Hvað eru opinberar upplýsingar ?

Opinberar upplýsingar geta verið svo marg þættar t.d. hverjir eru viðskiptafræðingar,hverjir eru lögfræðingar,múrararameistarar,rafvirkjameistarar,tannlæknar, læknar, og hverjir hafa starfsleyfi.

Þetta á allt að liggja fyrir og hver og einn að geta fengið upplýsingar um hvort þessi eða hinn hafi hin ýmsu réttindi ,sem gefin eru út af ríkistofnunum eða ráðuneytum.

En það er nú ekki alveg svo UST (Umhverfisstofnun) og Umhverfissvið Reykjavíkurborgar neitar að gefa upplýsingar um meindýraeyða og garðúðara. Vegna þess að þau telja þetta persónulegar upplýsingar og á annan veginn að þetta heyri undir upplýsingarlög.

Nú liggur  fyrir úrskurður eða frávísun frá Persónuvernd um að  þessar upplýsingar um meindýraeyða og garðúðara séu opinberar upplýsingar og málinu vísað frá persónuvernd.

Þá liggur fyrir úrskurður frá" Nefnd um upplýsingamál" þar sem komist er að sömu niðurstöðu og hjá  Persónuvernd , að þetta séu opinberar upplýsingar og hafi ekkert með lög um upplýsingarmál að gera.

Þá var nú farið af stað aftur og óskað eftir að fá upplýsingar hjá UST um hverjir væru með réttindi meindýraeyða og garðúðara og hvort þeir væru með starfsleyfi hjá Umhvefissviði Reykjavíkurborgar. En þá var sagt að engar upplýsingar yrðu gefnar um þessa einstaklinga, meindýraeyða eða garðúðara. Það væru nýjar innanhúsreglur hjá UST. Hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar var sagt að þessar upplýsingar væru ekki til. Skrítið en þeir gefa út starfsleyfin.

Það voru bara settar nýjar reglur af stjórnsýslusviði Umhverfisstofnunar um að veita ekki þessar upplýsingar, þó búið sé að fara með málið til þeirra stofnana sem UST benti mér á að fara í og niðurstaðan er ekki hliðholl UST þá er bara leikreglum breytt.

Þetta er bara ekki í lagi. Svona gera menn ekki að breyta leikreglum sér í vil eftir úrskurði.

Hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar varð það að samkomulagi að nöfn þeirra, sem fengju starfsleyfi skyldi birt á vef www. reykjavík.is um áramót 2005., það hefur ekki gerst ennþá.

Þó var þetta nokkru sinnum ítrekað við fyrverandi skrifstofustjóra Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar,núverandi forstöðumann Umhverfissviðsins og eins við fráfarandi forstöðumann umhverfissviðs og núverandi forstjóra Umhverfisstofnunar.

Þetta er bara mál sem verður að laga og þá á ég við núna strax.

Það finnst mér.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 83897

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband