Dagur nr: 4 í Mótmælum...Geir og Ingibjörg ætla ekki að gera neitt !!!!

Mótmæli undanfarna daga hafa engin áhrif á Geir Hilmar Haarde eða Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

Þau ætla ekki að breyta neinu og nú eru mótmælin að breytast í hljóðlaus og eftirtektar lítil mótmæli.

Ég er ekki að tala um ofbeldið það mátti hverfa ég er að tala um kraftinn í mótmælendunum mér finnst hann vera að dofna. Enda virðist ekkert hlustað á þjóðina núna.

Stjórnmálamenn virtust uggandi í gær og fyrradag en eru allir að færast í aukana aftur og við fáum að heyra aftur og aftur sama bullið í þeim.

Fólk merkt sem friðarsinnar stendur vaktina og fer fyrir mótmælum í dag. Það er allur kraftur farinn úr þessum mótmælum.

Þurfum við eitthvað að friðmælast við þetta fólk sem sýnir okkur bara puttan aftur og aftur.

Og talar ekkki við einn eða neinn og beytir bara Lögreglunni fyrir sig. 

Ég hef komið niður á Austurvöll á hverjum degi eftir að mótmælin hófust ég skynja þessa breytingu.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir upplifir ekki nein mótmæli og telur bara að allt sé í lagi,það er ekki þjóðin sem er að mótmæla.

Hún heldur bara að það sé bara hægt að bíða og bíða eftir að hún nái heilsu einhverntíma á þessu ári. Þetta er bara ekki alveg í lagi.

Er ekki Samfylkingin með Varaformann sem ætti að leysa Ingibjörgu Sólrúnu af meðan hún getur ekki sinnt vinnu sinni og ábyrgð vegna veikinda.

Hún verður bara að átta sig á því eins og Geir Hilmar að þau eru ekki ómissandi.

Þetta finnst mér.

 


mbl.is „Allt kemur til greina"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 83945

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband