Færsluflokkur: Umræðan

Skápafólkið skemmtir sér !

Ég sá það í sjónvarpinu að mikil gleði ríkti á skemtmun hjá þeim sem ég kalla "skápafólkið" og ég samgleðst þessu fólki og er líka nokkuð sorgmæddur fyrir þeirra hönd. Vegna þess að margir fara aftur inn í skápinn í kvöld. Svona hátíð lætur þó einhverja kveðja skápinn. Hugsið ykkur það er bara rosalegegt að geta ekki verið það sem maður er. Vegna fordóma annara sem telja sig vita hverjir þeir sjálfir eru. Ég tek ofan fyrir þessum prestum sem þora að koma fram og tala. Auðvitað á ekki að fótumtroða mannréttindi fólks sem er öðruvísi en bókin segir. Hefur fólk ekki rétt á að vera eins og það er. Er ekki fólk rauðhært og alla vega, er ekki fólk feitt, er ekki fólk magurt,er ekki fólk alla vega. Mest um vert finnst mér að fólk sé ánægt með sjálft sig og þá kemur ekki öðrum við kyhneigð þess,útlit eða hörundslitur. Til hamingju með daginn þið sem eruð  eins og þið eruð.

 Það finnst mér.


Sægreifar og ofurforstjórar lifa í eigin heimi !

Hugsið ykkur bara þessa þróun sem er að verða. þessir peningamenn, sem hafa haft sitt útúr m.a. sjávarútveginnum en þaðan eru allir þessir peningar komnir, sem eru í umferð nema náttúrulega rússagullið það er nú önnur saga. Braskið með kvótan og fiskveiðiheimildir fyrirtækja og útgerða hafa gert marga ansi ríka,dæmi vorum að menn væru keyptir útúr fyrirtækjum eins og t.d. dæmi eru um á norðurlandi á þrjá miljarða fyrir nokkru síðan.

Núna keppast sumir þessara einstaklinga við að kaupa sér þyrlur til að flytja sig milli staða og í sumarbústaðinn sinn. Hugsið ykkur tilllitsleysið við aðra sem eru í fríi í sumarbústöðum á þessum svæðum og fá í tíma og ótíma, þryrluflug yfir sumarbústaðahverfin og bara þryrlur lendandi á næstu lóð. Er þetta eitthvað sem fólk vill í raun og veru. Þarf ekki að setja einhverjar reglur um flug og lendingar slíkra farartæka.

Mér finnst það

 


Bílfarmar af persónulegum munum skildir eftir í Eyjum ?

Ætli þetta fólk, sem skildi eftir tjöldin sín og búnað í Eyjum hafi nokkuð vitað að það var í Eyjum? En víða er þetta sama sagan fólk kaupir sér tjöld og búnað og heldur bara að þetta sé einnota og skilur þetta eftir ,aðrir geta bara þrifið eftir mig.

Svo er fólk hissa að það kosti inn á svona samkomur þegar umgengni er slík, að persónulegir munir sem skildir eru eftir, eru í mörgum bílförmum. Hvað segja foreldrar eiginlega þegar unglingar koma ekki heim með viðlegubúnaðinn?Eða aðra persónulega muni eins og símanna og myndavélar og annað.

Þetta er bara ekki í lagi.

Það finnst mér.


Er fólk á aldrinum 18 -23 áhættusamt fólk ?

Er fólk dregið í dilka fyrir norðan á Akureyri og í Fljótshlíð ,en þar var nú aldurtakmark 30 ára á tjaldstæðum, á Laugarvatni var fólki vísað frá tjaldstæðum 24 ára gömlu sumum finnst að þessi aldurhópur hafi orðið fyrir aðkasti. Er það svo ? Það held ég ekki.

Hafa eigendur tjaldsvæða ekki eitthvað til síns máls ? Vegna umgengni ,eyðileggingar og drykkjuskapar, svo eitthvað sé nefnt.

Nú er verið að  safna undirskriftum til að skora á bæjarstjóran á Akureyri  og fleiri að segja af sér.

Þvílíkt bull sem þetta er orðið þarna fyrir norðan.Held bara að menn ættu frekar að bjóða öllum 18 - 30 á Akureyri í hamborgaraveislu um næstu helgi á Akureyri. Til að kæla þetta aðeins.

Eiithvað hefur þeta með tölfræði að gera því þetta er líka hópurinn ,sem lendir mest í umferðarslysum og umferðaróhöppum.

þetta er líka hópurinn ,sem mest er í sviðljósinu vegna ofbeldis og tilefnislausra líkamsárása.

Þetta er hópurinn, sem er verið aða taka á ofsahraða á móturhjólunum.

þetta er hópurinn, sem er verið að taka og svifta ökuleyfi vegna fíkniefna og ölvunaraksturs.

Þetta er hópurinn, sem mest er áberandi í fíkniefnamálum.

Þessar sláandi niðurstöður eru fengnar úr fréttaannáli í fjölmiðlum  frá áramótum, sem ég hef skoðað.

Þetta er sorglegt en er bara satt. Þarf ekki að bregðast við þessu.

Það finnst mér

 


Kynlífsfýklar og athyglissjúkir bloggarar !

Ég kem hérna einu sinni á dag eða reyni það, til að blogga og athuga hvort eingverjir séu með athugasemdir, við bloggið hjá mér, nema mér sé bent á eitthvað athyglisvert sé á seiði þá fylgist ég með.

Ég hef veitt því athygli að vinsækustu bloggin eru eiginlega öll hjá konum en fyrir hvað eru þau svona vinsæl ein þeirra kvenna er jú ókrýnd klámdrotning Íslands og þjóðkunn, þar að auki,skýrir frá sínum kynórum, sem margar kynsystur hennar fíla líka. Önnur er bara að blogga og blogga og aðrir sem eru bara temmilegir í þessu bloggi komast ekki fyrir á síðunum nema stutta stund, þetta er nú athygissýki á háu stigi finnst mér. Er ekki allt í lagi heima hjá þessum konum það held ég ekki.

Maður kemmst ekki hjá því að sjá fyrirsagnir kynlýfsfýkilsins,annað les ég ekki hjá henni.

Sumir hafa möguleika að blogga í vinnunni. Eða eru ekkert að vinna bara blogga.

Og nú er þessi sem bloggar og bloggar komin inn á kynlífsbrautina líka og vinkonur hennar virðast bara froðufella af ánægju líka. Ja hérna kona,mær og kerling nú er bleik brugðið.

 Þetta finnst mér


Skuggar Verslunnarmannahelgar eru litlir .

Fyrirfram kviðu menn þessari helgi af fenginni reynslu, en samt sem áður hefur hún gengið bara okkuð vel. Það eru 11 fíknefnamál í Vestmannaeyjum  5 líkamsárásir en engin nauðgun hefur verið kærð ennþá en það voru um 10.000 manns á þessari útihátíð. Einhverjir smá pústrar,voru þó en ekki alvarlegir.

Fra öðrum stöðum er sama að segja en nokkuð mikil ölvun var á þessum stöðum, nema nátúrlega á unglingalandsmótinu á Höfn.

Þó varð banaslys á Laugavatnsvegi ,maður sem lögregla vara að elta,missti stjórn á bifreið sinni sem vallt og hann lést, sorglegt er það.

Vona enn og aftur að aðrir komist klakklaust heim.

Þetta finnst mér.


Brekkusöngurinn með hefðbundnum hætti.

Í Vestmannaeyjum hafa menn verið að velta fyrir sér hvort Árni Johnsen muni stýra brekkusöngnum, í kvöld, jú hann tilkynnti það í útvarpinu í fréttunum kl.18:00 .Mér finnst í raun að það megi alveg brjóta þetta upp og fá aðra til að stjórna fjöldasöng.

Tími Árna Johnsen er bara liðinn. Hann á að hvíla sig á þóðhátíðinni.

Það finnst mér.


Einelti á Veðurstofunni hefir fengið að grassera árum saman ?

Mig setti hljóðan þegar ég hlýddi á frásagnir kvennveðurfræðinga um eineilti á veðurstofunni árum saman,svo miklu að fólk hefur þurft að hætta.  Og nú eru fleiri að hætta.

Ef skoðaður er vefur Veðurstofu Íslands kemur í ljós í skipuriti hverjir ráða þar en fyrst má nefna Þórunni Sveinbjarnardóttur,Umhverfisráðherra,síðan Magnús Jónsson Veðurstofustjóra og síðan þrjá sviðstjóra. Jón Gauta Jónsson,Sviðstjóra Rekstrarsviðs, Pál Halldórsson,Sviðstjóra Eðlisfræðisviðs og Þórönnu Pálsdóttur,Sviðstjóra Veðursviðs.

Einn af þessum þremur sviðstjórum er með einelti á hreinu.

Ég spyr bara má ekki víkja viðkomandi úr starfi og leysa málið eða er það dýpra þannig að fleiri yfirmenn eru flæktir í málið. Það hefur ekki verið hægt að fá neinar upplýsingar frá Veðurstofustjóra svo ýmsar hugmyndir fara bara á kreik.

Ég er mjög hissa að svona einelti skuli koma upp á stofnun, sem eingöngu langskólagengiðfólk er við störf.

Kanski það komi fram fljótlega svipuð saga á öðrum stofnunum, háskólamenntaðramanna ?

Þetta er bara ekki í lagi.


Unglingar voru ekkert betri fyrir 40 árum en þeir eru í dag.

Það voru miklar varúðarráðstafanir gerðar að hálfu Lögreglu gagnvart unglingum, í kringum verslunnarmannahelgina.Fyrir 40 árum síðan. Þá var farið í þórsmörk og út í Eyjar og var leitað í farangri unglinganna á umferðarmiðstöðinni og á flugvellinum. Og áfengi helt niður ef það fannst. Þá voru sett boð og bönn við að unglingar söfnuðust saman t.d á Þingvöllum,Laugarvatni, Þjósárdal,Hreðavatni, Húnaveri og víða.

Og nú er unglingum bannað að tjalda á Akureyri, vegna umgengni og skrílsláta í fyrra. Mér finnst þetta bara mjög lélegt, það þarf að hafa dagskrá á svona mótum til kl 03 -04 fyrir þessa krakka sem eru flestöll mjög prúð og finnst gaman að skemmta sér við eigum að hjálpa þeim að skemmta sér á svona helgum.

Einu sinni man ég eftir að boð voru látin ganga um að allir ætluðu að hittast á Hreðavatni um Verstlunarmannahelgina og lögreglan hafði mikin viðbúnað á og við Hreðavatn, en það var dulmál unglinganna og allir fóru í Þjósárdal.

Nú heyrði ég í fréttum í kvöld að unglingarnir væru nær allir farnir frá Akureyri og nú skyldi verða djammað í Vaglaskógi. En ég held að það sé ekki rétt, ég held að þau verði á öðrum stað dáldið nær Akureyri.

Vona bara að þau fari varlega og sýni að þau geti skemmt sér vel og láti sér líða vel, það eru samt alltaf einhver skemmd epli í umferð sem ber bara að forðast.

Vona bara að fólk fái frábæra skemmtun þar ,sem það er.

Það finnst mér


Blaut og köld helgi í sjónmáli !

Nú er þessi mesta ferðahelgi landsmanna gengin í garð. Og nokkrir búnir að taka forskot í Vestmannaeyjum með fylleríi og þjófnaði. Vonandi er þetta ekki forsmekkurinn af því sem koma skal, um helgina ,þó ég sé hræddur um það. Vonandi halda ofbeldismenn sig heima t.d. eins og þessi sem réðst á Eið Smára um síðustu helgi og allir þeir sem hafa tilburði til að beita aðra ofbeldi.

Þá eru ótaldir þeir sem fara gagngert á svona útihátíðir til að stela og svindla og selja eiturlyf.

Og ekki má gleyma alvarlegasta hópnum þeim, sem skilja ekki að "nei þýðir nei" þessir meintu nauðgarar.

Mér finnst að það eigi að birta myndir og nöfn þessara ofbeldismanna og nauðgara þegar næst til þeirra og það eigi að vera Lögreglan sem geri slíkt, ekki einhverjir einhverjir bloggverjar maður hefur séð hvað það er óábyrgt. (Saman ber Lúkasarmálið)

Að vísu verður mikið eftirlit á vegum og á svæðum þar sem útihátíðir eru. En það er bara ekki nóg alltaf, það eru svo mörg skemmd epli í umferð.

Vona samt að allir þeir sem ætla að skemmta sér á heilbrigðan hátt geti það.

Það finnst mér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

 

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband