálaflokkar eigi Seðlabankastól ? Af hverju eru ekki ráðnir hæfustu mennirnir í þessa stöðu? Þetta verður bara að stöðva í eitt skipti fyrir öll. Vonandi tekst Samfylkingunni að breyta þessu.
Svakaleg lykt er af þessu Finns máli finnst mér.
En maður áttar sig ekki alveg á því hvernig hann hefur getað fengið lánað einhverja miljarða til að kaupa hluti í Icelandair Group og átt þá í nokkra mánuði og selur þá hlutina og andvirðið er eitthvað 4.8 miljarðar og þegar hann hefur greitt lánin á hann samt 300-400 miljónir króna sem er hans beini hagnaður.
Hverskonar bull er þetta eiginlega. Hver tapar þessum 300 -400 miljónum ?
Gætu það verið almennir hluthafar, eða eru kannski engir allmennir hluthafar eftir bara samþjöppunarhópar ríkra manna og kvenna sem þetta skiptir engu máli fyrir.
Þetta er bara ógeðslegt og sýnir bara brotabrot af því, sem vinir í áhrifastöðum eru að gera fyrir vini sína úti á akrinum.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 19:05
Fyrirgreiðslupólitíkinni líkur ef þú ert gamalmenni á vergangi. Eða gamalmenni á elliheimili.
Það er bara rosalegt hvernig komið hefur verið fram og er komið fram við fólk ,sem getur ekki hugsað um sig sjálft, og ættingjar og makar hafa ekki tök á að annast ástvini sína.
Þá er fólkinum komið fyrir á stofnunum og fá til afnota herbergi og oft með öðrum.
Ástvinir, hjón eru aðskyld vegna mismunandi veikinda.
Í sumum tilfellum ef gamlafólkið hefur digran sjóð á bak við sig, hefur t.d verið bankastjóri, ráðherra eða lögfræðingur, eða bara háttskrifaður embættismaður getur það verið bara eins og það listir. Og þeir fá líka sínar bætur með fjármagnstekjunum sínum.
Sumir eru hreinlega svo illa fjárhagslega staddir að það sem þeir fá frá tryggingarstofnun, og lífeyrirsjóðum rétt dugar fyrir dvölinni á elliheimilinnu.
En á þessum stofnunum er trúlega hið vænsta fólk en það bara talar ekki Íslensku og enginn skilur kvað það er að segja. Þetta getur ekki verið í lagi og mikil hætta á mistökum.
Vonandi gerir Jóhanna eitthvað gott fyrir þetta fólk sem verst er statt.
Það finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 20:32
Umsagnir dómara um dómara tímaskekkja.
Það hlýtur nú að koma að því að Alþingi breyti lögum um val dómara í Hæstarétt. Og ég er hissa á því að ekki skuli vera kominn fram tillaga um breytingu á lögum um ráðningu Hæstaréttardómara.
Í dag þurfa Hæstaréttardómarar, er samkvæmt lögum ,að gefa Dómsmálaráðherra einhverja umsögn um viðkomandi nýja umsækjendur Hæstaréttardómara.
Og þurfa síðan að vinna með þeim sem ráðinn er af Dómsmálaráðherra, burt séð frá því hvort hann sé hæfastur eða ekki.
Það er komin timi til að breyta þessu og gera þetta gegnsægt. Og setja saman ráðningarnefnd til að ráða í æðstu stöður í opinbera geiranum.
Þessi ráðningarnefnd fengi í hendur ferilskrá þeirra manna sem sóttu um störf eins og Dómara, Seðlabankastjóra,Lögreglustjóra, Ríkissaksóknara,Skattarannsóknarstjóra,Forstjóra stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins.
Þá yrðu bara þeir hæfustu ráðnir og pólitískar vildarvinapólitík vonandi úr sögunni.
En það verður nú sennilega einhver bið á því, fyrirgreiðslupólitík sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið meiri enn einmitt núna. Ég ætla að eftirláta öðrum að tíunda hana.
Hinn flokkurinn í ríkistjórninni fær engu áorkað í þessum málum. Aðal pólitíkin hjá Samfylkingunni er að hafa hernaðaræfingar á hernaðaræfingar og meiri hernaðaræfingar.
Þau dansa bara með Sjálfstæðisflokknum í darraðadansi frjálshyggju og fyrirgreiðslupólitíkur.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 10:40
Ferðaþjónustan fær ofanígjöf erlendis frá.
Ísland er of dýrt ferðamannaland, stendur ekki undir væntingum sumra ferðamanna.
Bláalónið er uppskrúfað fyrirbæri,aðstaða við margar af fallegustu perlum íslenskrar náttúru engin.
T.d við Dymmuborgir þar er t.d engin salernisaðstaða og ef grant er skoðað má sjá víða sjá klósettpappír undan stenum eða í rjóðri.
Litlar sem engar upplýsingar og leiðbeiningar eru á erlendum tungumálum.
Þá er gistiaðstaða í bændagistingu og margra hótelana 1 -2 stjarna og ekki hægt að gera neinar kröfur í raun á svo leiðisstöðum. flest starfsfólk í þrifum og þjónustu er erlent og skilur ekki þann standard sem þarf að vera.
Matur og drykkur er með álagningu í þúsundum %, eins og t. Hamborgarar, bjór og vín.
Það getur varla verið eðlikegt að flaska úr Ríkinu sem kostar 1100 kr kosti 4.000 kr inn á veitingastað halló....halló.
Þetta er alveg rétt og er ég mjög hissa hvað allir eru bara rólegir yfir þessu og bara hrista skankinn og ætla að hunsa þessa viðvörun sem birtist í mjög viðlesnu erlendublaði.
Er ekki enhverjir sofandi í þessum geira.
Það finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 15:22
Þeir sem bera ábygrð á mengun framtíðarinnar og eyðileggingu á auðlyndum okkar í sjó og á landi. Hafa allir setið í ríkistjórnum Íslands undan farin 25 ár.
Það verður gaman fyrir þetta fólk í framtíðinni að lifa við það að hafa eyðilagt lífríki Íslands. Hafa klárað fiskinn í sjónum með vildarvinum sínum og gefið erlendum auðhringjum möguleika að sölsa undir sig landið og mengunarkvótan sem íslandi var úthlutað og raforkuna .
Ef öll þessi áform um störyðju sem eru á döfinni verða að veruleika, er búið með Ísland sem náttúruperlu og hreinnt loft. Mengun á 'islandi mun sjást untan úr geymnum í framtíðinni.
Hefur engum dottið í hug fyrst við erum að verða ein mesta mengunarþjóð í Evrópu að fá kjarnorkuúrgangseyðingarstöð það vantar bráðum ekkert annað hér á Íslandi.
Það verður gaman fyrir þetta ráðafólk í framtíðinni að svara þegar barnabörnin spyrja, afi,amma voruð það þið sem sökktuð landinu við kárahnjúka,létuð þið reysa öll þessi álver og þetta og þetta.
Jú það erður gaman því þessu fólki er bara alveg sama um framtíðina og eiga eftir að segja með stolti. jú þetta er allt okkur að þakka.
Þetta eru svona hugleiðingar vegna þess að fyrverandi ráðherra, sem nú er forseti Alþingis hefur enga ábyrgðartilfinningu og veit ekki hvað það er í raun og veru, ég held það ,alla vega útaf svörum og ummælum sem hann lætur hafa eftir sér. Mér finnst hann vera svona Árni Johnsen Vesturlands.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.8.2007 | 12:17
Hvað þurfa margir að deyja á Suðurlandsvegi, svo Alþingismenn og ráðherrar skammist sín .Og byggi tvöfaldan Suðurlandsveg.
Hvað er að þesum mönnum, sem stjórna samgöngumálum og stjórnuðu þeim á síðasta kjörtímabili.
Eru þeir gjörsamlega siðblindir falsarar, er ekkert að marka neitt í kosningaloforðum þessara manna.
Það er nú ekkert að marka þó Sturla Böðvarsson hafi ekki gert neitt fyrir Suðurland,ég held að hann viti ekki hvar Suðurland er.
En ég hafði einfaldlega meiri trú á Kristjáni Möller og hélt að þarna væri komin ráðherra sem ætlaði að þjóna öllu landinu og leysa alvarleg samgönguvandamál eins og Suðurlandsvegur er.En hann veit sennilega ekki hvar Suðurland er heldur. Hvað þá vegurinn um Suðurland.
Nei þessir menn vilja frekar að það bætist við hvítu krossana við Ingólfsfjall á næstu árum.
Þvílíkir svikarar sem þessir ráðherrar eru, en allt í lagi það verða kostningar aftur til Alþingis. og kanski verður þá búið að stofna eða sameina þau öfl sem eru í andstöðu og þá sem eiga eftir að fara frá Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum á næstu árum.
Ég lýsi algöri ábyrgð á hendur Kristjáni Möller og Sturlu Böðvarsyni á þeim dauðaslysum sem eiga eftir að verða á suðurlansvegi á þeirra kjörtímabili.Meðan engar framkvændir eru gerðar á veginum.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2007 | 09:44
Ofbeldið í miðbæ Reykjavíkur leyst ?
Nú eru komnar fram hugmyndir yfirvalda ,borgarstjórnarmanna og annara hvað sé rót þessara ofbeldis- og skrílsláta í miðbænum um helgar.Og hvað skuli nú gera til að stoppa þennan lýð í iðju sinni. Einum datt í hug að þetta væri bara allt Á.T.V.R. að kenna, að þeir voguðu sér að selja kaldan bjór og vín í verslun sinni í Austurstræti. Og nú er búið að taka kælinn í burtu. Er ekki allt í lagi með suma. Einum fannst að það væri nauðsynlegt að færa opnunartíma veitingahúsa til baka og loka öllu klukkan 3 eftir miðnætti. Ja hérna hvað menn eru fljótir að gleyma öllu sem því fylgdi forðum daga. Allir eru þó sammála um að gera lögregluna sýnilegri og láta hana fara um í hópum.Það hefur áhrif á ofbeldismenn. Sumum finnst að þeð eigi að fjölga myndavélum,upp allan Laugaveg og Hverfisgötu og í Þingholtum og Grjótaþorpi og bara nærliggjandi götum miðbæjarins. Sumir telja að reykingabannið á veitingastöðunum sé að valda látum og sóðaskap fyrir utan veitingastaðina. Allar nektarstaðir og súlustaðir bannaðir. Ég hef nokkrar hugmyndir um þessi mál sem eru mjög áhrifamikil og kosta lítið. Mér dettur í hug að vera með dóphunda lögreglunnar og víkingasveitina á ferli í bænum um helgar eins og gert er í alvöru lögregluríkjum. Það mætti líka setja nálgunarbann í ákveðinn radíus á miðbæinn um helgar fyrir þá sem sýnt hafa af sér ofbeldi gagnvart öðrum. Því mætti framfylgja með því að setja á þetta fólk öklaarmband svo hægt sé að fylgjast með því. Það mætti líka setja útgöngubann um helgar á miðbæinn. Það mætti líka færa alla veitingastaðina út að bæjarmörkum Reykjavíkur í allar áttir því þetta fólk sem kemur í miðbæinn er líka úr öðrum sveitarfélögum. Það mætti líka banna alla leigubíla í miðborginni um helgar. Þá kæmist bara engin heim af fyllérínu. En sumt af þessu er ekki í anda frjálshyggjunar og passar því ekki í þetta samfélag sem búið er að móta í miðbæ Reykjavíkur Dæmi nú hver um sig. Þetta finnst mér. | ||
» Enginn sagt sína skoðun |
Umræðan | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 20:26
Fiskhjarðir og fiskhjarðmenn !
Rosalega lýst mér vel á þessa útfærslu í fiskeldi ,sem menn hafa verið að viðra undanfarna daga í Arnarfirði að safna fiski saman í hjarðir.
Að reka fiskhjarðir á beit í fjörðum og mynda sjálfbæra veiðistofna er eitthvað sem er bara rosalega athyglisvert.
Ef þetta er hægt væri hægt að vera með ýsu þarna, þorsk annarstaðar, rækju,humar, lúðu í sér hjörðum og bara taka úr stofninum það sem væri búið að selja. Sjálfbærar veiðar ?
Þetta er bara svo ótrulegt og peningalyktin er bara byrjuð að finnast. Ætli útgerðarmenn yrðu þá kallaðir smalar? Eða fiskhirðar ?
Ég er vissum að þetta er framtíðin og þetta á að rannsaka alveg í botn. Það eru nú samt einhverjir áratugir í þetta, en þetta er einmitt tryggingin sem framtíðin þarf í fæðuöflun.
Þetta þarf að skoða í botn.
Það finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.8.2007 | 18:18
Setjum myndavélar í kirkjugarðana til að ná þessum óþverrum sem virða ekki grafir látina,legsteina,krossa og annað sem prýðir garfir fólks.
Það er með ólíkendum hvað fólk leggur sig lágt með að eyðileggja og skemma.
Unglingar, sem sennilega hafa ekki fengið neitt uppeldi,eða eru bara sneiddir allri dómgreind, fara hamförum í kirkjugörðum, rífa upp krossa,velta um legsteinum,krassa á krossa og legsteina, eyðileggja kertastjaka og ljós og gróður ,sem aðstandendur hafa sett á leiði ástvina.
Þeir stunda kappakstur í görðunum bæði á bílum og vélhjólum. Eru bara með hortugheit og kjafthát við fólk og lögreglu ,sem hefur haft afskipti af þeim.
Hvað gengur þessu fólki til bara særa aðra eða hvað ?
Manni var kennt það í æsku að bera virðingu fyrir látnum.
Mín skoðun er sú að þeir sem nást við þessa skemdarverkaiðju skuli nafngreindir og birt mynd af þeim í fjölmiðlum.
Sektir við svona skemmdum í kirkjugörðum ætti að vera með hæstu sektum bara eins og aka á 200 km hraða fram hjá barnaleikvelli. Ef þessir unglingar sem eru að skemma og eyðileggja eru undir aldri, jú þá eru foreldrar ábyrgir og þurfa að borga sektir. Gaman fyrir þá.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
-
annaeinars
-
arikuld
-
arndishauks
-
utvarpsaga
-
reykur
-
kaster
-
birgitta
-
gattin
-
brylli
-
dansige
-
danth
-
egvania
-
finni
-
gelin
-
gudbjorng
-
straumar
-
hallkri
-
heidistrand
-
hlf
-
heimssyn
-
snjolfur
-
don
-
fridust
-
jakobjonsson
-
jenje
-
jon-o-vilhjalmsson
-
prakkarinn
-
juliusbearsson
-
larahanna
-
veffari
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
svarthamar
-
skari60
-
fullvalda
-
nimbus
-
sigurjonth
-
tara
-
vga
-
thj41
-
heilsa
-
kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar