Færsluflokkur: Ferðalög
9.8.2007 | 17:25
Bílfarmar af persónulegum munum skildir eftir í Eyjum ?
Ætli þetta fólk, sem skildi eftir tjöldin sín og búnað í Eyjum hafi nokkuð vitað að það var í Eyjum? En víða er þetta sama sagan fólk kaupir sér tjöld og búnað og heldur bara að þetta sé einnota og skilur þetta eftir ,aðrir geta bara þrifið eftir mig.
Svo er fólk hissa að það kosti inn á svona samkomur þegar umgengni er slík, að persónulegir munir sem skildir eru eftir, eru í mörgum bílförmum. Hvað segja foreldrar eiginlega þegar unglingar koma ekki heim með viðlegubúnaðinn?Eða aðra persónulega muni eins og símanna og myndavélar og annað.
Þetta er bara ekki í lagi.
Það finnst mér.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2007 | 13:45
Skuggar Verslunnarmannahelgar eru litlir .
Fyrirfram kviðu menn þessari helgi af fenginni reynslu, en samt sem áður hefur hún gengið bara okkuð vel. Það eru 11 fíknefnamál í Vestmannaeyjum 5 líkamsárásir en engin nauðgun hefur verið kærð ennþá en það voru um 10.000 manns á þessari útihátíð. Einhverjir smá pústrar,voru þó en ekki alvarlegir.
Fra öðrum stöðum er sama að segja en nokkuð mikil ölvun var á þessum stöðum, nema nátúrlega á unglingalandsmótinu á Höfn.
Þó varð banaslys á Laugavatnsvegi ,maður sem lögregla vara að elta,missti stjórn á bifreið sinni sem vallt og hann lést, sorglegt er það.
Vona enn og aftur að aðrir komist klakklaust heim.
Þetta finnst mér.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2007 | 18:14
Brekkusöngurinn með hefðbundnum hætti.
Í Vestmannaeyjum hafa menn verið að velta fyrir sér hvort Árni Johnsen muni stýra brekkusöngnum, í kvöld, jú hann tilkynnti það í útvarpinu í fréttunum kl.18:00 .Mér finnst í raun að það megi alveg brjóta þetta upp og fá aðra til að stjórna fjöldasöng.
Tími Árna Johnsen er bara liðinn. Hann á að hvíla sig á þóðhátíðinni.
Það finnst mér.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 21:41
Unglingar voru ekkert betri fyrir 40 árum en þeir eru í dag.
Það voru miklar varúðarráðstafanir gerðar að hálfu Lögreglu gagnvart unglingum, í kringum verslunnarmannahelgina.Fyrir 40 árum síðan. Þá var farið í þórsmörk og út í Eyjar og var leitað í farangri unglinganna á umferðarmiðstöðinni og á flugvellinum. Og áfengi helt niður ef það fannst. Þá voru sett boð og bönn við að unglingar söfnuðust saman t.d á Þingvöllum,Laugarvatni, Þjósárdal,Hreðavatni, Húnaveri og víða.
Og nú er unglingum bannað að tjalda á Akureyri, vegna umgengni og skrílsláta í fyrra. Mér finnst þetta bara mjög lélegt, það þarf að hafa dagskrá á svona mótum til kl 03 -04 fyrir þessa krakka sem eru flestöll mjög prúð og finnst gaman að skemmta sér við eigum að hjálpa þeim að skemmta sér á svona helgum.
Einu sinni man ég eftir að boð voru látin ganga um að allir ætluðu að hittast á Hreðavatni um Verstlunarmannahelgina og lögreglan hafði mikin viðbúnað á og við Hreðavatn, en það var dulmál unglinganna og allir fóru í Þjósárdal.
Nú heyrði ég í fréttum í kvöld að unglingarnir væru nær allir farnir frá Akureyri og nú skyldi verða djammað í Vaglaskógi. En ég held að það sé ekki rétt, ég held að þau verði á öðrum stað dáldið nær Akureyri.
Vona bara að þau fari varlega og sýni að þau geti skemmt sér vel og láti sér líða vel, það eru samt alltaf einhver skemmd epli í umferð sem ber bara að forðast.
Vona bara að fólk fái frábæra skemmtun þar ,sem það er.
Það finnst mér
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 10:22
Blaut og köld helgi í sjónmáli !
Nú er þessi mesta ferðahelgi landsmanna gengin í garð. Og nokkrir búnir að taka forskot í Vestmannaeyjum með fylleríi og þjófnaði. Vonandi er þetta ekki forsmekkurinn af því sem koma skal, um helgina ,þó ég sé hræddur um það. Vonandi halda ofbeldismenn sig heima t.d. eins og þessi sem réðst á Eið Smára um síðustu helgi og allir þeir sem hafa tilburði til að beita aðra ofbeldi.
Þá eru ótaldir þeir sem fara gagngert á svona útihátíðir til að stela og svindla og selja eiturlyf.
Og ekki má gleyma alvarlegasta hópnum þeim, sem skilja ekki að "nei þýðir nei" þessir meintu nauðgarar.
Mér finnst að það eigi að birta myndir og nöfn þessara ofbeldismanna og nauðgara þegar næst til þeirra og það eigi að vera Lögreglan sem geri slíkt, ekki einhverjir einhverjir bloggverjar maður hefur séð hvað það er óábyrgt. (Saman ber Lúkasarmálið)
Að vísu verður mikið eftirlit á vegum og á svæðum þar sem útihátíðir eru. En það er bara ekki nóg alltaf, það eru svo mörg skemmd epli í umferð.
Vona samt að allir þeir sem ætla að skemmta sér á heilbrigðan hátt geti það.
Það finnst mér.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007 | 21:16
Vestfirðir eru náttúruperla jafnvel í rykmekki ómalbikaðra vega !
Ég fór í viku ferðalag um Vestfirði, í góðu veðri mikilli fjallasýn en það vantaði bara hlýindin.
Samt var þetta bara yndislegt ja og þó.......
Það setti samt að mér ótrúlega hræðslu á sumum vegköflum, sem eingöngu virðast gerðir fyrir litla bíla, þegar ég mætti jeppum með aftaníhýsi og öðrum farartækjum sem voru með vegbreidd ,sem tóku allan veginn og þjösnuðu sér fram hjá mér t.d. á veginum út á Látrabjarg þar sem ég var út á brúninni. Já það var ekki gleðistund fyrr en maður var kominn upp á stæðið á bjarginu. Og vissi að maður yrði við bjargið á leiðinni til baka.
Þá var alveg svakalegt að lenda í því þar sem malbik er bara í miðjunni en lausamöl, holur og grjót út í vegköntunum , en þangað þurfti maður að víkja þegar maður var að mæta þessum bílum sem voru með vegbreidd og aftaníhýsi í sömu breidd og varla hægðu á sér.
Ég vil að það verði bannað að fara um þessa vegi á ökutækjum sem eru með vegbreidd eða meir og með aftanívagna í sömu breidd , eins og gert ofan í t.d. Mjóafjörð .
Þetta endar bara með alvarlegu slysi ef ekki verður tekið í taumanna strax.
Það finnst mér.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2007 | 10:55
Sumarfrí eða skoðunarferð ?
Já nú bara fer maður í smá frí helst vil ég fara vestur,bara til að sjá þessa verstfirsku þorp og bæi áður en þeir verða draugabæir.Því það skeður ef ekki verður nein atvinna þar.Eftir að sjávarútvegsfyrirtækin loka hvert af öðru.Eða ef veðrið verður ómögulegt þar fer maður bara austur til að skoða þennan óskapnað, sem er þar að rýsa inn í fjörðum og upp á hálendinu.
Og draga andan í hreinu súrefnu áður en maður þarf að fara þar um með súrefnisgrímur vegna mengunnar.
Eða maður fer bara í Þjóðgarðinn Þingvelli til að líta barrtrén áður enn þau verða felld.
Það er mikið sem hægt er að gera og skoða áðir en það er eyðilagt.
Þetta verða svona tíu dagar sem ég hef til að skoða þessa áhugaverðu staði.
Þetta finnst mér ég þurfi að gera
Ferðalög | Breytt 23.7.2007 kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2007 | 14:10
Stimplaleikir olíufélaganna, bara grín olíufélaganna ?
Það hefur marg oft komið fyrir hjá mér að ég hef látið stimpla í æfintýralandið hjá olís og vegabréfið hjá N1 að hlutir sem þú átt að fá eru ekki til.
Mér er í sjálfu sér alveg sama hvort ég fái eitthvað, en það eru aðrar litlar verur sem hafa mjög gaman af þessu og verða fyrir gýfurlegum vonbrigðum þegar þau fá svona svör " þetta er ekki til " næsti gjörðu svo vel.
Hverskonar leikir eru þetta ef ákveðinn hlutur er ekki til hvers vegna er ekki rétt fram eitthavð annað til lítilla handa.
Þetta finnst mér að þurfi að laga
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 09:25
Vegaframkvæmdir við útivistarperlur og ferðamannaleiðir eru nær engar !
Það er bara mikið mildi að ekki eru fleiri slys en raun ber vitni á malarvegum á landsbyggðinni og í námunda við þéttbýliskjarna. Það er nær ófyrirgefanlegt að ekki skuli vera búið að malbika þá vegi, sem liggja að útivistarperlum,áningarstöðum og náttúruperlum. Og það vantar betri merkingar og viðvaranir til fólks á ferðalögum.
Þá er ég t.d. að tala um veginn um Grafning og að Nesjavallavirkjun, að Dettifossi, um Heiðmörk, frá Flúðum að Biskupstungum og Hrunamannahreppinn að Hruna, Lyngdalsheiðina,Snæfellsnes og niður að Búðum,niður í Reynisfjöru, og vegina fyrir vestan sem er bara sér kafli,og vegina Asturlandi niður á alla firði. Og það eru ónefndir fjöldi vega að Íslenskum náttúruperlum
Þessi vegamál á Íslandi eru bara ekki alveg í takt við þá aukningu ferðamanna, sem um vegina fara.
Það er ekki hægt að skella skuldinni eingöngu á ferðamennina þegar slys verða eins og lögreglumaður á Suðurlandi gerði eftir slys í Grafningi um daginn að mínu mati eru vegirnir sökudólgarnir ef það þarf að setja þetta svona upp.
Það finnst mér.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
- annaeinars
- arikuld
- arndishauks
- utvarpsaga
- reykur
- kaster
- birgitta
- gattin
- brylli
- dansige
- danth
- egvania
- finni
- gelin
- gudbjorng
- straumar
- hallkri
- heidistrand
- hlf
- heimssyn
- snjolfur
- don
- fridust
- jakobjonsson
- jenje
- jon-o-vilhjalmsson
- prakkarinn
- juliusbearsson
- larahanna
- veffari
- olinathorv
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- fullvalda
- nimbus
- sigurjonth
- tara
- vga
- thj41
- heilsa
- kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 84478
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar