Vonbrigði á ferðalagi !

Á ferð minni um Vestfirði í síðustu viku kom í ljós að farsímasamband hefur ekkert breyst, þó svo Síminn EHF. hafi skuldbundið sig til að koma á sambandi þar sem það er ekkert. Þetta er bara ekki í lagi það er nú árið 2007.

Flest allir malarvegir á Vestfjörðum eru bara eins og þvottabretti og allur ofaníburður löngu farinn og eftir standa grjótnibbur og egggrjót upp úr þessum svo kölluðum vegum. og lausamölin í haugum í vegköntunum.

Á Barðaströndinni tók síðan steininn úr og eftir að hafa farið ákveðna kafla þar á hraða snigils endaði maður í Bjarkarlundi þar sem búið er að gera mikla andlitslyftingu á veitingasal. Þarna virtist líka vera afbragðsþjónusta en rétt eftir að við sem vorum þrjú höfðum fengið sæti og beið spenntur eftir bleikju og lambasnitsel ,fylltist veitingarsalurinn af fólki. Þegar flestir sem komu á eftir okkur voru búnir að fá matinn sin, spurði ég um matinn okkar og var sagt að maturinn væri alveg að koma.

Það voru liðnar rúmar 40 mínúndur þegar maturinn loksins kom og voru þá bleikjurnar gegnum þurrar og seigar og snitselið bara óætt seigt og brent minnti helst á skósóla. Okkur var boðið annar matur sem við afþökkuðum höfðum bara ekki lengri tíma og langlundargeð mitt var bara búið og við yfirgáfum þennan stað svöng, rykug og leið og ákveðin í því að koma ekki þangað aftur.

Við gistum síðan á Laugum og fengum að borða þar mjög góðan mat. Og gátum þvegið þar af okkur Vestfjarða rykið. Og tekið gleði okkar á ný.

Það fannst mer gott.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband