Haustið er góður tími !

Já laufin eru farin að gulna og falla til jarðar.

Fyrsta almennilega haustlægðin búin að láta sjá sig.

Reyniberin, Sólberin, Rifsberin á réttum tíma og veisla hjá garðfuglunm.

Holugeitungurinn að klára sitt ferli og mikið um drotningar á ferðinni í leit að dvalarstað fyrir veturinn.

Farfuglar farnir og sumir enn að hópa sig í flugið langa.

Skólarnir að byrja og sumir byrjaðir.

Haustslátrun að hefjast hvort sem slátrað verður á Íslandi eða í Noregi

Gæsaveiðimenn að gera sig klára og sumir tilbúnir og byrjaðir.

Fiskveiðiárið að byrja nokkuð sem margir eru búnir að bíða eftir.

Já haustið er bara yndislegt það finnst mér. Litirnir í gróðrinum ,ber og sveppir í breiðum í náttúruinni og uppskeran í garðinum tilbúin til notkunar.

Nýjar kartöflur rófur, slátur og berjasaft eru svo sannarlega á matseðli haustsins hjá mér.

Haustkvöldin eru oft svo ægifögur tær og hreinn himininn og stjörnubjartur og þegar nær dregur vetrahvörfum má oft sjá undraveröld norðurljósana hlaupa eftir himnafestingunni.

Ekki að það skemmi að sitja út á veröndinni í haustgolunni með rauðvínsglas og kertaljós og hlusta á heiminn í kringum sig kveðja sumarið.

Og það styttist í veturinn sem mér finnst líka yndislegur en fyrsti vetrardagur er 25. Október n.k..

Njótum haustsins.

Svona upplifi ég haustið en ég horfði á Skógarþröst út í garði hjá mér gæða sér á Reyniberi og  ég hélt bara að hann hefði það ekki af að kyngja berinu, en honum tókst það og flaug síðan bara í burtu.

Þetta finnst mér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband