Breytingar á stjórnarskránni kemur öllum landsmönnum við.

Nú situr enn ein stjórnarskrárnefndin að störfum til breytinga á stjórnarskrá danakonungs frá 1874 og lögð var fram 1944, en þá hafði aðeins verið strokað út kóngur og sett í staðinn forseti.

Ég man ekki eftir neinum breytingum á stjórnarskránni sem gerðar hafa verið að tilstuðlan þessara nefnda, jú þeir fjölguðu þingmönnum í 63 eitt skiptið.

Stjórnmálamenn halda að stjórnaskrármál sé eitthvað innanhúsmál stjórnmálaflokkanna og haga sér eftir því. Breytingar á stjórnarskránni á að ræða á almennum vettfangi og þjóðin á að hafa tækifæri á að láta skoðanir sínar í ljós í grundvallaratriðum.

Alþingismenn hafa ekkert umboð til að semja sín á milli um breytingar á stjórnarskránni,allar slíkar breytingar eiga að fara í þjóðaratkvæði.

Ég vildi t.d. sjá að allir þegnar landsins hefðu sama vægi í atkvæðum sínum til kostninga, til alþingis sem og sveitastjórna. Því þingmenn eru kjörnir til að setja þjóðinni lög og reglur. Ekki til að vera í fjámunafærslum og fyrirgreiðslupólitík.

Ég vildi líka fá að kjósa framkvæmdavaldið sér í beinni kostningu og fá að kjósa forsætisráðherran sér.Svona ætti líka að gera með æðstu embættismenn þá á að kjósa um leið og kosið er til löggjafarþings og framkvæmdastjórnar.Þetta mundi breyta heldur betur því umhverfi sem stjórnmálamenn starfa við í dag.

Ég vildi líka sjá að þjóðlendur íslands nái 200 sjómílur á haf út eða meira, og öll auðlindin sem er þar er í eigu Íslensku þjóðarinnar. Ekki eihverra örfárra Sægreifa.

Það er verið að endurheimta þjóðlendur á landi sem örfáir bændahöfðingjar og kirkjan fyrr á öldum sölsuðu undir sig. Þjóðlendaákvæði í lofti, landi og legi ættu að vera í nýrri stjórnarskrá og mjög skýr og einföld.

Aðskilnaður kirkju og ríkis er nauðsynlegur. Það er bara sér kapituli útaf fyrir sig og verður kanski fjallað um seinna.

Menn eru ennþá að velta sér í hugtökunum þingræði og lýðræði sem er bara ekki það sama.

Stjórnarskráin okkar er byggð upp fyrir þingræði þar, sem menn vilja halda í kónginn sinn,það hefur aldrei verið í raun tekin ákvörðun um stjórnskipan lýðveldisins. Stjórnarfarið og þingræðið erfðum við frá Dönum.

Það á að efna til þjóðfundar um stjórnarskrárbreytingar og fulltrúar á slíkum fundi skulu kosnir með jöfnum atkvæðisrétti kosningbæra manna í landinu.

Ef þessi umræða fengi aðra ásýn og ferli og fólkið í landinu fengi að kjósa fulltrúa í stjórnarskrárnefnd mætti segja að þjóðin talaði frá hjartanu, en yrði ekki möpudýrum að bráð.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 84478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband