Færsluflokkur: Umræðan

Enn og aftur um lélega Stuðmenn.

Maður verður bara leiður og sorgmæddur að heyra bullið og virðingaleysið í Jakobi Magnússyni á Bylgjunni og í öðrum fjölmiðlum við hlustendur og stuðningsmanna stuðmanna í gegnum tíðina.

En málið er að þessir gömlu karlar í Hljómsveitinni Stuðmönnum sem tróðu upp í laugardalnum  eru bara orðnir lélegir og útdauðir og að bjóða 20 -40 þúsund manns upp á svona gaul, er bara ömurleg markaðsetning á slíku tækifæri ,sem þarna var fyrir þá. ´Eg veit ekki til þess að Björgvin Halldórsson hafi nokkrum sinnum verið í þessari hljómsveit enda var hann alveg í sama lélega gæðaflokknum og hinir meðlimir hljómsveitarinnar Stuðmanna.

Þarna á sviðnu í laugardal voru bara í reynd þrír meðlimir Stuðmanna þeir Jakob, Egill , og gamli trommarinn.

Valgeir er hættur,Ragnhildur er hætt,Þórður er hættur, og hinn gítarleikarinn sem ég man ekki hvað heitir er hættur.

Það er mjög alvarlegt finnst mér hjá Jakobi Magnússyni að gera lítið úr hlustendum og stuðningsmönnum þessarar hljómsveitar í gegnum tiðina með ummælum sínu í fjölmiðlum.

Þarna reyndar slökktu þeir sjálfir endanlega á stuðmönnum og luku að mínu mati ferlinum með skömm.

Þetta finnst mér.


Stefna Íslendingar í heimsyfirráð ?

Hvert stefnir eiginlega í öllu hjá okkur ?Hvaða ógn erum við að verða við umheiminn ?

 Hérna heima vilja menn bara safna til sín fyrirtækjum, sem engir vilja hafa lengur í löndum sínum.

Menn vilja Álver í Helguvík, Stækkun í Straumsvík ,Álver  á Húsavík, Álver í Þorlákshöfn,  Álver á Vatnsleysuströn, Álþynnuverksmiðju í Eyjafirði, Olíuhreinsistöð í Arnarfirði. Bjórverksmiðju til Vestmannaeyja, og svona mætti lengi telja.

Og svo öll jarðgöngin, sem á að byggja út um allt svo fleiri geti flutt frá krummaskuðunum og í borgina. 

Könnun er fyrirhuguð á landsgrunnsinssvæðinu vegna olíuvinnslu af hafsbotni.

Kolefnisjafna á allt jafnvel þó vistkerfinu stafi hætta á vegna gróðursetningar erlendra trjáa.

Menn eru farnir að falast eftir mengunarkvótum hér heima og í öðrum löndum.Kanski það verði nú það næsta að menn fari að versla með mengunarkvóta, fyrst ekki má veiða fisk.

Það heyrðist í stjórnmálamanni um daginn, sem er að tala fyrir mengandi olíuhreinsistöð staðsetta fyrir vestan  og að vestfirðingar hefðu nú ekki eytt, sem neinu næmi af þessum mengunarkvóta er Íslandi hafði verið úthlutað. Þetta er bara ekki í lagi að menn tali svona í alvöru.

Á sama tíma er verið að skipta út bensín og Dízel bílum ,fyrir rafmagni og etanol, og vetni og verið að vinna að endurbótum á öðrum eldsneytisgjöfum fyrir skip og flugvélar.

Við kaupum ýmsar stofnanir og fyrirtæki erlendis, sem er í mörgum tilfellum þjóðarstolt í þessum lödnum. Nefna má "Magasin" og fl.

Við eigum helstu bankanna í nágrannaríkjum okkar.

Við eigum stæsta Lyfjafyrirtæki í heimi, Fræg erlend íþróttafélög, Alþjóða síma og fjarskiptafyrirtæki.

Útgerðarfyrirtæki út um allan heim og getum því verið að veiða úr auðlindum annara þjóða án þess að blikna.

Við eigum fjölda fyrirtækja í Kína. Og nú ætlum við að eignast raforkuauðlindir annara þjóða.

Með þessu áframhaldi verðum við helstu miðlarar í heiminum í framtíðinni með vatn,matarforðabúrs og orku .

Ef þetta verður, er eins gott fyrir allar þjóðir að vera góðar við litla stóra Ísland

Svo ætlum við að komast í Öryggisráð Sameinuðuþjóðanna til hvers eiginlega, jú til að geta vítt aðrar þjóðir og sagt nei gegn baráttu annara þjóða, sem ekki fara þá leiðir, sem við kjósum.

Við erum  nú enþá staðföst þjóð.

Við erum svo sannarlega ekki búnir að gleyma uppruna okkar og forfeðra víkinganna við högum okkur bara eins þó eitthvað sé liðið frá vikingaöld.

Þetta finnst mér.

 

 


Það er alltaf sama sagan að hausti ár eftir ár.Vantar Grunnskólakennara hér og þar og Leikskólakennara næstum því alstaðar.

Mikið er þetta vandræðalegt hvert einasta haust. Þegar svona korter er í það að skólarnir byrji er bara sumstaðar algjört kaás vegna þess að ekki hefur tekist að ráða lærða kennara við hinar ýmsu skóla og stofnanir.

Og hversvegna, jú menn tíma ekki að borga mansæmandi laun fyrir að vera með börnin í skólanum allan daginn menta þau og koma til manns. Og menn læra aldrei neitt virðist bara ana áfram og söngla ,þetta reddast bara eða seinna "fallinn með fjóra komma níu".

Menn tíma ekki einu sinni að borga þeim ófaglærðu almennileg laun.

Skömmin hjá Reykjavíkurborg , með að setja ekki skammtímahækkunina á þetta ófaglærðafólk líka eins og Leikskólakennaranna eru menn og konur bara ekki í takt við tíman.

Þetta ófaglærðafólk er oftastnær að gera það sama og Leikskólakennarar.

Skammist ykkar bara og borgið  öllu þessu ófaglærða og lærða fólki mannsæmandi laun þá er vandinn leystur

Þarf kannski að minna ráðamenn á að nú er árið 2007 en ekki 1957.

Þetta finnst mér bara ekki hægt lengur.

 

 

 


Menningarviðburður að baki

Þá er hin svo kallaða menningarnótt að baki og síðasta fólkið að fara heim í alla vega ástandi.

Mér finnst þetta mjög flott og allar þær sýningar og uppákomur alveg einstakar. Samt finnst manni  svona á fréttum að dæma, að um sé að ræða eina mestu fyllerísishelgi ársins og kannski 50 -70 þúsund að smakka það í bænum og síðan heima. En þetta er bara allt í lagi meðan enginn er drepinn eða limlestur finnst mér.

Hvað ætli svona skemmtun kosti ? Þetta er líka spurning um að forgangsraða verkefnum en það virðist ekki vera nein vandræði að tryggja peninga í þetta verkefni.

Önnur samfélagsverkefni sitja bara á hakanum. Eins og málefni barna og unglinga og gamals fólks.

Þetta er samt umhugsunarefni t.d.að kveikt er í flugeldum fyrir miljónir króna. En svona er víst hluti af menningunni hún kostar víst eitthvað.

Þetta finnst mér.

 


Hernaðarbröllt Íslendinga vatn á myllu annara herþjóða.

Það er alveg með ólíkendum að það skuli verða Íslendingar sem hefji nýtt "kalt stríð". Eftir að NATO með Ísland í forustu hélt heræfingar um daginn hefur Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnt að rússar muni hefja eftirlitsferðir með flughernum. Þetta hefur ekki gerst síðan í lok kalda stríðsins.

Hernaðaræfingar hinna staðföstu þjóða og NATO ógna einfaldlega öryggi Rússlands. Er nokkuð skrítið að það skuli vera uggur í ýmsum þjóðum eins og t.d. Rússum þegar leiðtogar ríkja geta bara tekið ákvaranir um að ráðast á önnur ríki. Eins og t.d. hinar staðföstu þjóðir gerðu.

Hættum þátttöku okkar í NATO, en eflum tengsl okkar í öðrum samtökum vestrænna þjóða.

Þetta finnst mér.


Viltu eiga Geitung sem gæludýr ?

Það er nokkuð mikið um það núna að Holugeitungur sé að valda fólki leiðindum í görðum sínum.

Trjágeitugur er líka á ferðinni og er ennþá að.

Það er nokkuð mikið um holugeitung núna og eru búin orðin ansi myndarleg sumhver eins og fótboltar. Fólk verðu mikið var við þá núna og má það rekja til þess að fólk er að koma úr fríum og vill vera í garðinum sínum, en þá er bara annar búinn að taka yfir. Það er mjög rík ástæða að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að láta búin vera, en segja frá þeim og láta eyða þeim . Núna er að fara sá tími í hönd að geitungadrotningin er að framleiða nýjar drotningar fyrir næsta sumar.

Um daginn var meindýraeyðir kallaður til vegna þess að barn var stungið í garði á höfuðborgarsvæðinu. Meindýraeyðirinn eyddi búinu en barnið var að kvarta og kvarta og meindýraeyðirinn hvatti móurinna til að fara með barnið í slysavarnarstofuna.

Móðirinn hringdi síðan í meindýraeyðirinn, (þess vegna er þessi saga til) og þakkaði honum fyrir að hafa lagt svona fast að henni að fara með barnið   til læknis,því barnið var með einkenni af bráðaofnæmi og mátti ekki tæpara standa. Og móðirinn fékk þau skilaboð frá læknum að í næsta skipti hefði hún 15 - 30 mín til að koma barninu til læknis.

Þetta segir bara það að fólk á að láta meindýraeyða um að eyða geitungabúum.

Þetta finnst mér


Auðvitað á að áminna og reka menn sem ekki standa sig !

Það á ekki að líða þetta lengur að menn sem ráða í opinberum stofnunum og fyrirtækjum geti bara gert fjárskuldbindingar, sem engar heimildir eru fyrir.Og hlegið síðan upp í opið geðið á fólki eftir á. Hjá hinum frjálsa markaði eru menn bara látnir fara sem ekki kunna að fara eftir þeim reglum sem eru settar og í mjög fáum tilfella er um einhverjar áminningar að ræða.

Mér finnst að þeir sem gerast sekir um misnotkun á allmennu fé, þeir sem eru í forsvari fyrir opinberar stofnanir og fyrirtæki verði bara reknir. Ráðherra, ráðuneytisstjórrar og skrifstofustjórrar viðkomandi ráðuneytis verði áminntir síðan opinberlega.

Það þarf að koma skikki á þessa aðila sem fara bara sínu fram og hunsa lög og reglur. Fjárlög eru lög sem samþykkt eru á Alþingi.

En það eru samt margir af þessum forstöðumönnum sem fara alveg eftir fjárlögum og þeim fjárlagaramma, sem um þeirra stofnanir eru.

Þetta finnst mér.


Hversvegna heræfingar sem kosta tugi miljóna ? Hvers vegna að beina kastljósinu að Íslandi ?

Mér finnst ömurlegt að vita af þessum heræfingum, sem beina augum alls heimsins að okkur, sér í lagi þessa heims, sem er alltaf að reyna koma höggi á hinar staðföstu þjóðir. Við eru ennþá í þeim hópi, eða ég veit ekki betur.Við höfum ekkert að gera með að vera í einhverju hernaðarbandalagi.

Getum við aldrei orðið sjálfstæð þjóð og bara hlutlausir vegna hernaðarmála, var þessi uppákoma núna í KEF með heræfingu kannski skilyrði hjá þessum þóðum um  væntanlegan stuðning vegna kosninga í öryggisráðið. Hver ætli verði fulltrúi okkar þar ef af verður. Það skyldi þó aldrei verða Björn Bjarnarsson.

Þetta er bara eitthvað sem lítill fugl kvíslaði í eyra mitt í Keflavík í morgun.

Þetta finnst mér.


Ofbeldismenn í miðborginni eiga enga málsbót.

Ég hef reynt að fylgjast nokkuð með umræðunni um óöldina í miðborginni um helgar.Og finnst margt athyglisvert komið fram. Flestir eru hálfsmeikir við að fara í bæinn að skemmta sér,vegna hættu að verða fyrir aðkasti og fólskulegrum árásum einhvers brjálæðings eða brjálæðinga.

Mér finnst að þegar svona menn eða konur eru handsamaðar, sem hafa veitt öðrum líkamanlegan miska eða alvarlega áverka að ástæðulausu, eigi ekki að vera möguleiki á einhverri sátt. Hér þarf að breyta lögum. Viðkomandi, eða hópur verði dæmdur til fangelsisvistar allt að 100 ár með enga von um náðun, eða 500.000.000 miljónir í sekt og hvert ár sem hann situr inni drekst frá 1.000.000 kr.

Þannig losnum við þetta fólk af götunni smátt og smátt. Aðrir hljóta að hugsa sig um.

Það mætti líka þyngja dóma í  svona málum í 50 ár og loka þetta lið inni og kanski bara henda lyklinum.

Ég veit að þetta er mikil einföldun á vandamálinu. Þeim finnst þetta líka mjög einfalt að ráðast bara á fólk og misþyrma því.

Það þarf að fara alvarlega ofaní þetta.

Það finnst mér


Hvað varð um framsóknarflokkinn og Íslandshreyfinguna ?

Eftir að kosningaúrslit lágu fyrir sl. vor hefur nær ekkert heyrst í núverandi formanni framsóknarflokksins og þá ekki í varaformanni og formanni Íslandshreifingarinnar. Það var sko að heyra á þessu fólki eftir kostningar að það skyldi sko verða öflug stjórnarandstaða.

En það eru bara fulltrúar frjálslyndra og vinstri grænnra sem aðeins eru að mjálma eitthvað, bara svona til að mjálma.

Það er bara engin stjórnarandstaða í landinu enn sem komið er vonandi breytist það.

Það eru mörg stórmál sem ýmislegt er gagnrýnisvert við.

Það finnst mér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

 

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband