Færsluflokkur: Dægurmál

Heildsalasonurinn Bubbi Morthens í faðmi Sjálfstæðisflokksins !!!

Á DV.is er sagt frá ótrúlegum yfirlýsingum Bubba Morthens þar sem hann hvetur fólk til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Þessi sami maður hélt mótmælatónleika fyrir framan Seðlabankann og öskraði alskonar slagorð gegn fyrrverandi foringja sínum.

Trúverðugt í dag ? Nei

Þessi sami maður hélt líka tónleika á Austurvelli og þar lét hann fólk öskra með sér slagorð gegn þá verandi valdhöfum.

Trúverðugt í dag ? Nei

Hann sagði þjóðinni með brostinni röddu að hann hefði tapað nær allri aleigunni.

Trúverðugt í dag ? Nei

Þessi sami maður kom fram í Kastljósi og fór mikinn og hafði stór orð um þessa fyrrverandi ríkistjórn.

Trúverðugt í dag ?  Nei

Þessi sami maður er búinn að vera að kynna sig í gegnum tíðina sem vin litlamansins, farandverkamansins.

Trúverðugt í dag ? Nei

Þessi maður komst sjálfur á digran spenan hjá útrásarvíkingunum þeir keyptu verkin hans til framtíðar nú eigum við þetta rusl, sem er algjörlega verðlaust, því Glitnir er í ríkiseigu og þessi  svo kölluðu verðmæti eru bara svona loftbóla sem sprakk.

Er ekki byltingarspíran Bubbi Morthens trúverðugur í dag ? Nei

Þetta finnst mér.


Æ...Ólafur Friðrik hættu þessu bulli !

Ólafur Friðrik Magnússon vill að eignir Björgólfsfeðga sem hann segir að þeir hafi fengið með hans tilstuðlans sem Borgarstjóra , verði skilað aftur til borgarinnar.

"Þessir sömu aðilar hafa með ósvífnum hætti auðgast á kostnað fólksins í landinu og betra fyrir alla aðila að þeir geti bætt fyrir misgjörðir sínar en að þeim sé komið á bak við lás og slá," segir Ólafur í tilkynningu sem hann gaf frá sér.

En Ólafur Friðrik þá sem Borgarstjóri samþykkti alla þessa gjörninga gagnvart Björgólfsfeðgum.

Þessi sami Ólafur Friðrik gaf frá sér öll gundvallar báráttumál sín bara til að splundra Tjarnarkvartettinum sem hann sér sárlega eftir, til þess aðeins að setjast valdalaus í Borgarstjórastólinn.

Enda lét Hanna Birna, Ólaf Friðrik fjúka eins og skot og forusta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafði samið á bak við tjöldin.

Málefni og klúður í Reykjavík er því bara þér Ólafur Friðrik að kenna eins og hinum sem tekið hafa þátt í þessari endalausu og valdagræðgi og er búinn að vera Reykvíkingum dýrt spaug.

Það var Ólafur Friðrik sem splundarði Frjálslynda flokknum í  Reykjavík enginn annar með framkomu sinni.

Þetta finnst mér.


mbl.is Vill að Reykjavík eignist lóðir í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúverðugi skilanefndarmaðurinn sem gerði sig að bankastjóra !

Já er það ekki einkennilegt að Ásmundur Stefánsson er að biðja fólk afsökunar á gjörðum annara, gjörðum sem ekki eru ennþá allar komnar upp á borið.

 Hann var sjálfur formaður skilanefndar Landsbankans en ákvað að ráða sjálfan sig sem bankastjóra til næsta hausts.

Hann viðheldur sjálfur hálaunastefnu innan banlkans og öllum hlunnindunm sem tíðkuðust hjá fyrri stjórnendum.

Hvern anskotan er hann að biðja fólk afsökunar á einhverjum hlutum sem hann sjálfur síðan viðheldur.

Mér hefur alltaf þótt þessi maður ótrúverðugur. Bæði sem forseti ASÍ og sem Sáttasemjari ríkisins

Það er ekki  í hans hlutverki að biðjast afsökunar, ef einhverjir eiga að biðjast afsökunar eru það allir stjórnendur Landsbankans, fyrir hrun, en ekki einhver hrokagikkur, sem er að skammta sér sjálfur embætti á kosnað liðina tíma.

Mér finnst að Fjármálaráðherra og Viðskiptaráðherra eigi að leysa Ásmund Stefánsson og Finn Sveinbjörnsson frá störfum  sem banakastjóra þessara tveggja ríkisbanka. Landsbankans og Kaupþings.

Vona bara að Finnur Sveinbjörnsson sem tók þátt í þessu útrásarsukki öllu, fari ekki að biðjast afsökunar á einhveru sem enginn sér fyrir endan á ennþá.

Þetta finnst mér.


mbl.is Baðst afsökunar á mistökum bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnumál Sjálfstæðisflokksins eru að sogast niður í spillingarsvelginn !

Eftir framkomu Sjálfstæðismanna undan farnar vikur með málþófi í Alþingi, löngutöng framan í almenning, vegna stjórnarskrárbreytinga og afhjúpun á  stuðningi þeirra á áfram haldandi frjálshyggju, einkavinavæðingu á orkulindunum og auðlindanýtingu, orfárra aðila. 

Það er málefnaskrá Sjálftæðismanna sem smá saman er að sogast ofan í svelginn, sem stöðugt stækkar í kringum þá.

Þeim finnst best ef þeir geta sogið sem mest út úr þjóðfélaginu, vera á fullum launum á mörgum stöðum eins og borgar - og eða bæjarfulltrúar og Alþingismenn.

Ekkert athugavert við að þiggja full laun fyrir litla vinnu.... bara t.d 80.000 á tíman..

Það kemst ekkert að nema Áliðja þó svo að á heimsvísu eru Álfyrirtækin að tapa hundruðum miljarða og hafa ekki áhuga að framkvæma neitt í augnablikinu.

Þó vilja Sjálfstæðismenn halda áfram með stóriðjuna og voru búnir að fastbinda samninga áður en þeir hrökkluðust frá, sem hefðu kostað miljarða ef þeim hefði verið rift.

Vona svo sannarlega að næsta skoðanakönnun verði það mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hann fari niður í 14 þingmenn í það heila.

Þetta finnst mér.


Það á að vernda Sægreifana og hátekjuaðalinn !!

Sjálfstæðismenn hafa undanfarnar vikur verið með málþóf og tafir á Alþingi vegna stjórnlagaþings og breytingar á Stjórnarskrá Íslands.

Það var ein aðal krafan hjá Bústlóðabyltingunni. En Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að fólkið fái völd til að semja stjórnarskrá.

Á endanum gáfust Framsóknarmenn upp á að halda kröfu sinni til streitu um stjórnlagaþing og dróu hana til baka.

En þá breyttu Sjálfstæðismenn í annan takt og vildu viðhalda sömu auðlindarstefnu hefur alltaf hefur verið og verja kvótabraskið og sægreifarányrkjuna og eignamyndun á örfárra hendur.

Og vilja ekki lýðræðislega verði staðið að þessum málum og sátt sé náð í Þjóðfélaginu um þessi mál.

Það sem hefur komið í ljós í þinginu núna er að Sjálfstæðismenn vilja ekki að nein völd fari til fólksins, þeir vilja verja Útrásarvíkingana, Sægreifana og hátekjuaðalinn.

Þeir vilja halda áfram á einkavæðingar og frjálshyggjubraut með hálaunastefu fyrir sína gæðinga.

Þetta er nú lýðræðisstefna Sjálfstæðisflokksins.

Þetta finnst mér.


Bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjabæ vill byggja hótel í Surtsey !!!

Það er með ólíkindum hvað siðblinda og yfirgagnssemi sumra getur verið hættuleg.

Eina sem kemst að núna hjá Kristínu Jóhannsdóttur og Bæjarstjórn Vestmannaeyja er að sækja um leyfi til að flytja ferðamenn út í Surtsey í þyrlu.

Ég hef aldrei heyrt annað eins bull og rugl.

Það þarf að byggja Þyrlupall , varla er fólk látið síga niður eða hent út úr þyrlunni.

 Þarf að byggja salernisaðstöðu fyrir  ferðamenn samkvæmt reglum Heilbrigðiseftilits.

Surtsey er á heimsminjaskrá, hefur verið friðuð síðan 1965 í þágu rannsókna og er einstök perla

Ég get ekki ímyndað mér að þetta verði leyft og bara forkastanlegt að slíkt skuli bara vera til umræðu.

Er ekki það nægjanlega stórt verkefni fyrir Kristínu Jóhannsdóttur að grafa upp gamlabæinn undan öskunni.

Verður ekki það næsta að byggja  tólfhæða hótel í Surtsey ?

Sem Vestnanneyingi finnst mér þetta ógeðfeld hugmynd.

Þetta finnst mér.


mbl.is Vill fá að flytja ferðamenn í Surtsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk er sátt við atvinnuleysi, spillingu og bankahrun !!!!!!

Í skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag kemur fram að fylgi við Sjálfstæðisflokkinn hefur aukist á viku tímabili.

Enn í síðustu könnun fékk Sjálfstæðisflokkurinn 24,8 % atkvæða á landsvísu en fengi í dag 27,3 %.

Þetta er bara furðulegt í anda umræðunar um spillingu í Sjálfstæðisflokknum ,margasaga þingmenn og starfsmenn tengda Sjálfstæðisflokknum með allt niðrum sig.

18 þúsund manns atvinnulaust, fólk missir heimili sín.

Íbúðalánasjóður á núna 239 íbúðir sem hann hefur leyst til sín.

Gjaldþrota fyrirtækjum fjölgar jafnt og þétt.

Allt þetta má rekja til óstjórnar og frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins síðast liðin átján ár.

Og blóðug átök fólksins í landinu við yfirvöld kom Sjálfstæðisflokknum frá völdum.

Til hvers eiginlega ?

Ætla landsmenn virkilega að verðlauna  stefnulausan Sjálfstæðisflokkinn með frjálshyggjustefnu Hannesar Hólmsteins einu sinni enn með að kjósa þetta lið til áhrifa.

Ég trúi þessu ekki.

Þetta finnst mér.

 


Sjálfstæðismenn ætla ekki að axla ábyrgð !

Sjálfstæðismenn í Reykjavík koma bara nokkuð vel út úr skoðanakönnun RUV og Mbl í dag.

Þeir missa sennilega fjóra menn í Reykjavík. Og tapa sennilega 9-10 þingmönnumí heildina.

Alveg  er það lóst að Guðlaugur Þór verður strokaður út af lista Sjálfstæðismanna.

Þeir hafa bara viðurkennt mistök en engin hefur ennþá axlað ábyrgð. Þeir bara skilja ekki þetta orð.

Samfylkingin og Vinstri græn fá þessa  menn og það gæti verið að Borgarahreyfinginn næði manni en samkvæmt þessari könnun er næsti maður inn á vegum hennar.

Framsókn kemst ekki á blað og bara lognast útaf fær engan þingmann.

Sam er að segja um Frjálslyndaflokkinn hann fær ekki mann kjörinn,

Þetta finnst mér.


mbl.is Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Heiðarleiki" Sjálfstæðisflokksins gerði Ísland gjaldþrota !

Þeir seldu bankana, nei ég byrja aftur.

Þeir gáfu bankana vinum og vandamönnum og flokksgæðingum.

Þeir komu vinum og vandamönnum og flokksgæðingum í allar æðstu stöður í stofnunum og fyrirtækjum ríkis og bæja.

Þeir komu vinum og vandamönnum og flokksgæðiningum í helstu embætti í dómskerfinu.

Þeir studdu úrrásarvíkingana og flugu sjálfir með þotuliðinu og höguðu sér alveg eins.

Útrásarvíkingunum var lofað kökunni í orkugeiranum og 20 ára verkefnaskori í boði OR.

Þeir fengu þakklætisvott greiddan í styrkveitingum 55 miljónir takk.

“Styrkurinn var greiddur fjórum dögum áður en lög tóku gildi á Alþingi sem takmörkuðu fjárstuðning við stjórnmálaflokka við 300 þúsund krónur.

Stjórnmálaflokkarnir unnu saman að þeim lögum, og leiddu þau til þess að fjárframlög hins opinbera til flokkanna voru hækkuð.” Hvar  er nú aftur heiðarleikinn.

Bæði Björn Bjarnarsson og Einar K Guðfinnsson halda vart vatni yfir heiðarleikanum í kringum gjaldþot Íslands sem þeir eru svo heiðarleigir að eiga aðeild að.

Svo kemur fram á sjónarsviðið nú í dag Borgarfulltrúi  i námsfríi ,sem búin er að brenna allar brýr að baki sér með trúverðuleika gagnvart Íslendingum og þá sér í lagi Reykvíkingum.

Og vill breyta sögunni um REI nei, ég vil  benda þessum skripum að skoða færslu bloggvinar míns hennar Láru Hönnu og rifja upp söguna um REI sagan er í máli og myndum og mög vel gerð, slóðin er http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/  og heitið á pistlinum er “REI- málið rifjað upp”

“Heiðarleiki “Sjálfstæðisflokksins eins og hann kemur fram í dag á frekar við andhvefruna eða óheiðarleika.

Þetta er nátturlega bilun hjá þessum Sjálfstæðismönnum sem eru að tjá sig á þessum” heiðarlegu nótum”.

Þetta finnst mér,


mbl.is Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En skríða fram menn með allt niðrum sig !

Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sennilega í síðasta skipti í mjög langan tíma, kemur fram á sjónarsviðið núna og segir að aðalsmerki Sjálfstæðisflokksin sé heiðarleiki það er spurning, siðlegt hann veit ekki hvað það þýðir. Frá þessu er sagt á visir.is

Þessi maður var ráðherra í aumingja og lygavefsstjórn Geirs Hilmars og tók þátt í öllu svínaríinu með þessum svinum sem leidd voru á sjálfstæðisjötuna samhliða honum.

Hann hlustar ekki á andan í þjóðfélaginu, allt í lagi að fólk hafnaði honum í prófkjöri af því hann var svo heiðarlegur það er spurning, siðlaus það veit hann ekki.

Staðreyndir liggja fyrir með aðkomu Sjálfstæðisflokksins að sölu REI og OR til GGE á sínum tíma og svika og lygi þessara söfnunarbauka Sjálfstæðisflokksins, sem kom í ljós þar. Heiðarleiki það er spurning, siðlegt hann veit það ekki.

Einar K Guðfinnsson er svo ósvífinn að hann batt þá ríkistjórn við taum valdhrokaríkja, umhverfisfjandsamlegríkja og ríki sem er alveg sama um allt lífríkið á jörðinni, kom Íslandi sem þá var að byrja að berjast við eitt mesta efnahagshrun sem nokkurtíma hafði gerst og stórhluti þessa var  honum að kenna á kort með vanþróuðustu ríkjum heims, heiðarleiki það er spurning, siðlegt hann veit það ekki.

Það er heiðarleiki Einars K. Guðfinnssonar að gefa út reglugerðir korter í að hann láti af störfum sem kosta Íslensku þjóðina óvild og gremju annarstaðar í heiminum heiðarlegt það er spurning, siðlegt hann veit það ekki.

Fyrir mörgum árum síðan sat þessi sami Einar K Guðfinnsson í Bjargráðasjóði og var þingmaður líka, þá var fyrirtæki í Bolungarvík að fara á hausinn, hann fékk þá samþykkt lán up á 180 miljónir til bjargar fyrirtækinu þetta gerðist fyrir hádegi á Alþingi en eftir hádegi  borgaði hann sér lánið út í Bjargráðasjóði, heiðarlegt það er spurning, siðlegt það veit hann ekki. Margir fengu ekki fyrirgreiðslu á þessum tíma.

Árni Johnsen  þurfti að fara á Kvíjabryggju til að afplána ólöglegt athæfi og tæknilegum mistökum, hann lauk afplánun á góðum tíma og þegar forsetinn fór úr landi , veittu Sjálfstæðismenn honum uppreisn æru, heiðarlegt það er spurning, siðlegt það veit hann ekki.

Setja átti lög um styrki til Stjórnmálaflokka, þá gekk þingkjörin þingmaður Sjálfstæðisflokksins fram og hringdi í marga áhrifamikla vini og sagði þeim frá lagabreytingunni og peningavandræðunum í Sjálfstæðisflokknum. Bara rétt áður en átti að breyta lögunum. Heiðarlegt það er spurning, siðlegt það veit hann ekki.

Þetta eru nokkur dæmi um heiðarleika og siðleysi Sjálfstæðisflokksins sem Einar K. Guðfinnsson hefur tekið þátt í og harparlega misskilið.

Þetta finnst mér.


mbl.is „Augljós mistök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

 

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband