Ný ríkistjórn Samfylkingar, Vindstri Græna og Framsóknar að fæðast !!

Það er alveg búið að henda hugmyndinni um þjóðstjórn undir forustu Sjálfstæðisflokksins út af borðinu.

Formenn Samfylkingar, Vinstri Græna og Framsóknar eru vissir um að þessir flokkar myndi næstu ríkistjórn á Íslandi.

Hverju eigum við von á ?

Hver er krafa Samfylkingarinnar nr. 1

Að Davíð Oddssyni verði vikið tafarlaust úr Seðlabankanum, og hinum Bankastjórunum og bankaráðinu.

Þetta styðja Vinstri Græn og Framsókn.

Krafa nr 2.

Jóhanna Sigurðardóttir verði Forsætisráðherra og leiði þessa ríkistjórn.

Þetta eru Vinstri Græn og Framsókn sammála um.

Þau eru sammála um að taka á peningamálunum og bankahruninu.

Þau ætla að einhenda sér í að bjarga heimilnum og fyrirtækjunum.

Krafa Vinstri Græna er að fá Fjármálaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið, Umhverfisráðuneytið, Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti og Samgönguráðuneytið

Samfylkingin yrði þá með Forsætisráðuneytið, Menntamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Félagasmálaráðuneytið,Iðnaðarráðuneytið, Viðskiptaráðuneytið.

Hverjir verða ráðherrar ?

Steingrímur J Sigfússon Fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir Utanríkisráðherra, Atli Gíslasson Dómsmálaráðherra, Jón Bjarnarsson Landbúnaðar- og Sjávarútvegsráðherra, Álfheiður Ingadóttir Umhverfisráðherra, Ögmundur Jónasson Samgönguráðherra.

Ráðherrar Samfylkingarinnar yrðu :

Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra, Ágúst Ólafur Ágústsson Menntamálaráðherra,Katrín Júníusdóttir Heilbrigðisráðherra, Ragnheiður Ásta Jóhannesdóttir  Félagsmálaráðherra,  Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra, Lúðvík Bergsveinsson Viðskiptaráðherra

Ef þetta yrði svona væri svo sannarlega búið að hreinsa til og kalla nýtt fólk til starfa sem kanski hefur aðra sýn á þetta heldur en þau sem voru til staðar.

En hver er krafa Framsóknar:

Stöðva matvælafrumvarpið og endurskoða tollamál í landbúnaði.

Breyta lögum um vatnamál og þjóðlendur.

En auðvitað er þetta bara óskhyggja og samtíningur úr umræðunni.

Ef Frjálslyndaflokknum verður boðið með þá krefjast þeir Sjávarútvegráðuneytisins

Þetta finnst mér.


mbl.is Ekki verið samið um neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Og finnst þér að það sé þetta sem er helst þarf að gera hérna, ég sé fyrir mér þjóðargjaldþrot á örfáum vikum með þessari samsetningu á stjórn

Gylfi Björgvinsson, 26.1.2009 kl. 21:57

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hver borgar brúsann? Hvernig á fjármagna björgunaraðgerðir?

Júlíus Björnsson, 26.1.2009 kl. 22:04

3 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

Þetta er skelfileg upptalning. Vonandi áttu draumgóða nótt.

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 26.1.2009 kl. 22:10

4 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Gylfi.

Nei mér finnst þetta ekki það sem er brínast, en þetta er svo sannarlega á boðstólum flokkaklíkunar í hverjum flokki

Guðmundur Óli Scheving, 26.1.2009 kl. 22:35

5 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Júlíus.

ubs...við erum gjaldþrota........???????

Guðmundur Óli Scheving, 26.1.2009 kl. 22:37

6 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Hanna Birna

Æ ég gleymdi Frjálslyndaflokknum...... ok.  er búin að bæta honum í pistilinn

Ég sef alltaf vel þakka þér fyrir.

Guðmundur Óli Scheving, 26.1.2009 kl. 22:39

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það hvarf víst um 48% af þjóðarsjóðnum. Reyndir aðilar í fyrirtækjarekstri [heimilisrekstri] hafa nú séð það svartara. Þetta heitir greiðslu þrot. Þar sem nóg er af óarðbærum kostnaði til að skera niður: ESS- samningum, krónunni, Kauphöll, Seðlabanka, eignarhaldsfélögum, stjórnsýslu, ... og nóg er af fjármunum bundum í auðlindum okkar þá ætti ekki að vera vandamál fyrir rétta þjóðholla einstaklinga að leysa það.

Júlíus Björnsson, 26.1.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 83917

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband