Færsluflokkur: Vefurinn

Húsflugan er meindýr !

Húsflugan er eitt af fjórum hættulegustu dýrum í heiminum samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðistofnunar.

Talið er að 1.4 miljónir manna hafi látist af hennar völdum í heiminum á síðasta ári.

Hún ber á milli bakteríur og sjúkdóma, þar má nefna mislinga,skarlatsótt,taugaveiki,berklaveiki,svartadauða, blóðkreppusótt,listeríu,campylobacter,salmonellu,cycospora,cryptospoidium,E.coli o.fl. 

Og er ástandið verst í löndum sem lítið hreinlæti er og mikil mannmergð þar einmitt grassera þessir sjúkdómar.

 Hér á landi eru til Stóra Húsfluga og Litla Húsfluga. Húsflugan telst til tvívængja 85 þúsund tegundir tvívængja eru til í heiminum og 360 hér á landi.

Og nokkrar tegundir skildar húsflugunni eru víða sjánlegar eins og í kirkjum og við sjávarsíðuna.

Húsflugan getur flogið allt að 20 km leið í einu.

Húsflugan verpir eggjum sínum í saur. Hún verpir 130-150 eggjum í goti.

Hún er með sograna sem hún notar við að sjúga efni af yfirborði því sem hún situr á. Og áður en hún flýgur af stað aftur skítur hún úrgangi frá síðasta viðveru stað.

Dæmi: Húsflugan situr á Kattarskítnum í Kattarkassanum inn í þvottahúsi hjá þér og flýgur síðan inn í eldhús þar, sem þú ert að borða brauðið þitt og hún sest á brauðið  og …ubs skítur á brauðið um leið og þú bentir hendinni að henni og fælir hana.

Það er afar mikilvægt að breiða alltaf yfir mat og matarafganga.

Mikið er til að búnaði til að eyða og fanga flugur og eru Flugnaljós einna áhrifamest í þeim tækjum, finnst mér.

En við þurfum í raun ekki að hafa áhyggjur af Húsflugunni hér á Íslandi er mikið hreinlæti , en mér finnst hún er bara ógeðslegt dýr.

Margir láta samt eitra fyrir henni í híbýlum sínum og á vinnustöðum.

Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir 2004

Þetta finnst mér.


Eru Íslenskar Köngulær hættulegar ?

Svar mitt er alltaf nei .

Marg oft hefur fólk skrifað mér og jafnvel hringt í mig vegna hræðslu við Köngulær og beðið mig að eitra fyrir þeim.

Ég er ekki mjög hrifinn af því en auðvitað verða allir að geta lifað lífinu án hræðslu og ef Köngulær hræða fólk þá er sjálfsagt að hjálpa fólkinu.

En ætli menn viti að það eru í kringum 80-90 tegundir af áttfætlum á Íslandi, jú margir vita það.

Já ég sagði áttfætlur en allar Köngulær hafa átta fætur og eru því ekki skordýr, því skordýr hafa bara sex fætur.

Þær verpa eggjum.

Tíðarfar hefur áhrif á viðkomu þessara dýra og gera þær mismunandi sýnilegar.

Köngulær mynda því einn flokk dýra í lífríkinu í heiminum.

Algenastar eru Krossköngulóin eða eins og hún var kölluð áður Fjallaköngulóin, Hagaköngulóin og Krabbaköngulóinn og þær setja svip sinn á þjóðlífið.

Krossköngulóinn er orðin fræg fyrir að vefa garðhúsgögn og garðaskraut sínum vefum og tekur bara hús trausta taki.

Hagaköngulóin er í þjóðsögutákn finnst mér, eins og bara þetta, ” Könguló, Könguló vísaðu mér á berjamó” og margir hafa farið með þessa tilvitnun og kennt börnum sínum.

Könglær eru rosalega fallegar og vefir þeirra algjör snild.

Margir vísenindamenn hafa sagt að Köngulóinn verði eitt af dýrunum sem lifi eyðingu jarðarinnar.

Köngulær spinna vefi til að veiða flugur og halda því oft húsum hreinum inni fyrir flugum.

En það er samt ógeðslegt að geta ekki setið áreitislaus út í garði í stólnum sínum án þess að könguló þurfi að lesa “Moggan” með manni.

En auðvitað verðum við að lifa við þetta og læra að lifa við þetta.

Þetta finnst mér,


Er hægt að grilla Ánamaðka ?

í  kreppuni kemur margt í ljós og fólk veltir ýmsu fyrir sér.

Um daginn fékk ég fyrirspurn á netfangið mitt um hvort hægt væri að grilla Ánamaðka ?

Já eða bara að nota köngulónar til matargerðar og tína þær af húsunum.Í staðin fyrir að eitra fyrir þeim.

Ég hélt fyrst að það væri eitthvað grín á ferðinni  en hringdi í viðkomandi þar sem símanúmer var uppgefið.

Svo var ekki, viðkomandi hafði lesið bókina mína sem ég gaf út 2004 og hafði áhuga á að kanna hvort einhver skordýr eða ormar væru æt á Íslandi.

Viðkomandi hafði búið í mörg á í annari heimsálfu þar, sem sjálfsagt var að borða orma og skordýr.

Meira segja sagði viðkomandi að á ákveðnum tíma hefði ein tegund af maurum fengið vængi um fengitíman og þá flykktist þusundir manna út að skógunum viða að, tilað ná þeim og stinga  þeim síðan ofani súkkulaði eða síróp og borða þá. Og þeir eru bara rosalega góðir sagði viðkomandi.

Ég sagði að það væri ekki hefð fyrir svona hlutum hérna en það kynni að breytast með breyttri menningu og þrengingum.

Þó taldi ég að það væru þá helst Mývetningar sem hefðu smakkað orma, því ég hafði heyrt um að þeir frystu Fiskiflugulifrur til að beitu á vetrarmánuðum í dorgi létu þá síðan þiðna upp í sér og einn og ein lifra slippi þá ofan í þá.

En auðvitað eru þetta bara sögur…..

Fólk getur auðvitað prófað þetta…..nei ég held varla.

Þetta finnst mér.


Af hverju eru Silfurskottur heima hjá þér ?

Silfurskottan er ein algengasta rakapaddan á Íslandi, hún finnst um allt land.

Hún þrífst best þar sem raki og hiti eru og þar leggur hún út egg sín.

Því gæti verið að byrja að leka hjá þér eða að lagnir séu illa einangraðar.

Þvi skordýrin eru alltaf að segja okkur eitthvað þegar þau birtast okkur.

Silfurskottan er ljósfælið dýr og eru því kjörstaðir hennar  undir gólflistum, í sökklum og í dimmum og rökum rýmum.

Silfurskottan er skordýr með 6 fætur og hreifir sig eins og fiskur og getur skotist afar hratt yfir gólf eða flöt.

Hún er ljósgrá, eða ljósgulleit og eins og hún sé hreistrug. Stundum er hún dökk.

Hún getur orðið 5 ára gömul og á lífsleiðinni við bestu skilyrði getur hún verpt 600 eggjum.

Talið er að hún verði kynþroska 3 ára. Eingöngu hafa fundist kvenndýr svo um meyfæðingu er að ræða hjá henni.

Þegar Silfurskottur finnast í fjölbýlishúsi þarf að eitra fyrir henni í þeim stigagangi sem hún finnst í og í sameign og geymslum.

Hún fer auðveldlega á milli hæða með leiðslum og bara með fólki.

Vandaðu val þitt á meindýraeyðinum, spurðu hann eftir meindýraeyðisleyfinu frá Umhverfistofnun og eiturefnaleyfinu frá Sýslumanni/Lögreglustjóra og hvort hann hafi starfsleyfi frá því sveitarfélagi sem þú ert í.

Ef hann getur ekki sýnt þér þessi leyfi er hann ekki með réttindi. Skoðaðu líka hvort leyfin séu í gildi.

Bara svona fróðleikur og viðvörunarorð til ykkar.

Þetta finnst mér.


Maður klappar ekki Geitungum !

Nú er tími Geitungana og margir garðeigendur óhressir með að þessi dýr hafi tekið garðinn þeirra trausta taki.

En hvað veist þu um Geitunga ?

Það eru fjórar tegundir Geitunga sem lifia á Íslandi.

Trjágeitungur ,sem er sýnilegastur á þessum tíma.

Holugeitungur er líka kominn af stað.

Húsageitungur er líka á ferðinni.

Roðageitungur en hann er er mjög sjaldgæfur.

Bú Geitunga eru hrein snild. Þau eru búin til úr trjákvoðu eða eins og við þekkjum hana eins og pappír.

Drotningin byrjar ein á vorin oft um og eftir 20 Apríl,hún býr til litla kúlu og inní kúlunni byrjar hún að búa til hólf fyrir væntanleg egg.

Hvert hólf er nákvæmlega sexstrent og eru nákvæmlega jafn stór.

Hólfin eru fest saman með kvoðu og mynda svona köku og þessi kaka er hringlaga eða nákvæmilega 360°

Búin er mjög fljót að stækka og framleiðir drotningin, varðflugur sem verja búið og eru stöðugt að laga búið utan frá. Og svara strax viðbrögðum sé búinu ógnað.

Og svo vinnukonur sem taka eggin frá drotningunni og setja í hólfin og eru líka úti að safna efni í búið.

Búin geta orðið mjög stór við fullkomnar aðstæður jafnvel eins stór og körfubolti og þá erum við að tala um nokkur þúsund dýr.

Seinni part ferlisins fer drotningin að framleiða karldýr, sem fara út og safna blómasafa  og sjúga próteinið úr blaðlúsum meðal annars.

Og þá er komið að síðasta ferlinu hjá drotningunni það að framleiða nýjar drotningar og um leið og hún er byrjuð að verpa drotningum, þá koma karldýrin og skila þessum vetrarforða sem þeir eru búnir að safna fyrir drotningarnar og frjógva þær í leiðinni.

Nýju drotningarnar hverfa síðan úr búinu og finna sér einhvern stað til að fela sig á þar til næsta vor.

Búin drepast svo og eru aldrei notuð aftur.

Fólk ætti að fara varlega í kringum Geitungabú og ekki vera að taka einhverja sénsa með að eyða þeim sjálft til þess eru fagmennirir.

Þetta getur verið hættulegt ef fólk er með ofnæmi, þá getur stunga frá Geitung valdið bráðaofnæmi hjá fólki.

Og stungur í háls og munn geta verið lífshættulegar. En hér á Íslandi hefur enginn ennþá látið lífið vegna Geitunastungu, en það hefur gerst erlendis.

Því er mitt ráð til ykkar látið fagmenn um að eyða búunum.

Vona að þið séuð eitthvað fróðari um Geitunga en þetta var svona það helsta um þá.

Þetta finnst mér.


Hey...manni viltu kaupa fyrir mig....?

Ég var staddur fyrir framan áfengisverslun, í dag, þegar ung stúlka stöðvaði mig með þessum orðum "Hey.. manni viltu kaupa fyrir mig". Og nokkrar ungar stulkur voru á sveimi á bílaplaninu gjóandi augunum til okkar.

Ahverju kaupir þú ekki sjálf spurði ég, bara gleymdi skírteininu heima, allt í lagi sagði ég hérna er 300 kall og farðu heim í strætó og náðu í skírteinið.

Rosalegur fýlusvipur kom á hana og hún strunsaði í burtu að leita að nýjum "manni" til að kaupa fyrir sig.

Vona bara að menn láti slíkt ekki henda sig að kaupa vín fyrir unglinga undir aldri .

Það er verslunarmannahelgi fram undan ekki satt.

Þetta finnst mér.


Sumir þingmenn vita greinilega ekki hvað einelti er !

Hún hló..hún hló..hún skelli,skelli hló þannig upplifðu nokkrir þingmenn, vandræða viðbrögð þingmanna sem hlóu og kölluðu frammí, þegar Birgitta Jónsdóttir þingmaður Borgarahreyfingarinnar talaði um mjög alvarleg samskiptamál á Alþingi Íslendinga eða einelti.

Eftir að hafa séð upptöku frá þessu á Alþingi var ég bara agndofa.

Það sem sló mig einna mest var að þingmaðurinn Ólína Þorvarðardóttir hafði sig mikið í frammi, með hlátri og frammíkalli.

En þessi sama Ólína Þorvarðardóttir hröklaðist úr starfi rektors á Ísafirði einmitt vegna ásakana meðal annars um eineilti við starfsmen í Framhaldsskólanum. Hún hefur sýnilega ekkert lært í mannlegum samskiptum.

Yfirleitt þegar hún er gagnrýnd talar hún niður til fólks eða bara kallar þá dóna, þú hún sé í öllu falli mesti dónin sjálf. Finnst mér.

Nei auðvitað þurfa þingmenn, sem aðrir að opna augun fyrir þessum hlutum líka varðandi eineltið, það er ekki nóg að setja lög og halda að þau nái ekki inn á vinnustaðinn Alþingi, þetta er nefnilega til staðar á þeim vinnustað.

Þetta finnst mér.


Bjöllusauðir á Alþingi !!!

Forseta Alþingis er sýndur puttinn aftur og aftur af þingmönnum.

Þingmenn gera í því að óvirða Alþingi og forseta  Alþingis og eru með trúðsleiki í pontu Alþingis eins og Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar voru uppvísir af í dag.

Fyrir nokkru dögum síðan þurfti að áminna  Þingmann Samfylkingarinnar og þar áður formann Framsóknarflokksins vegna framkomu þeirra við Alþingi og forseta Alþingis.

Ég segi bara þetta eru nú meiri bjöllusauðirnir. Sem ekki skilja hvers vegna forssetin slær í bjölluna.

En ég tek ofan fyrir forseta Alþingis að stoppa þessa trúðsleiki af hjá þingmönnum.

Þetta finnst mér


Að sitja hjá er "eigin sannfæring" tveggja aumkunnarverða kvenna !!!

Rosalegir aumingjar eru þessar konur sem hafa það að sannfæringu sinni sitja hjá þegar atkvæðagreiðsla um eitt rosalegasta mál þjóðarinnar frá sjálfstæðisstofnun er lagt fyrir Alþingi.

Konur sem ekki hafa látið deigan síga í umræðunni um þessi ESB mál á undanförnum mánuðum.

Senda svo þjóðinni puttan með afstöðu sinni á ögurstundu. Já þingflokksformaður VG og Varaformaður Sjálfstæðisflokksins voru sér til ævarandi skammar á Alþingi í dag.

Maður hélt að þessar konur væru með bein í nefinu og þyrðu að standa og falla með atkvæði sínu en svo var ekki.

Þessar konur í mínum huga eru bara ómerkilegar finnst mér og ekkert mark takandi á þeim og ég treysti þeim ekki.

Eigin sannfæring í kosningum í svona málum eins og ESB er bara að vera með eða á móti, það er engin málamiðlun til.

Og því er þetta kjaftæði um innri sannfæringu bara kjaftæði alla vega hjá þessum tveimur konum.

Þetta finnst mér.


Sannfæring þingmanna á útsölu í sölum Alþingis !!!

Nú um hádegið vonandi kemur í ljós hvaða þingmenn hafa selt "eigin sannfæringu sína" sannfæringuna, sem þeim var svo tíðrætt um fyrir síðustu kosningar.

Nýir þingmenn komu sumir inn með miklum hvelli og ætluðu svo sannarlega að umbreyta þessu spillta samfélagi þingmanna og vinnubragða á Alþingi sem sumum fannst með sinni sannfæringu.

Þingmenn VG voru eitil harðir að ekki yrði farið í ESB og eru algjörlega á móti aðeild og seldu kjósendum það, því það er þeirra sannfæring sem nú gengur kaupum og sölu í sölum Alþingis.

Meira segja hefur forustusveitinn reynt að berja alla sína þingmenn til hlíðni og þar á meðal að breyta yfirlýstri sannfæringu sinni.

Með mikla möguleika á framabrautinni ef tillaga ríkistjórnarinnar um ESB verður samþykkt.

Sama er að segja um sigurvegara kosningana síðustu Borgarahreyfinguna, þar virðist alveg vera á huldu hvað eigin sannfæring þingmannanna er í dag og virðist mér sannfæring þeirrar hreyfingar aðallega snúast orðið um að fá meira vægi innan ríkistjórnarsamstarfs og jafnvel ráðherrastól þegar verður hrókerað næst á því heimili.

Farmsóknarmenn eru áberandi klofnir í afstöðu sinni og eru að breyta skoðunum sínum nær daglega, en enginn tekur mark á þeim flokki lengur, sanfæring þeirra hefur löngum verðið út úr korti.

Sjálfstæðismenn eru líka að tala út og suður, þar var samþykkt afgerandi á Landsfundi að ekki yfði farið í ESB nú i stjórnarandstöðu kemur annað upp á borðið og eru menn að skipta um skoðun og sannfæringu sína daglega.

Um Samfylkinguna þarf ekkert að ræða Jóhanna Sigurðardóttir ætlar í gegn með þetta og eru þingmenn hennar allir njörvaðir undir hæl hennar með að samþykkja aðeildarviðræður við ESB. Sannfæringin er látin róa fyrir flokksveldið.

Ég held að þetta verði ekki samþykkt.

En ef þetta verður samþykkt finnst mér að forsetinn ætti að skoða hver hans eigin sannfæring er í þessu máli og hafna að skrifa undir eitt eða neitt í sambandi við aðeild að ESB.

Þetta finnst mér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 84478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband