Færsluflokkur: Dægurmál

Hreinsað til í spilltu embættismannakerfi !

Jóhanna Sigurðardóttir og ríkistjórn hennar er byrjuð að hreinsa til embættismannakerfinu en breyting á ráðuneytisstjórum, Bankastjórum Seðlabanka og bankastjórn, Bankaeftirliti og fl. stendur fyrir dyrum

Það er nauðsynlegt að breyta lögum varðandi ráðningar æðstu embættismanna eins og ráðuneytisstjóra þeir ættu ekki að vera með ráðningu lengur en 4 ár eða þann tíma sem viðkomandi ráðherra situr í ráðuneyti.

Það er óeðlilegt að ráðuneytisstjórar séu æviráðnir.

Þá er boðaðar breytingar á skipan Hæstaréttar - og Héraðsdómara og ráðherravald endurskoðað.

Breytingar á kosningarlögum….. bara spennandi tímar framundan ef Framsóknarflokkurinn fer ekki úr límingunum.

Þetta finnst mér


mbl.is Nýr ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil átök í forustusveit Sjálfstæðisflokksins á næstunni !

Nú kemur fram hver kandidatinn af öðrum sem ætlar að setja mark sitt á forustuna í Sjálfstæðisflokknum.

Það eru allar líkur að hart verði sótt að væntanlegum formannsefni Bjarna Benediktssyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur varaformanni Sjálfstæðisflokksins þegar Ásdís Halla Bragadóttir kemur inn í prófkjörsslaginn og jafnvel til forustu í forustusveit Sjálfstæðisflokksins sem kosið verður um á landsfundi flokksins.

Þá eru þeir sem etja kappi til formanns Sjálfstæðisflokksins,eins og Eyþór Arnalds,Guðlaugur Þór Þórðarsson,Kristján Þór Júlíusson, BjarniBenediktsson jafnvel Hanna Birna Kristjánsdóttir, og Hanna Katrín Friðrikssonn, en ég efa að trú fólks á hagfræðingum skili þeim árangri ,efalaust eru fleiri kandidatar áleiðini í framboð.

Ekki má gleyma Davíð Oddssyni sem sagði fyrr í vetur ef hann verður settur af í Seðlabankanum kæmi hann aftur í Stjórnmálin á fullum þunga.

Já það á að naglhreinsa skemmdu og fúnu spíturnar í flokksforustuni og setja nýjar í staðin.

Það eru miklar breytingar og átök um stefnur í Sjálfstæðisflokknum fram undan.

Þetta finnst mér.


mbl.is Fyrstu verk sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum kvótan af Sægreifunum !!!!

Ég  skora á Steingrím J Sigfússon,nýjan Sjávarútvegsráðherra að endurskoða úthlutun á fiskveiðikvóta.

Ég tel að það taka eigi allan kvótan til baka af þessum aðilum sem hafa braskað með hann til að ná honum öllum til sín og færa hann allan í ríkisjóð.

Nú eiga ríkisbankarnir allar veiðiheimildirnar ( Kvótan) sem eru veðsettar í bönkunum.

Notum þetta tækifæri og setjum upp nýtt kerfi og gerum kvótan að eign allra landsmanna.

Það á að færa kvótan síðan heim í héruð.

Það á að vera í hendi Bæjarfélaga að deila kvótanum til útgerðana og það á ekki að vera hægt að selja kvótan eða braska með hann.

það þarf að höggva á þetta kvótabraskarakerfi og rífa upp byggðarlögin á Íslandi sem búið er að leggja í rúst.

Það eiga ekki örfáir einstaklingar að ráða helstu tekjulind þjóðarinnar.

Það verður að tryggja Nýju Íslandi tryggar tekjur.

Þetta finnst mér.


mbl.is Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja Davíð Oddsson nú þarftu að pakka niður kallinn !!!!

Ég skora á nýja ríkistjórn að gera að fánadegi þann dag sem Davíð Oddsson verður rekinn úr Seðlabankanum með skít og skömm.

Davíð Oddsson verður rekinn á fyrsta degi sem ríkistjórnin kemur til starfa.

Og ef hann vill ekki fara með góðu  verður hann borin út af lögreglu.

Hann fær sín laun samkvæmt lögum þar til breytingar á lögum hafa verið gerð.

Hans þáttaka í efnahagshruninu verður sérstaklega athuguð af innlendum og erlendum aðilum og allar niðurstöður verða birtar.

Og ef sannað verður saknæmt athæfi af hans hálfu í bankahrunin verður hann sóttur til saka.

Svo verður með alla stóru kallana og konurnar sem sek verða fundinn.

Nú verður vellt við steinum. Og skoðað undir þá.

Þetta finnst mér.


mbl.is Einn Seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Benediktsson talar fyrir flokksræðinu !

 

 Á visir.is er fjallað um að Sjálfstæðisflokkurinn gæti komið að stjórnarmyndun.

Bjarni Benediktssonsem ætlar að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins er sjálfum sér líkur ef hann hefur virkilega haldið að þjóðin sem búin er að berjast fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn fari frá. Sem tókst.

Setjist aftur á valdastól.

Hann talar digurbarkalega um að Sjálfstæðisflokkurinn komi að borðinu ef Samfylkingunni og Vinstri Grænum hefði mistekist stjórnarmyndun.

Sjálfstæðisflokknum hefði aldrei verið boðið að koma að borðinu.

Þá hefði forsetinn sett á utanþingsstjórn og svift menn eins og Bjarna Benediktsson þingmennsku.

Hann er svona blindur og heyrnarlaus að hann heldur að fólkið í landinu vilji fá þessa ringulreiðarmenn eins og t.d. Bjarna Benediktsson í misheppnaðan björgunarleiðangur einu sinni enn.

Mín skoðun er sú að nú ætlar Samfylkingin, Vinstri Grænir og Framsókn að fletta ofan af spillingaröflunum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sennilega verið að verja í björgunarleiðanginum.

Ekki lýst mér á Bjarna Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins, þarna  kemur fram maður sem talar eingöngu fyrir flokksræðið.

Eimitt það sem við viljum losna við.

Þetta finnst mér.


mbl.is Bjarni staðfestir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúlulánabraskarinn Björn Ingi Hrafnsson !!!!

Í helgarblaði DV. segir frá að Björn Ingi Hrafnsson fékk 60 miljóna kúlulán hjá KB árið 2005.

Þá var Björn Ingi Hrafnsson aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar Forsætisráðherra.

Hvað eru kúlulán kunna einhverjir að spyrja, "það eru Endurgreiðslulán þar sem lántakandinn borgar ekki af láninu fyrr en lánstímanum líkur. Vextir geta verið greiddir reglulega af láninu, en þeir geta verið endurlánaðir og bætast þá við höfuðstólinn."

Þetta má sjá í ársreikningi eignarhaldsfélagsins Caramba  sem Björn Ingi Hrafnsson á, ásamt eiginkonu sinni.

En 2005 fær Björn Ingi 60 miljónir í lán hjá KB banka og skuld Caramba er þá tæpar 62 miljónir.

Björn Ingi ákvað að selja hlutabréfin í KB banka á milli þess sem hann skilaði ársreikningi 2005-2006 fyrir Caramba. Félagið græddi því 23 miljónir á þessum sem hann þurfti aldrei að leggja krónu út fyrir.

En það er samt svo makalaust að þegar blaðamaðurinn Ingi F Vilhjálmsson á DV. er að spyrja Björn Inga nánar út í þetta þá man hann ekki hvort þetta hafi verið kúlulán eða ekki. En var viss um aða þetta væri allt löglegt. En honum fannst samt eiginlega ekkert athugavert við það að vera að barska þetta meðan hann var aðstoðarmaður forsætisráðherrans.

Það má svona í framhaldi minna á í framhaldi að Björn Ingi Hrafnsson var stoppaður af í útrásarbarskinu með REI og OR. Sem ekki búið að leiða til lykta ennþá.

Siðleysi Björns Inga er algjört og siðferðilegt atgerfi hans er ekkert.

Þetta finnst mér.

 


Framsóknarflokkurinn ætlar sjálfur að mynda ríkisstjórn !!!

Sigmundur Davíð  formaður Framsóknarflokksins ræður ekki við spillingaröflin í Framsóknarflokknum.

Nú hefur baktjaldarliðið látið í sér heyra og ákveðið að möguleiki Framsóknarflokksins að mynda ríkistjórn með gamla Sjálfstæðisflokknum sé raunhæfur möguleiki .

Sama plottið og það sem gerðist í Reykjavíkurborg.

Milli Framsóknar og Sjálfstæðismanna.

Framsóknarflokkurinn þolir ekki þá skoðun sem Samfylkingin og Vinstri græn ætla að gera á peningakerfinu, á orkukerfinu REI og OR og fl.

En Framsóknarflokkurinn vill ekki velta við öllum steinunum núna.

Nú er Sjálfstæðisflokkurinn í molum og sárum þá sér Framsóknarflokkurinn þennan möguleika á að bjóða Sjálfstæðisflokknum upp í dans og þá yrði Valgerður Sverrisdóttir Forsætisráðherra. Fyrst allra kvenna.

Og litli Sjálfstæðisflokkurinn Frjálslyndir munu styðja slíkt samband. Hann er hvort sem snýttur úr handakrikanum á þeim flokki.

Ef þessi stjórnarmyndun misheppnast þá verður uppreisn í þjóðfélaginum og Guð hjálpi Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum þá.

Þetta finnst mér.


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum NATO - ríkin sem vilja æfa sig borga !!

Mér finnst það til háborinar skammar að Íslendingar eigi að borga fyrir það að að NATO -þjóðir sem vilja vera í hermannaleik borgi allan kostnað við slíkar æfingar.

Mér finnst að það eigi að banna allar æfingar á næstu árum meðan við erum að borga lánið til Alþjóðagjaldeyrirssjóðsins.

Það á ekki að leyfa Bretum eða Bandaríkjamönnum að stunda heræfingar hérlendis.

Þær þjóðir sem vilja vera í hermannaleik eiga að greiða allan kostnað sjálfar fyrir aðstöðuna.

Þessi skrípaleikur kostar Íslendinga 200 - 300 miljónir eða meira á ári.

Hættum þessari vitleysu og hættum að lána þessa aðstöðu.

Ef það verður ráðist á okkur verður flaugum skotið frá öðrum heimsálfum eða utan úr geimnum.

Einhverjar flugvélar staddar niður í Evrópu eða USA bjarga engu. Þetta er bara vitleysa.

Þetta finnst mér.


mbl.is Friðsamleg samvinna á norðurslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þursinn á Svörtuloftum við Sölvhólsgötu !!!

Davíð Oddsson og fylgifyskar hans sem enn eru að  spila með þjóðina í valdhroka sínum eru að nauðga þjóðinni enþá.

Davíð Oddsson sem á sökina á ástandinu í dag ásamt meðreiðarsveinum sínum eftir 17 ár í forinni sem ráðherra, hefur breytt þjóðfélaginu í eyðileggingu, voleysi og viðbjóð.

Kemur til með að krefjast hundruð miljóna fyrir óþverraskapinn sem hann er búinn að standa að.

Hann og meðreiðarsveinar hans héldu að aldrei kæmi að leiðar lokum að þessi heimska þjóð léti bara allt yfir sig ganga.

Nei Davíð Oddsson þú verður rekinn úr embætti með ævarndi skömm, ef þú hefur ekki manndóm í þér að segja af þér.

Síðan eru þessir skítalabbar sem Forsetinn óskaði eftir að gengdu starfi sínu sem starfsráðherrar.

Þeir henda út í þjóðfélagið alskonar reglugerðum og drögum að lögum eitthvað sem þeir hafa ekki umboð fyrir. Rosalega ógeðfeld atlaga að þeim sem eru með umboð til stjórnarmyndunar.

Styrkþeginn frá Bolungarvík og valdhrokinn úr Reykjavíkurkjördæmi sem heldur bara að hann sé orðinn formaður Sjálfstæðisflokksins.

Hver tekur mark á svona fólki , þetta er nú til að bæta ímynd Sjálfstæðisflokksins.

Þessir tveir eiga ekki afturkvæmt til Alþingis held ég.

Þetta finnst mér.


Mikil tíðindi í stjórnmálasögunni um næstu helgi !

Þessi ríkistjórn er að smella saman og verið að vinna undirbúnings vinnu upplýsingaröflun og forgangsröðun.

Það á að hreinsa til á fyrsta degi segja forustumenn flokkana í stjórnarmynduninni.

Og hvað á að gera, trúlega verður Davíð Oddsson rekin og sendur heim. Og allir hinr bankastjórarnir líka og bankaráð Seðlabankans verður leyst upp.

Ríkislögreglustjóra verður vikið frá og lögreglustjóri frá INTERPOOL settur yfir, svo hægt sé vinna að  hlutlaust og með hraði að rannsókn peningamálum útrásarvíkingana um allan heim.

Allir útrásarvíkingarnir handsamaðir og settir í gæsluvarðhald meðan rannsóknir fara fram á þeirra högum undanfarin tvö til þrjú ár.

Ransökuð verði aðkoma hinu ýmsa embætta og embættismanna að bankahruninu.

Sendiráðum verði lokað og Sendiherrar leystir frá störfum .

Varnarmálastofnun verður löggð niður.

Ekki verða leyfðar hernaðaræfingar í Keflavík á þessu ári.

Undirbúningi að stjórnarskrárbreytingum verða settar á fullaferð.

Undirbúningur með lagafrumvarp vegna ESB.

Kosið verður 25 april nk.

Reglugerð um hvalveiðar endurskoðuð og afturkölluð.

Framsóknarflokkurinn styður ríkistjórnina með þeim skilyrðum að matvælafrumvarpið,vatnalög og þjóðlendulögum verði breitt. Sett verði ný reglugerð um hvalveiðar og í samræmi við það sem vbeitt hefur verið undanfarin ár.

Frjálslyndiflokkurinn skríður inn í handakrika Sjálfstæðisflokksins þaðan sem hann kom og núna hverfur þessi flokkur alveg af Alþingi í næstu kosningum ég spái því.

Þetta finnst mér.


mbl.is Býst við stjórn á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

 

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband