Stefna Íslendingar í heimsyfirráð ?

Hvert stefnir eiginlega í öllu hjá okkur ?Hvaða ógn erum við að verða við umheiminn ?

 Hérna heima vilja menn bara safna til sín fyrirtækjum, sem engir vilja hafa lengur í löndum sínum.

Menn vilja Álver í Helguvík, Stækkun í Straumsvík ,Álver  á Húsavík, Álver í Þorlákshöfn,  Álver á Vatnsleysuströn, Álþynnuverksmiðju í Eyjafirði, Olíuhreinsistöð í Arnarfirði. Bjórverksmiðju til Vestmannaeyja, og svona mætti lengi telja.

Og svo öll jarðgöngin, sem á að byggja út um allt svo fleiri geti flutt frá krummaskuðunum og í borgina. 

Könnun er fyrirhuguð á landsgrunnsinssvæðinu vegna olíuvinnslu af hafsbotni.

Kolefnisjafna á allt jafnvel þó vistkerfinu stafi hætta á vegna gróðursetningar erlendra trjáa.

Menn eru farnir að falast eftir mengunarkvótum hér heima og í öðrum löndum.Kanski það verði nú það næsta að menn fari að versla með mengunarkvóta, fyrst ekki má veiða fisk.

Það heyrðist í stjórnmálamanni um daginn, sem er að tala fyrir mengandi olíuhreinsistöð staðsetta fyrir vestan  og að vestfirðingar hefðu nú ekki eytt, sem neinu næmi af þessum mengunarkvóta er Íslandi hafði verið úthlutað. Þetta er bara ekki í lagi að menn tali svona í alvöru.

Á sama tíma er verið að skipta út bensín og Dízel bílum ,fyrir rafmagni og etanol, og vetni og verið að vinna að endurbótum á öðrum eldsneytisgjöfum fyrir skip og flugvélar.

Við kaupum ýmsar stofnanir og fyrirtæki erlendis, sem er í mörgum tilfellum þjóðarstolt í þessum lödnum. Nefna má "Magasin" og fl.

Við eigum helstu bankanna í nágrannaríkjum okkar.

Við eigum stæsta Lyfjafyrirtæki í heimi, Fræg erlend íþróttafélög, Alþjóða síma og fjarskiptafyrirtæki.

Útgerðarfyrirtæki út um allan heim og getum því verið að veiða úr auðlindum annara þjóða án þess að blikna.

Við eigum fjölda fyrirtækja í Kína. Og nú ætlum við að eignast raforkuauðlindir annara þjóða.

Með þessu áframhaldi verðum við helstu miðlarar í heiminum í framtíðinni með vatn,matarforðabúrs og orku .

Ef þetta verður, er eins gott fyrir allar þjóðir að vera góðar við litla stóra Ísland

Svo ætlum við að komast í Öryggisráð Sameinuðuþjóðanna til hvers eiginlega, jú til að geta vítt aðrar þjóðir og sagt nei gegn baráttu annara þjóða, sem ekki fara þá leiðir, sem við kjósum.

Við erum  nú enþá staðföst þjóð.

Við erum svo sannarlega ekki búnir að gleyma uppruna okkar og forfeðra víkinganna við högum okkur bara eins þó eitthvað sé liðið frá vikingaöld.

Þetta finnst mér.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 84478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband