Skoðunarkönnun DV í gær er nýr áfellisdómur yfir Borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna !

Í nýrri könnun sem sem gerð var fyrir DV þar sem skoðanir 4.158 manna eru kannaðar.

Kemur í ljós að  9% kjósenda treysta Vilhjálmi Þ.  11% treysta Ólafi F. magnússyni en 79% treysta Degi B.

Þessi könnun var gerð til manna af öllu landinu en 66% voru á höfuðborgarsvæðinu og 72%  sem svöruðu voru konur.

Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að dala frá fyrri könnunum sem við höfum séð og fengi 22% atkvæða ef kosið yrði í dag.

42% mundu styðja Samfylkinguna 14 % ,Vinstrigræna Framsókn 5 % ,  F- listi  3% og ef Íslandshreyfingin byði fram fengi hún 1 %.

Það er ekki nema von að  Sjálfstæðisþingmenn séu farnir að láta heyra í sér eins og Bjarni Benediktsson gerði í gær.

Þetta er bara allt að liðast í sundur hjá Sjálfstæðisflokknum og óánægjan farin að berast inn í þingflokkinn eins og ég spáði fyrr í mánuðinum og á eftir að versna.

Og tapið hjá Sjálstæðisflokknum kristallast líka út í landsmálapólitíkina.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er alveg hárétt hjá þér Sjálfstæðisflokkurinn er að mygla innan frá og mun liðast í sundur ef þetta heldur svona áfram.  Ég held að Vilhjálmur Þ. þurfi ekki langan tíma til að ákveða hvort hann eigi að segja af sér.  Maður sem nýtur ekki nema 9% fylgis sem borgarstjóri á ekkert erindi í þann stól og allt er þetta að kenna samherjum hans í borgarstjórn.

Jakob Falur Kristinsson, 17.2.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Elías Theódórsson

Það væri áhugavert að vita hvað það er sem fólk sér við Samfylkinguna og Dag B. Hver er stefna Samfylkingarinnar? Hvað áorkaði Dagur B í þessa 100 daga annað en að gefa borgarstarfsmönnum frítt í sund? Er fólk svona ánægt með nýju hringbrautina, hraðbrautina sem klýfur miðbæ Reykjavíkur? Ætlaði hann ekki að selja REI fyrir 50 miljarða eftir tvö ár?

Elías Theódórsson, 17.2.2008 kl. 11:25

3 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Jakob.

Þakka þér fyrir þitt innlegg.

Guðmundur Óli Scheving, 17.2.2008 kl. 16:49

4 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Elías.

Þakka þér fyrir þitt innlegg.

Guðmundur Óli Scheving, 17.2.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband