24.5.2008 | 08:24
Frambjóðendur Íslandshreyfingarinnar eru siðblindir !!!!!!!
Hver frambjóðandi Íslandshreyfingarinnar á fætur öðrum, sem kjósendur í Reykjavík höfnuðu á sínum tíma, er nú troðið í störf á skrifstofu Borgarstjóra.
Og ómerkilegheitin hjá þessu nána samstarfsfólki er að segja upp í opið geðið á fólki að ekki sé um pólitíska ráðningar að ræða.
Fyrst ber að nefna Margréti Sverrisdóttur sem stofnaði Íslandshreyfinguna, sem engin getur víst unnið með.
Samanber aðkomu hennar að Frjálslyndaflokknum sem hún var stofnandi að líka.
Hún var kosin af stuðningsfólki F listans til starfa í Borgarstjórn.
Þegar kosningar voru afstaðnar stofnaði hún Íslandshreyfinguna og er varaformaður hennar.
En neitar að víkja sæti fyrir kjörna fulltrúa Frjálslyndaflokksins í Borgarstjórn.
Ólafur F. Magnússon var í fyrsta sæti á lista Frjálslyndaflokksins í Reykjavík en um leið og hann hafði tryggt sér sæti í Borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Frjálslyndaflokkinn gekk hann í Íslandshreyfinguna og neitar að víkja sæti fyrir aðra kjörna fulltrúa Frjálslyndaflokksins.
Þetta eru nú heilyndin hans Ólafs F. Magnússonar
Ásta Þorleifsdóttir er líka í Íslandshreyfingunni og var á lista Frjálslyndaflokksins, hún situr í helstu nefndum í Borgarstjórn fyrir Frjálslyndaflokkinn. Ólafur F. Magnússon valdi hana í nefndir og hennti Margréti Sverrisdóttur út úr mikilvægum nefndum og ráðum.
Þá er það flokkaflakkarinn Jakob Frímann Magnússon , sem hefur verið hafnað af Reykvíkingum sama í hvaða flokki hann hefur boðið sig fram. Nú var hann ráðinn af Ólafi F. Magnússyni í eitt valda mesta embætti Reykjavíkurborgar.
Jakob Frímann skipaði eitt efsta sæti framboðslista Íslandshreyfingarinnar í Suðvesturkjördæmi honum var hafnað í kosningum. Nú vinnur hann undir merkjum F lista Frjálslyndaflokksins.
Nú var verið að ráða Svanlaugu Jóhannsdóttur fyrrum samstarfsmann Jakobs Frímanns og frambjóðenda í efstu sætum framboðslista Íslandshreyfingarinnar.
Svo segir þetta fólku upp í opið geðið á Reykvíkingum þetta eru ekki pólitískar ráðningar.
Hvað er eiginlega með Ómar Ragnarsson formann Íslandshreyfingarinnar, er hann líka orðin svona siðblindur að hann sé búinn að tapa áttum.
Eða er bara vaðið yfir hann ?
Getur verið að honum finnist í lagi að fólk sem starfar og er í þungaviktarstöðum hjá Íslandshreyfingunni vinni undir merkjum Frjálslyndaflokksins.
Hvers konar siðblinda er þetta og bara ósvífni hjá þessu flokkaflakkafólki, eða með öðrum orðum þessum pólitísku viðrinnum Íslandshreyfingarinnar.
Þetta finnst mér.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umræðan, Vefurinn | Breytt 28.5.2008 kl. 21:20 | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
- annaeinars
- arikuld
- arndishauks
- utvarpsaga
- reykur
- kaster
- birgitta
- gattin
- brylli
- dansige
- danth
- egvania
- finni
- gelin
- gudbjorng
- straumar
- hallkri
- heidistrand
- hlf
- heimssyn
- snjolfur
- don
- fridust
- jakobjonsson
- jenje
- jon-o-vilhjalmsson
- prakkarinn
- juliusbearsson
- larahanna
- veffari
- olinathorv
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- fullvalda
- nimbus
- sigurjonth
- tara
- vga
- thj41
- heilsa
- kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú segri fréttir.
Ég hélt að Magga væri á leiðinni í Samfylkinguna en Íslandshreyfingin væri að mestu einungis nafnið og kennitalan til þess að fá styrkinn til stjórnmálaafla til þess að standa undir kosningabaráttunni.
Sigurjón Þórðarson, 24.5.2008 kl. 09:14
Sæll Sigurjón.
Ég veit eiginlega ekki hvar hún er niður komin eða hvert hún er að fara og er nú nokkuð sama.
Hún er allavega skráð sem varaformaður íSLANDSHREYFINGARINNAR.
Hinsvegar er ég þeirrar skoðunar að þetta fólk allt saman er búið að brenna allar pólitískar brýr að baki sér.
Nú þarf að vanda til verks í Reyjavík fyrir næsta slag þar.
Þetta finnst mér.
Guðmundur Óli Scheving, 24.5.2008 kl. 13:24
Það þarf að vanda til verks í Reykjavík fyrir næstu Borgarstjórnarkosningar.
Þetta finnst mér.
Guðmundur Óli Scheving, 24.5.2008 kl. 13:37
Sæl Anna.
Þakka þér ábendinguna, þetta er alveg rétt hjá þér.
Þakka þér þitt innlegg.
Guðmundur Óli Scheving, 28.5.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.