Færsluflokkur: Dægurmál
23.1.2009 | 00:26
Dagur nr: 4 í mótmælum....Mótmæli halda áfram nú vonandi í friðsemd !!!!
Mörg hundruð manns er á Austurvelli að mótmæla með lúðrablæstri, áslætti og hrópum.
Það hefur verið að bætast í hópinn jafnt og þétt í allt kvöld.
Mótmælin eru friðsöm þó einstaka eggjum og skyri hafi verið hennt.
Óeyrðalöglegla hefur dregið sig til hliðar en er á svæðinu.
Vonandi verða þetta friðsöm mótmæli í nótt.
Þora menn ekki lengur að bera rauða borða ?
Ég hélt að óranslitur stæði fyrir allt annað en frið.
Þetta finnst mér.
![]() |
Appelsínugul mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2009 | 21:26
Dagur nr 3 í mótmælum...Mótmælendur verða dregnir til ábyrgðar !!!
Mótmælendur hafa verið myndaðir og verða dregnir til ábyrgðar. Og mikið réttlætismál.
En ekki þeir sem ollu hruninu, atvinnuleysinu, og vonleysinu sem hefur skapast.
Það eru til myndir af þeim öllum.
Ekki þeir sem stálu sparifé fólks og fluttu það úr landi.
Það eru til myndir af þeim öllum.
Ekki ráðherrarnir og opinberir embættismenn í Seðlabanka, eða Fjármálaeftirliti, ekki útrásarvíkingarnir.
Það eru til myndir af þeim öllum.
Ekki ríkistjórnin sem tók fullan þátt í ósómanum með þotuliðinu.
Það eru til myndir af þeim öllum.
Nei mótmælendur skulu dregnir til ábyrgðar. Það er allt þeim að kenna að mótmæli fara úr böndunum.
Þó valdstjórnin hafi úðað piparúða, sprengt táragas og barið mótmælendur með kilfum af því að henni fannst sér ógnað ?
Dómsmálaráðherran er alltaf sjálfum sér líkur.
Þetta finnst mér.
![]() |
Munu hafa uppi á ofbeldismönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2009 | 06:55
Dagur nr. 3 í mótmælum... Tár og Gas
Atburðir næturinnar urðu dramatískir og fólk slasaðist í átökum.
þetta eru vissulega tímamót í Íslenskri opinberri mótmælasögu. Táragasi hefur ekki verið beitt á Íslandi í 60 ár.
Búist er við áframhaldandi mótmælum og menn eru uggandi að mótmælin fari í mun harðari farveg.
Ríkistjórn Íslands á að segja af sér.
Forsetinn á að grípa í taumana og setja á þjóðstjórn og boða til kosninga.
Til hvers er þessi stjórnarskrá ?
Vonandi segir Geir Hilmar af sér í dag.
Þetta finnst mér.
![]() |
Táragasi beitt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2009 | 00:17
Dagur nr. 3 í mótmælum....Mótmælendum fjölgar vegna átaka !!
Rétt fyrir miðnætti skarst í odda með mótmælendum og lögreglu á Austurvelli.
Mikill hiti er í mönnum vegna handtöku lögreglu á mótmælenda.
Mótmælin munu standa langt fram á nótt með öllu tilheyrandi.
En Geir Hilmar Haarde sagði í kvöld að þetta væri bara fámennur hópur að mótmæla.
Hverskonar afneitun er þetta eiginlega.
Samfylkingin samþykkti stjórnarslit í stærsta flokksfélagi Samfylkingarinnar á landinu, hin fylgja eftir hvaða nánari skilaboð þurfa ráðherrar Samfylkingarinnar frá grasrótinni.
Þetta ráðherralið er bara gegnum spillt.
Þetta finnst mér.
![]() |
Lögregla beitti kylfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 20:54
Dagur 2 í mótmælum.... Geir Hilmar ætlar ekki að boða til kosninga !!!!!
Það getur enginn stjórnað Íslandi nema ég sagði Geir Hilmar Haarde í Kastljósi kvöldsins.
Hrokinn, afneitunin sama endalausa bullið um að allt sé á fullu í viðleitni Geirs Haarde og ríkistjórnarinnar með að leysa vandamál líðandi stundar, virkar á mig eins hjákátlegt mjálm í Norskum skógarketti.
Geir Hilmar skilur ekki að hann hefur ekki traust þjóðarinnar lengur, hann heldur bara að þessi mótmæli sem nú breiðast um landið, bara hjaðni ef hann geri nógu lítið úr mótmælum þjóðarinnar.
Það versta er að mótmælin eiga eftir að harðna og um helgina spái ég að mikill mannfjöldi komi til mótmæla.
Og það dragi til alvarlegra tíðinda vegna aukinar gremju og reiði fólksins sem er að mótmæla.
Ríkistjórnin er fallin bara spurnig hvenær Geir Hilmar Haarde skilur hvernig ástandið er og yfirgefur forsætisráðuneytið.
Í kvöld gerist það líka að Samfylkingin klofnar og ráðherrar Samfylkingarinnar verða víttir og rúnir trausti grasrótarinnar.
Ég held að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir komi ekki til baka í bráð. Vona samt að hún nái sér.
Samfylkingin er líka búin að vera sem eitthvað kjölfestuafl í Íslenskum stjórnmálum.
Þetta finnst mér.
![]() |
Ekkert mælir gegn því að kjósa næsta vetur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2009 | 00:30
Dagur nr. 2 í mótmælum.....Mótmælin halda áfram í alla nótt !!!
Það hefur fjölgað í mótmælendahópnum jafn og þétt í allt kvöld.
Og eru kröftug mótmæli ennþá með trommuslætti og bálkesti og hrópum við Alþingishúsið.
Mikið lið lögreglu er á staðnum og varalið í viðbragðsstöðu.
Þetta er það sem Geir Himar vill, hann vill að allt endi með ósköpum.
Ég er hræddastur um að það endi með því að þessir ráðherrar og þingmenn verði dregnir út úr sínum fílabeinsturnum á hárinu og hýddir opinberlega. En auðvitað er þetta bara óskhyggja.
Forsetinn á að setja þingið og ríkistjórnina af og setja þjóðstjórn sem setur nýja stjórnarskrá og undirbýr kosningar strax.
Það á að leysa upp sveitastjórnir og boða til kosninga jafnhliða sveitastjórnum og fólk á að fá að velja fólk af listum sem það treystir en ekki einhverjar flokksvélar.
Kjósa á nýjan forseta líka á sama tíma.
Það er bara alsherjar bylting í gangi og þessir 63 aular sem kosnir voru til ábyrgðar eiga ekki að fá tækifæri aftur þeirra tími er liðinn.
Þetta finnst mér.
![]() |
Jólatréð brennt á bálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.1.2009 | 20:44
Dagur nr. 1 í mótmælum.... Alþingismenn komast ekki út !!!
Mótmæli standa ennþá yfir við Alþingishúsið og nú fjölgar fólki aftur á svæðið. Nú logar eldur í bálkesti við Alþingishúsið.
Ég sagði það í pistli í dag að stjórnvöld mega nú fara að vara sig alvarlega.
Á tólfta þúsund manns atvinnulaust og fjölgar. Reiðin í fólki eykst og gremja fólksins yfir ábyrgðarleysi stjórnvalda og framkomu.
Að hugsa sér þegar Alþingismenn koma loksins saman til þings eftir jólahlé ákveða Sjálfstæðismenn að mikilvægast málið sem þarf að ræða sé að selja bjór og vín í matvöruverslunum.
Meðan þúsundir Íslendinga eru að mótmæla ástandi í þjóðfélaginu sem Sjálfstæðisflokkurinn á stærstan þátt í að hafa skapað.
Ofbeldi var beitt bæði að hálfu mómælenda og lögreglu og eru margir sárir af handahófs kendri kilfu lamstri og piparúðun .Og aðrir útataðir í skyri.
Hvað vill ríkistjórnin að þetta gangi langt ?
Hvernig verður dagur nr. 2 ?
Þetta finnst mér.
![]() |
Enn mótmælt við þinghúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2009 | 10:48
Nú þurfa stjórnvöld virkilega að gæta sín !!!!!!
Það er reiði, reiði , reiði og meiri reiði og eykst dag frá degi.
Geir Hilmar Haarde er búinn að leiða þjóðina ofaní þvílikt spillingarfen ,að enginn núlifandi maður hefur heyrt eða séð annað eins.
Öflin sem ráða í þjóðfélaginu eru sýnilega gjörspillt. Það eru bara allir sammála um það.
Og það virðast snúast mest í kringum Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.
Og verndari spillingaraflana í dag er enginn annar en Forsætisráðherran Geir Hilmar Haarde.
Svínaríð í kringum bankana er alltaf að verða stærra og meira.
Ósvífnin er að koma betur og betur í ljós, að Forsætisráðherran, Seðlabankastjórinn, Fjármálaráðherran, Viðskiptamálaráðherran, Utanríkisráðherran Fjármálaeftirlitið, Embættismenn í fjármála-viðskipta- og forsætisráðuneyti, Bankastjórar, Bankaráð, greiningarstjórar vissu öll um aðsteðjandi vanda í efnahagslífinu en hunsuðu og földu allar upplýsingar um þessi mál frá Mars 2008.
Sumt af þessu fólki var sett í skilanefndir bankana sem réðu síðan í störf Bankastjóra, fólk sem tók þátt í svínarínu og fjármálasvindlinu.
Nú er búið að gefa út handtökuskipanir á hendur fólki sem getur ekki staðið í skilum vegna t.d ástandsins í þjóðfélaginu.
Bara nauðsynlegt að handtaka og fangelsa í hudraðatali venjulega þegna þessa lands.
En svíðingarnir allir, sem eru orsakavaldar fyrir ástandinu ganga lausir og eru allir farnir erlendis í paradísirnar sínar, í friðinn og þægindin.
Ég er hræddur um að stíllinn yfir mótmælum fólks eigi eftir að breytast eitthvað til hins verra miðað við aðgerðir og aðgerðarleysi stjórnvalda.
Af hverju leysir Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson ekki upp þing og setur ríkistjórnina af og setur neyðarstjórn á.
Áður en borgarstyrjöld brýst út á Íslandi.
Hann hefur til þess lagaheimildir í Stjórnarskránni.
Þetta gengur ekki lengur.
Það verður að grípa í taumana.
Það verður að stoppa þetta bull.
Þetta finnst mér.
![]() |
Hvetja til mótmælastöðu við Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2009 | 19:53
Framsóknarflórinn mokaður !
Nýr formaður Framsóknarflokksins var kjörinn í dag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Og flokkseigenda félaginu var sýnd langatöng. Og hafnað.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var búinn að vera í Framsóknarflokknum í rúman mánuð.
Það er alveg ljóst að það átti að hreinsa spillinguna og fortíðina burt úr valdastöðum flokksins, vonandi hefur það tekist með þessum breytingum.
Sama gerðist við varaformannskjör þar var Siv Friðleifsdóttur hafnað, en Birkir J. Jónsson alþingismaður náði kjöri
Og enn og aftur við kosningu ritara urðu breytingar, þar náði kjöri Eygló Harðardóttir.
Ég vil óska þessu fólki til hamingju með kosningarnar.
Það er alveg ljóst að Framsóknarflokkurinn vill hreinsa til og byrjar í sínum ranni.
Vonandi tekst fólki í öðrum flokkum að hreinsa til í sinum flokkum, hreinsi fortíðina út þetta fólk sem búið er að vera á Alþingi s.l. 20 ár samfleitt á að hætta núna.
Það er ekki nóg að hreinsa bara Framsóknarflórinn.
Þetta finnst mér.
![]() |
Sigmundur kjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2009 | 20:33
Flokkseigendafélag Framsóknar farið að smala atkvæðum á flokksþinginu !
Hið svo kallaða Flokkseigendafélag Framsóknarflokksins er farið að láta að sér kveða inn á flokksþingi Framsóknarmanna.
Fyrrverandi ráðherrar í spillingararmi flokkseigendafélagsins vilja ekki neinar aðrar breytingar á gildum Framsóknar en að maður úr hópi Flokkseigendafélags Framsóknar setjist í formanssætið.
Það það skal verða misheppnaði hallarbyltingar kóngur úr Kópavogi.
En obs... hann er ekki á þingi og verður því áhrifalaus blesaður drengurinn.
Og ekki er þetta efnilegt allar líkur eru á að Siv Friðleifsdóttir verði næsti Varaformaður Framsóknarflokksins en getur ekki unnið með Hallarbyltinarkóngnum úr Kópavogi.
Eftir formanskjörið á morgun þá bara hverfur Framsóknarflokkurinn endanlega.
Takk fyrir það.
Sjáið bara næstu skoðanakönnun um fylgi flokkana.
Þetta finnst mér.
![]() |
Kappræður formannsframbjóðenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
-
annaeinars
-
arikuld
-
arndishauks
-
utvarpsaga
-
reykur
-
kaster
-
birgitta
-
gattin
-
brylli
-
dansige
-
danth
-
egvania
-
finni
-
gelin
-
gudbjorng
-
straumar
-
hallkri
-
heidistrand
-
hlf
-
heimssyn
-
snjolfur
-
don
-
fridust
-
jakobjonsson
-
jenje
-
jon-o-vilhjalmsson
-
prakkarinn
-
juliusbearsson
-
larahanna
-
veffari
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
svarthamar
-
skari60
-
fullvalda
-
nimbus
-
sigurjonth
-
tara
-
vga
-
thj41
-
heilsa
-
kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar