Færsluflokkur: Dægurmál

Seðlabankastjórarnir neita að víkja !!!!!

Bankastjórar Seðlabankans eru skipaðir til sjö ára samkvæmt lögum nr.36 22. mai 2001.

Lög sem Davíð Oddsson kom í gegnum Alþingi Íslands.

Í 23 gr. lagana í annari málsgrein segir; Forsætisráðherra skipar formann bankastjórnar Seðlabankans og aðra bankastjóra til sjö ára í senn.

í síðustu línu þessarar 23. málsgreinar segir svo; Um endurskipun gilda ekki ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Er þetta ekki stórkostlegt Bankastjórrar  Seðlabankans eru ekki ríkisstarfsmenn samkvæmt lögunum.

Þá segir í 33 gr. lagana ; Innri endurskoðun í Seðlabanka Íslands er í höndum  aðalendurskoðenda sbr.28gr. Auk þess skal Ríkisendurskoðun annast endursakoðun hjá  Seðlabankanum.

Hvers vegna hefur ekki verið gerð úttekt á þessari stofnun Seðlabankanum ?

Í 26.gr lagana segir; Kjósa skal bankaráð Seðlabankans að loknum kosningum til Alþingis.

Og fulltrúarnir eru kosnir af Alþingi. Það styttist í það.

Það er samt alveg makalaust siðleysi hjá Bankastjórum Seðlabankans að stíga ekkki til hliðar og segja af sér í skugga þessa hrikalegu atburða í Íslensku efnahagslífi og skilyrðislausar kröfu meirihluta þjóðarinnar um afsögn þeirra. sama gildir finnst mér um Bankaráðið þeir eiga að segja af sér.

Ég held að það væri best að gera starfslokasamninga við þessa menn strax og ríkistjórn hefur verið mynduð og senda allt þetta lið heim strax. Við þurfum hvort sem er að borga undir þetta lið  til loka ráðningar.

En hvar eru þessir öflugu mótmælendur núna á ekki að hrekja Bankastjórana í burtu, á ekki að byrja að veita þeim sem eru núna að koma að kötlunum og hafa fengið umboð til stjórnarmyndunar aðhald.

Þetta finnst mér.


mbl.is Times: „Óvinsælasti maður Íslands?"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómerkilegir stjórnmálaforingjar !

Nú segja bæði Geir Hilmar og Þorgerður Katrín að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið tilbúinn að breyta stjórn Seðlabankans. En til þess hafi þurft lagabreytingu.

Það þurfti enga lagabreytingu til að gera starfslokasamning við þessa bankastjóra og senda þá heim strax.

Það hefði bara þurft vantrausttillögu á þessa menn og bankaráðið frá ríkistjórninni.

En það vildi Sjálfstæðisflokkurinn ekki.

Breytingar á fjármálakefinu er í skoðun og þar með Seðlabankanum og ekki komið að því samþykkja lög.

Það misheppnaðist hjá Geir Hilmari og öðrum Sjálfstæðismönnum að koma Davíð Oddssyni á Morgunblaðið því nýir eigendur þar sögðu nei takk.

Davíð Oddsson þráskallaðist við að segja af sér þó þjóðfélagið væri komið í rúst og þúsundir manna væru að mótmæla veru hans sem Seðlabankastjóra. Hann ætlar að láta reka sig.

Þá vildi Geir Hilmar ekki hlusta á kröfu fólksins um að Davíð yrði látinn fara og skellti skollaeyrum við fylgishruni Sjálfstæðisflokksins.

Kannski áttu þessir stjórnmálaleiðtogar Geir Hilmar og Þorgerður Katrín meiri þátt í bankahruninu en þau vilja vera láta.

Þetta finnst mér.


mbl.is Geir: Hefðum gert breytingar í Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný ríkistjórn Samfylkingar, Vindstri Græna og Framsóknar að fæðast !!

Það er alveg búið að henda hugmyndinni um þjóðstjórn undir forustu Sjálfstæðisflokksins út af borðinu.

Formenn Samfylkingar, Vinstri Græna og Framsóknar eru vissir um að þessir flokkar myndi næstu ríkistjórn á Íslandi.

Hverju eigum við von á ?

Hver er krafa Samfylkingarinnar nr. 1

Að Davíð Oddssyni verði vikið tafarlaust úr Seðlabankanum, og hinum Bankastjórunum og bankaráðinu.

Þetta styðja Vinstri Græn og Framsókn.

Krafa nr 2.

Jóhanna Sigurðardóttir verði Forsætisráðherra og leiði þessa ríkistjórn.

Þetta eru Vinstri Græn og Framsókn sammála um.

Þau eru sammála um að taka á peningamálunum og bankahruninu.

Þau ætla að einhenda sér í að bjarga heimilnum og fyrirtækjunum.

Krafa Vinstri Græna er að fá Fjármálaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið, Umhverfisráðuneytið, Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti og Samgönguráðuneytið

Samfylkingin yrði þá með Forsætisráðuneytið, Menntamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Félagasmálaráðuneytið,Iðnaðarráðuneytið, Viðskiptaráðuneytið.

Hverjir verða ráðherrar ?

Steingrímur J Sigfússon Fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir Utanríkisráðherra, Atli Gíslasson Dómsmálaráðherra, Jón Bjarnarsson Landbúnaðar- og Sjávarútvegsráðherra, Álfheiður Ingadóttir Umhverfisráðherra, Ögmundur Jónasson Samgönguráðherra.

Ráðherrar Samfylkingarinnar yrðu :

Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra, Ágúst Ólafur Ágústsson Menntamálaráðherra,Katrín Júníusdóttir Heilbrigðisráðherra, Ragnheiður Ásta Jóhannesdóttir  Félagsmálaráðherra,  Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra, Lúðvík Bergsveinsson Viðskiptaráðherra

Ef þetta yrði svona væri svo sannarlega búið að hreinsa til og kalla nýtt fólk til starfa sem kanski hefur aðra sýn á þetta heldur en þau sem voru til staðar.

En hver er krafa Framsóknar:

Stöðva matvælafrumvarpið og endurskoða tollamál í landbúnaði.

Breyta lögum um vatnamál og þjóðlendur.

En auðvitað er þetta bara óskhyggja og samtíningur úr umræðunni.

Ef Frjálslyndaflokknum verður boðið með þá krefjast þeir Sjávarútvegráðuneytisins

Þetta finnst mér.


mbl.is Ekki verið samið um neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð Oddssyni tókst að splundra ríkistjórninni !!!!

Hvaða tak hefur Davíð Oddsson eiginlega á Geir Hilmar Haarde ?

Ekki var möguleiki að hreyfa við honum eða Seðlabankastjórnini af fyrrverandi ríkistjórn.

Ekki var möguleiki að láta bankaskúrkana sæta ábyrgð.

Ekki var hægt að láta embættismenn sem komu að bankahruninu sæta ábyrgð.

Engar eða litlar upplýsingarnar um aðgerðir hafa komið fram hjá fyrrverandi ríkistjórn.

Og núna hefur komið í ljós að helsti veggur í samstarfi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var seta Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum og breytingar í bankaráði og bankastjórn Seðlabankans.

Það á að rannsaka þátt Davíðs Oddssonar  í bankahruninu og meðhöndlun hans á yfirtöku bankana.

Samfylkingunni tókst ekki að fá Sjálfstæðisflokkinn til að breyta einu eða neinu.

Forustan í þessum stjórnmálaflokkum hefur verið alveg brugðist Íslenskum þjóðfélagsþegnum.

Stjórnarandstaðan hefur því miður ekkert fram að færa nema að verja sitt flokksræði og ná sér í valdastóla.

Það er bara eitt í stöðunni og það er að setja Utanþingsstjórn, reka þessa þingmenn sem hafa klúðrað málunum heim.

Útbúa nýja stjórnarskrá og taka á bankahruninu og þeim einstaklingum sem komu því til leiðar.

Stofna nýtt Ísland.

Þetta finnst mér.


mbl.is Baksvið: Þingvallastjórnina þraut örendið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískt snildarbragð Björgvins Sigurðssonar !!!

Björgvin Sigurðsson sagði af sér ráðherraembætti í morgun og rak fjármálaeftirliti í einu lagi.

Síðustu myrkraverk þessa svo spillta embættis var að gera starfslokasamning við forstjóran upp á 20,8 miljónir. Hann verður á launum í heilt ár.

Björgvin Sigurðsson hlýtur að vera ánægður með sinn viðskilnað núna.

Allt í rúst.

Hann hóf svo sannarlega kosningabaráttu sína í dag með stæl.

Hann sagði af sér degi áður en stóð til að reka hann úr embætti. Snjall maður.

Ég held að Umhverfisráðherran hefði átt að nota tækifærið líka og segja af sér öll  hennar kosningaloforð er búið að brenna i bálkesti gleymsku og svika.

Samgöngumálaráðherran ætti líka að taka pokan sinn.

Nú stendur Samfylkingin frammi fyrir fylgishruni og miklum breytingum í ríkistjórninni.

Ingibjörg Sólrún verður Forsætisráðherra, Nýr viðskiptaráðherra kemur úr atvinnulífinu ekki úr þingmannahópnum, Seðlabankastjóra og Seðlabankaráði verður skipt út. Nýr Seðlabankastjóri verður sóttur erlendis og fagmenn skipaðir í stjórn Seðlabankans.

Þessu hvíslaði lítil sjálfstæður fugl í dag vonandi að satt sé.

Gerð er krafa um breytingar á stjórnarskrá vegna ESB aðeildar.

Gerð hefur verið krafa til Sjálfstæðismanna þeir geri breytingar á ráðherraliði sínu.

Annars verða bara stjórnarslit. Sem ég held að verði.

Geir Hilmar getur ekki snert Davíð Oddsson, maður rekur ekki þann sem ræður.

Þetta útspil Björgvins Sigurðssonar setti Samfylkinguna á vítapuntinn.

Annars er það forsetinn, sem hefur síðasta orðið.

Þetta finnst mér.


mbl.is Upphaf á kosningabaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún sendir þjóðinni puttann einu sinni enn !!!!

 Fundur var í dag hjá Samfylkingunni.

Fjölmiðlar fá ekki að fylgjast með, þjóðin fær ekki að fylgjast  með , Ingibjörg Sólrún læðist með veggjum og flýr út úr fundarstað í felulitunum. Sami feluleikurinn og leyndarmálin halda áfram.

Það er eins og Ingibjörg Sólrún skilji ekki að þetta er síðasta helgin sem þau fá að haga sér svona.

Nei nú er komið að leiðarlokum enda eru orðnir mjög fáir sem styðja Samspillinguna, eins og bloggvinur minn Kjartan Jónsson ) Kjóns) kallar þetta lið.

En hverjir eru það sem standa að leynimakkinu jú það er stjórn Samfylkingarinnar.

Í stjórn Samfylkingarinnar sitja; Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar, Helena Þuríður Karlsdóttir ritari, Magnús M. Norðdahl gjaldkeri, Rannveig Guðmundsdóttir formaður framkvæmdastjórnar, Lúðvík Bergvinsson, formaður þingflokks og
Dagur B. Eggertsson formaður sveitarstjórnarráðs.

Ég held samt að þetta verði söguleg helgi í Íslenskuþjóðlífi.

Þetta finnst mér.

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún ræðir við formenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur nr: 6 í Mótmælum.....Nú fyllum við Austurvöll kl. 15:00 í dag.

Það er afar mikilvægt að sýna samstöðu á mótmælafundi á Austurvelli kl: 15:00 í dag.

Þær hugmyndir sem komnar eru fram af hálfu Sjálfstæðismanna eru bara hugmyndir og þær ná of skammt. Samfylkingin á svo eftir að samþykkja þær.

Þar er ekkert tekið á því að ráðherrar í ríkistjórn Geirs Hilmars sem svo sannarlega hafa brugðist séu látnir sæta ábyrgð og taka pokan sinn. Nei það er ekki gert.

Þá er embættismönnum sem  svo sannarlega hafa klúðrað málunum frekar hyglað en hitt.

Ef þessir fárveiku foringjar mundu bara einu sinni hlusta á raddir fólksins og átta sig á að það er fólkið sem er að mótmæla.

Og skoða niður í eigin ranna persónugjörningin sem það stendur fyrir það á að stiga til hliðar strax.

Þjóðin á ekki að líða fyrir veikindi fólks, fólk á að stiga til hliðar og leita lækninga og láta sér batna.

Það kemur maður í manns stað.  Það er enginn ómissandi.

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hrynja í skoðanakönnun sem birt er í dag, sýnr að þessir flokkar hafa ekki þjóðina á bakvið sig lengur.

Það á að slíta þessu stjórnasamstarfi strax.

Forsetinn á að mynda þjóðstjórn með sérfræðingum og gera nýja stjórnarskrá.

Það á að breyta kosningalögum svo hægt sé að kjósa fólk ekki flokka.

Það á að draga fólk til ábyrgðar.

Stofnun nýs Íslands með kosningum er það sem þjóðin vill.

Það hefur ekkert upp á sig að láta stjórnarandstöðuna koma inn í stöðuna í dag þeim er ekki heldur treystandi í þessu flokksræði sem við búum við.

Þetta finnst mér.

 


mbl.is Rólegt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar fólk verður veikt fer fólk í veikindafrí......... Maður kemur í manns stað !!!

Maður skilur þetta ekki alveg, mjög alvarleg veikindi herja á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Utanríkisráðherra og Geir Hilmar Haarde Forsætisráðherra.

Sem er að fara í aðgerð um næstu mánaðarmót erlendis.

Og vonandi ná þau sér af þessum veikindum. En það getur tekið tíma enda ekki neitt smáræði að þessu fólki.

Og vegna aðstæðna í persónulegum ranni þessara stjórnmálamanna sem eru veikir þarf að

endurskipleggja allt. Þau þurfa að stíga til hliðar meðan þau eru að ná bata.

Og þau eru með fólk til að leysa sig af, Ágúst Ólafur Ágústsson, er varaformaður Samfylkingarinnar og ætti að stjórna Samfylkingunni í fjarveru Ingibjargar en hann er ekki á Þingi.

Svo það er eina lausnin að láta "svila sinn "vera í hlutverkinu að leysa  sig af.

Og svo er hann  Ágúst Ólafur ekki mikill leiðtogi, finnst mér.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hún ætlar að leysa Geir Hilmar af þegar hann fer í aðgerðina.

En hún Þorgerður Katrín er ekki mikil leiðtogi heldur. Hún hefði ekki átt að atyrða Davíð forðum.

Og hún hefur ekki mikinn möguleika á ESB aðeildinni ef Geir Hilmar verður ekki kominn til baka fyrir  Landsfundinn.

Þetta er bara eitt alsherjar "kaos"

En á meðan er allt látið reka á reiðanum.

Þetta finnst mér.


Davíð Oddsson verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins !!!!

Sjálfstæðisflokkurinn er byrjaður að liðast í sundur og mikil átök eru boðuð undir rós af hinum ýmsu kandidötum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins og þingmönnum sem hugsa sér  gott til glóðarinnar.

Nokkrir þeirra kandidata sem horfa til formannssætisins eru búnir að vera í átökum við fólkið í landinu í langan tíma.

Það er alveg ljóst að það eru engin afgerandi foringjaefni á lausu hjá Sjálfstæðismönnum.

Ég treysti ekki þessu stuttbuxnaliði Sjálfstæðisflokksins sem nú vill meiri frama  eins og Guðlaugur Þór, Bjarni Benediktsson, llluga Gunnarssyni, Sigurði Kára. Kristjáni Þór og fl.

Ekki er frekar foringjaefni í kvennahópi Sjálfstæðiskvenna. Ég tel að Þorgerður Katrín hafi ekki þetta sem vantar til að vera formaður Sjálfstæðisflokksins.

Það er því bara Davíð Oddsson sem er á lausu.

Davíð Oddsson mun bjóða sig fram til formann Sjálfstæðisflokkisins á Landsfundi og leiða flokkinn næsta kjörtímabili. Hann lætur ekki flokkinn fara í svaðið vegna foringjaleysis.

Þetta finnst mér.


mbl.is Veikindi Geirs mikið áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur nr: 4 í Mótmælum...Geir og Ingibjörg ætla ekki að gera neitt !!!!

Mótmæli undanfarna daga hafa engin áhrif á Geir Hilmar Haarde eða Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

Þau ætla ekki að breyta neinu og nú eru mótmælin að breytast í hljóðlaus og eftirtektar lítil mótmæli.

Ég er ekki að tala um ofbeldið það mátti hverfa ég er að tala um kraftinn í mótmælendunum mér finnst hann vera að dofna. Enda virðist ekkert hlustað á þjóðina núna.

Stjórnmálamenn virtust uggandi í gær og fyrradag en eru allir að færast í aukana aftur og við fáum að heyra aftur og aftur sama bullið í þeim.

Fólk merkt sem friðarsinnar stendur vaktina og fer fyrir mótmælum í dag. Það er allur kraftur farinn úr þessum mótmælum.

Þurfum við eitthvað að friðmælast við þetta fólk sem sýnir okkur bara puttan aftur og aftur.

Og talar ekkki við einn eða neinn og beytir bara Lögreglunni fyrir sig. 

Ég hef komið niður á Austurvöll á hverjum degi eftir að mótmælin hófust ég skynja þessa breytingu.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir upplifir ekki nein mótmæli og telur bara að allt sé í lagi,það er ekki þjóðin sem er að mótmæla.

Hún heldur bara að það sé bara hægt að bíða og bíða eftir að hún nái heilsu einhverntíma á þessu ári. Þetta er bara ekki alveg í lagi.

Er ekki Samfylkingin með Varaformann sem ætti að leysa Ingibjörgu Sólrúnu af meðan hún getur ekki sinnt vinnu sinni og ábyrgð vegna veikinda.

Hún verður bara að átta sig á því eins og Geir Hilmar að þau eru ekki ómissandi.

Þetta finnst mér.

 


mbl.is „Allt kemur til greina"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

 

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband